fimmtudagur, janúar 25, 2007

Á ferð um landið

Ætli maður verði ekki að hryggja norðanbúa með þeim fréttum að maður sé á leiðinni austur á land þessa helgi.

Ætlunin er að byrja helgina í Breiðdalnum á ísfiskveiðum í Brekkuborgarvatni í boði fjölskyldunnar á Brekkuborg.

Á laugardaginn verður svo haldið til Seyðisfjarðar þar sem ég kem til með að heiðra Seyðfirðinga með því að mæta á þorrablót þar á bæ. Sessunautur minn verður enginn annar en Óðalsbóndinn Stefán Ólafur sjálfur, og má því búast við miklu fjöri.

Hvað sunnudaginn varðar, þá verður honum væntanlega varið í eymd og volæði, ef ég þekki sjálfan mig rétt.


Hér má sjá mynd frá þorrablóti síðasta árs. Þorramaturinn rann ljúflega niður í maga Sigmars, sem og brennivínið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli