fimmtudagur, apríl 03, 2003
Loksins kominn með heimild....
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, alveg fullt. Ég fór í bankann og borgaði nokkra reikninga, meðal annars símreikning upp á heilar 4410 íslenskar krónur, það er meira það sem maður blaðrar. En það var ekki það eina sem ég gerði í bankanaum í dag, ég sótti nefninlega um Visa kort, svarta kortið svokallaða. Það er ekki nóg með það að ég sótti um kort, heldur setti ég feita heimild á kortið. Ætli 300.000 sé nóg ? Ég held að manni veiti ekki af, fyrst maður fer í tvær reisur í sumar. Það gekk glaður maður út úr bankanum í dag. Sú gleði hélst ekki lengi. Því miður þurfti ég að fara í heimsókn til samsærissamtakana í dag og láta bora í eina tönn. Það kostaði drjúgan skildinginn. Þannig að leiður maður, sem var glaður fyrr um daginn, gekk út úr samsærissamtökunum í dag.
það er spurnig hvort maður komist í gegnum málmleitarhliðin núna ?
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, alveg fullt. Ég fór í bankann og borgaði nokkra reikninga, meðal annars símreikning upp á heilar 4410 íslenskar krónur, það er meira það sem maður blaðrar. En það var ekki það eina sem ég gerði í bankanaum í dag, ég sótti nefninlega um Visa kort, svarta kortið svokallaða. Það er ekki nóg með það að ég sótti um kort, heldur setti ég feita heimild á kortið. Ætli 300.000 sé nóg ? Ég held að manni veiti ekki af, fyrst maður fer í tvær reisur í sumar. Það gekk glaður maður út úr bankanum í dag. Sú gleði hélst ekki lengi. Því miður þurfti ég að fara í heimsókn til samsærissamtakana í dag og láta bora í eina tönn. Það kostaði drjúgan skildinginn. Þannig að leiður maður, sem var glaður fyrr um daginn, gekk út úr samsærissamtökunum í dag.
það er spurnig hvort maður komist í gegnum málmleitarhliðin núna ?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli