mánudagur, mars 31, 2003

Góð þynnka er gulli betri

Guð hvað maður verður ferskur ef maður upplifir góðan þynnkudag. Dagurinn í gær byrjaði nú ekki vel, vaknaði með hausverk dauðans og það eina sem ég gat gert var að fara inn á klósett að æla. Eftir að hafað tæmt magann, eða gert hann klárann fyrir frekari neyslu seinna um daginn eins og ég vill frekar kalla þessa athöfn, þá var farið og spjallað við mömmu, sem hló nú bara að mér. Þá lagði ég mig aftur, en kom fílefldur til baka og tilbúinn í Feita neyslu. Þannig að ég og mamma fórum og fengum okkur skíthoppara á Crown Chicken eða "Crown City" eins og staðurinn hefur verið kallaður áður. Eftir matinn var farið á þynnkurúnt og ís snæddur á meðan. Ástandið var gott sem fullkomið. En góðir hlutir taka víst líka enda, enda þurfti ég að komast heim til Egilsstaða. Það kom í hlut Þorsteins Helga Ásbjörnssonar að ferja mig aftur tilbaka í austurlandið. Það var góður rúnturm, enda vorum við líka báðir tveir í svipuðu ástandi, þ.e. þunnir (þótt ég hafi verið í ívið verrra ástandi). Eftir þennan góða rúnt var komið að eyða kvöldinu í þynnku, þannig að mynd varð fyrir valinu enda hvað annað er betra til þess fallið ??? þynnka á myndar er eins og pízza án pepperónís. Það vildi einnig svo heppilega til að Ríkharður Hjartar Magnússon var líka í slæmu ástandi (þunnur) og var meira en til í þynnkumynd. Mér leið vel þetta kvöld og dag, enda var ég í góðum félagsskap góðra manna. Þannig var þynnkan hjá mér í hnotskurn. Fregnir af kvöldinu sjálfu koma seinna, mér fannst að þynnkan ætti góða umfjöllun skilið, enda var hún góð og flakkaði landshluta á milli.

p.s.

Sex í röð...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli