Varð ekki bjartsýnn með aðrar atvinnuumsóknir sem ég hef sent út, en það er kannski bara hugarfarið í dag, lagast sennilega á morgun. Ég finn mér vinnu, bara spurning hversu skemmtileg hún verður.
miðvikudagur, apríl 10, 2013
Neitun
Fékk neikvætt svar frá atvinnuumsókn í dag. Ég var hóflega bjartsýnn um að fá að komast í viðtal, hvað þá að fá stöðuna. Kom mér samt á óvart hvað það var leiðinlegt að fá neitun. Hefði ekki haldið að þetta ætti að hafa svona mikil áhrif á mann en það gerði það samt. Merkilegt nokk.
Varð ekki bjartsýnn með aðrar atvinnuumsóknir sem ég hef sent út, en það er kannski bara hugarfarið í dag, lagast sennilega á morgun. Ég finn mér vinnu, bara spurning hversu skemmtileg hún verður.
Varð ekki bjartsýnn með aðrar atvinnuumsóknir sem ég hef sent út, en það er kannski bara hugarfarið í dag, lagast sennilega á morgun. Ég finn mér vinnu, bara spurning hversu skemmtileg hún verður.
Fróðleikur dagsins - Díterpene og kaffi
Talið er að kaffi sem inniheldur dípertínin "Cafestol" og "Kahweol" geti hækkað kólestról. Frá því hafa greint hollenskir vísindamenn við landbúnaðarháskólann í Wageningen. Þessi efni eru þó einna helst að finna í "Kaffi Arabica", sem er sérstök gerð að kaffi sem á ættir sínar að rekja til Eþíópíu. En talið er að kólestról magn í blóðinu geti hækkað um 8-10% við reglulega kaffidrykkju
Þetta á þó eingöngu við ósíað kaffi, það er kaffi sem er ekki síað í gegnum pappírssíu, eins og er notað í venjulegri uppáhellingarkaffivél. Ósíað kaffi er pressukönnukaffi, espressokaffi og ketilkaffi, auk annarra aðferða sem mér er ekki kunnugt um.
Tvær helstu tegundir kaffis sem notaðar eru til ræktunar eru kaffi Arabica og kaffi Canephora, sem er betur þekkt sem kaffi Robusta. Arabica kaffið er hins vegar talið ljúffengara og mun bragðbetra en það hefur tvisvar sinnum fleiri litninga en róbusta og gefur af sér kaffi með flóknari bragðeiginleika. Robusta kaffið er harðgerðara og fljótvaxnara, bragðið er hrjúfara og er því kaffið aðallega notað í iðnaðar- og skyndikaffi.
Þannig að þeir sem eru með of hátt kólestról í blóðinu ættu að forðast kaffi Arabica eða ósíað kaffi, sem er miður þar sem kaffi Arabica og ósíað kaffi smakkast yfirleitt mun betur en aðrar kaffibaunir og síað kaffi.
Heimildir:
Wikipedia: Kaffi
Wikipedia: Diterpene
Mbl.is: Kaffi og kólestról
Te og kaffi: Kaffiræktun
Þetta á þó eingöngu við ósíað kaffi, það er kaffi sem er ekki síað í gegnum pappírssíu, eins og er notað í venjulegri uppáhellingarkaffivél. Ósíað kaffi er pressukönnukaffi, espressokaffi og ketilkaffi, auk annarra aðferða sem mér er ekki kunnugt um.
Tvær helstu tegundir kaffis sem notaðar eru til ræktunar eru kaffi Arabica og kaffi Canephora, sem er betur þekkt sem kaffi Robusta. Arabica kaffið er hins vegar talið ljúffengara og mun bragðbetra en það hefur tvisvar sinnum fleiri litninga en róbusta og gefur af sér kaffi með flóknari bragðeiginleika. Robusta kaffið er harðgerðara og fljótvaxnara, bragðið er hrjúfara og er því kaffið aðallega notað í iðnaðar- og skyndikaffi.
Þannig að þeir sem eru með of hátt kólestról í blóðinu ættu að forðast kaffi Arabica eða ósíað kaffi, sem er miður þar sem kaffi Arabica og ósíað kaffi smakkast yfirleitt mun betur en aðrar kaffibaunir og síað kaffi.
Heimildir:
Wikipedia: Kaffi
Wikipedia: Diterpene
Mbl.is: Kaffi og kólestról
Te og kaffi: Kaffiræktun
mánudagur, apríl 01, 2013
Páskafrí
Erum í Álesund í páskafríi. Búið að vera ansi gott og afslappandi. Komum á miðvikudagskvöldi en ég lét vita að að við kæmum á föstudeginum langa. Náði samt að hafa samband á miðri leið og leiðrétta þann misskilning. Fengum samt smá seinkunn frá Tromsö vegna mikils snjóveðurs, en það var svona polar lavtrykk yfir svæðinu. Annars í það heila fínir páskar, fórum á skíði í Strandafjellet, annsi flott svæði. Mér tókst þó að næla mér í dagspest eftir daginn. Jafnaði mig samt ansi fljótt. Páskarnir eru samt fljótir að líða og við erum svo á leiðinni heim núna í dag, annan í pásku,.
mánudagur, janúar 07, 2013
Þrettándinn
Fínasti sunnudagur í gær. Slappaði vel af fyrir hádegi með góðum morgunmat a la Eva, pönnukökur og læti. Annars var þetta rólyndisdagur, fór á gönguskíði fyrir þrettándagleði. Tók venjulegan rúnt heimanfrá til Håkøybotn snuplass. Í þetta fóru 44 mínútur með spjalli. Hitti Lenu og Gauta á leiðinni, varð að sjálfsögðu að spjalla smá.
Svo var það þrettándagleði íslendingfélagsins hér í Tromsö. Ég og Villi lékum jólasveina. Það er alltaf gaman að leika jólasveina, þrátt fyrir mikil átök. Maður verður frekar sveittur eftir þetta enda er búningurinn hlýr og góður. Ekki skemmir fyrir að skeggið sé á við fjóra trefla. En þetta er samt alltaf gaman.
Kvöldið endað með mynd, the Looper. Mér fannst hún fín, fær 7/10 frá mér. Skemmtilega framtíðarmynd með Bruce Willis, sem er reyndar ekki í aðalhlutverki.
Svo var það þrettándagleði íslendingfélagsins hér í Tromsö. Ég og Villi lékum jólasveina. Það er alltaf gaman að leika jólasveina, þrátt fyrir mikil átök. Maður verður frekar sveittur eftir þetta enda er búningurinn hlýr og góður. Ekki skemmir fyrir að skeggið sé á við fjóra trefla. En þetta er samt alltaf gaman.
Kvöldið endað með mynd, the Looper. Mér fannst hún fín, fær 7/10 frá mér. Skemmtilega framtíðarmynd með Bruce Willis, sem er reyndar ekki í aðalhlutverki.
laugardagur, janúar 05, 2013
Laugardagur í dag
Lítið gert í dag. Ekkert unnið í ritgerðinni, bara afslöppun. Engin æfing heldur í dag, bara smá túr á bretti í tvo tíma. Það er svo sem smá æfing í sjálfu sér, tekur furðulega mikið á að renna sér niður.
Sá Killing Them Softly í gær. Mynd með Brad Pitt og fleirum. Ágætis afrþreying, ekki meira en það. Fær 6/10.
Brave sá ég í dag, skemmtilega teiknimynd frá Pixar. Hún fær aftur á móti 7,5/10.
Sá Killing Them Softly í gær. Mynd með Brad Pitt og fleirum. Ágætis afrþreying, ekki meira en það. Fær 6/10.
Brave sá ég í dag, skemmtilega teiknimynd frá Pixar. Hún fær aftur á móti 7,5/10.
föstudagur, janúar 04, 2013
Föstudagur
Nóg að gera í skólanum í dag, var þó frekar lengi í gang. Fundur með leiðbeinandanum sem gekk vel og mér sýnist að ég nái að fá smá stuðning fyrir að fara heim. Leiðbeinandinn tók allavegana vel í það. Við fórum yfir spurningarnar og svo markmiðin með ritgerðinni. Hann varaði mig svo við að ætla mér ekki of mikið. Tíminn flýgur eflaust líka, þannig að maður verður að afmarka sig. Leitaði af heimildum í dag, fór yfir greinar á Marine Policy alveg til 2005. Þarf líka að leita á Web of Science, ICES Journal og svo ætla ég að líta á International Journal of Maritime History. Eflaust af nógu að taka.
Annars er þetta sá þriðji í æfingu fyrir skíðagöngumótin. Fór 40 mín. á gönguskíði á brautinni hér í Håkøybotn. Gekk vel, nýr snjór en ótroðin braut. Ágætt samt að komast aðeins á skíði til að ná tilfinningunni. Það eru bara 43 dagar fram að móti. Hafði samband í dag varðandi skráningu, sér í lagi vegna "lisens" sem maður þarf að hafa. Spurning um að fá sér helårslisens ef maður er að keppa í nokkrum keppnum. En best að stíga sér ekki til höfuðs. Ekki selja skinnið áður en björninn er skotinn.
Annars er þetta sá þriðji í æfingu fyrir skíðagöngumótin. Fór 40 mín. á gönguskíði á brautinni hér í Håkøybotn. Gekk vel, nýr snjór en ótroðin braut. Ágætt samt að komast aðeins á skíði til að ná tilfinningunni. Það eru bara 43 dagar fram að móti. Hafði samband í dag varðandi skráningu, sér í lagi vegna "lisens" sem maður þarf að hafa. Spurning um að fá sér helårslisens ef maður er að keppa í nokkrum keppnum. En best að stíga sér ekki til höfuðs. Ekki selja skinnið áður en björninn er skotinn.
fimmtudagur, janúar 03, 2013
Þá er það þriðji þetta árið
Í dag fór nokkur tími í að græja mig fyrir heimferðina. Er að fara heim til að afla gagna fyrir lokaverkefnið mitt. Kem til að skrifa um makrílvinnslu á Vopnafirði og einbeiti mér að gera samfélags- og efnahagslega greiningu með áherslu á aðlögunarhæfni.
Dagur tvö í þjálfun fyrir skíðagöngumótin hjá mér. Það fyrsta verður 16. febrúar, ekki nema 44 dagar í það. Þarf eiginlega að koma mér á skíðin. Því miður þá vantar snjó. Það hlýtur að lagast. Get hjólað eða ræktað á meðan.
Hér er svo hlekkur á Tromsö skíðamaraþonið
Dagur tvö í þjálfun fyrir skíðagöngumótin hjá mér. Það fyrsta verður 16. febrúar, ekki nema 44 dagar í það. Þarf eiginlega að koma mér á skíðin. Því miður þá vantar snjó. Það hlýtur að lagast. Get hjólað eða ræktað á meðan.
Hér er svo hlekkur á Tromsö skíðamaraþonið
Annar janúar
Byrjaði að æfa fyrir skíðagöngumót. Tók frekar rólega á því, hálftími á skíðavélinni og smá æfingar þar á eftir. Er þungur á mér en vonandi lagast það fyrir miðjan febrúar. Gæti verið sniðugt að excela æfingarnar, ef ég nenni.
Annars er ég bara að undirbúa heimferð vegna meistararitgerðarinnar, búa til spurningalista og hafa samband við fólk osfv. Gengur ágætlega, er bara ekki nægilega vel kominn í gang eftir jólafríið.
Sá svo Taken 2 í gær. Fínasta afþreying og hin sæmilegast spennumynd. Fær 6,5 af tíu, lifir þónokkuð á fyrri myndinni.
Annars er ég bara að undirbúa heimferð vegna meistararitgerðarinnar, búa til spurningalista og hafa samband við fólk osfv. Gengur ágætlega, er bara ekki nægilega vel kominn í gang eftir jólafríið.
Sá svo Taken 2 í gær. Fínasta afþreying og hin sæmilegast spennumynd. Fær 6,5 af tíu, lifir þónokkuð á fyrri myndinni.
miðvikudagur, janúar 02, 2013
miðvikudagur, janúar 26, 2011
þriðjudagur, janúar 25, 2011
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Netleikur
Jæja, nú er maður víst orðinn forfallinn netleiksspilari og farinn að þróa borg áfram á netinu. Til að þróa "borgina" Bíttá Helvítið Þitt, þá þarf að smella á einhvern af eftirfarandi hlekkjum til að þróa ákveðinn hluta borgarinnar.
Þetta er í raun sniðugur leikur, þar sem hann byggir á að aðrir taki þátt og myndi ákveðna stemningu í kringum þetta. Eins og áður segir, þá er ég orðinn forfallinn spilari og er að reyna að fá sem flesta til að kíkja við hverju sinni :-)
Endilega smellið á einhvern af hlekkjunum til þess að þróa borgina okkar í Bítta.
Þessi hlekkur eykur íbúafjölda
Þessi hlekkur þróar iðnað í borginni
Þessi hlekkur lagar samgöngumálin.
Svo er Garðar Valur einnig kominn með borg, og er slóðin á hana hér
Borgin hans Gazza
Um að gera að vera dugleg og smella á hlekkina :-) Þegar maður er að spila á annað borð, þá á maður að spila til þess að vinna !
Jæja, nú er maður víst orðinn forfallinn netleiksspilari og farinn að þróa borg áfram á netinu. Til að þróa "borgina" Bíttá Helvítið Þitt, þá þarf að smella á einhvern af eftirfarandi hlekkjum til að þróa ákveðinn hluta borgarinnar.
Þetta er í raun sniðugur leikur, þar sem hann byggir á að aðrir taki þátt og myndi ákveðna stemningu í kringum þetta. Eins og áður segir, þá er ég orðinn forfallinn spilari og er að reyna að fá sem flesta til að kíkja við hverju sinni :-)
Endilega smellið á einhvern af hlekkjunum til þess að þróa borgina okkar í Bítta.
Þessi hlekkur eykur íbúafjölda
Þessi hlekkur þróar iðnað í borginni
Þessi hlekkur lagar samgöngumálin.
Svo er Garðar Valur einnig kominn með borg, og er slóðin á hana hér
Borgin hans Gazza
Um að gera að vera dugleg og smella á hlekkina :-) Þegar maður er að spila á annað borð, þá á maður að spila til þess að vinna !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)