þriðjudagur, janúar 23, 2007

Glæsileg landkynning

Eftir smá rúnt inn á heimasíðu Nonna frænda, þá tók ég eftir hlekk nokkrum sem leiddi mig inn á Herbalife síðu. Inn á þessari síðu var myndband með Herbalife hjónum Íslands, einhverskonar kynning á þeim sjálfum, landi og þjóð.

Það má með sanni segja að ég ekki í vafa að um eina bestu landkynningu er að ræða.

Hjónin fara vel með staðreyndir um land og þjóð sem og að vera vel að ensku máli farin.

Ég mæli svo sannarlega með að fólk skoði þetta myndband.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli