þriðjudagur, mars 07, 2006

Nóg að gera

Þýðing á fimm blaðsíðum af fræðilegri ensku um kenningar Maxs Webers um náðarvald fyrir morgundaginn, verkefni í íslensku um málsnið fyrir fimmtudaginn og ritgerð um rannsóknarblaðamennsku í fjölmiðlafræði fyrir fimmtudag líka.

Samt sem áður þá sit ég hér og væli um hvað það sé mikið að gera og skrifa um það á netið.

Væri ekki nærri lagi að hætta að gefa sér tíma í þessa vitleysu og gera eitthvað af viti, í staðinn fyrir að horfa á tölvuskjáinn og vona að allt reddist von bráðar.

Já, það er nú það...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli