þriðjudagur, apríl 01, 2003
Jæja, þá er það víst kvöldið áður....
Æj, það er svo langt síðan að ég var á Akureyri að ég er búinn að gleyma flest öllu eða finnst ekkert gaman að skrifa um það núna. En svona var það nokkurnveginn í hnotskurn. Kom á laugardaginn 29 marz, með flugi (ég ferðast ekki í rútu eða bíl eins og sótsvartur almúginn). Lenti í Reykjavík og var búinn að mæla mér mót við félaga minn, hann Brynjar Einarsson. Því miður fyrir hann (og mig líka) þá komst ég með næstu vél norður, þannig að ég hafði 10 mín. spjall við félagann. Það var svoltið skítt, þar sem hann var búinn að fá frí úr vinnuni. Um 15:45 lenti vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Þar beið móðir mín eftir mér. Svo fór ég í skylduheimsóknir hér og þar um bæinn og beið í rauninni eftir kvöldinu (enda var aðalástæðan að fara að skralla). Dagurinn leið og kvöldið kom. Át dýrindis mat sem mamma eldaði, það var kanadískt svínaket, mjög góð máltíð sem var skoluð niður með Cato Negro rauðvíni, kannski fullmiklu, þar sem ég kláraði flöskuna. Auðvitað reyndi ég að fara á söngkeppnina sjálfa en komst ekki inn sökum miðaleysis. Í raun skipti það engu máli, því ég nældi mér í drykkjufélaga fyrir utan, þá Andra Rey (son Haralds Bjarnasonar, ritstjóra Auðlindarinnar, fréttaþátt um sjávarútvegsmál) og Emil. Þar var drukkið og mikið gaman og enduðum við í Partý hjá Kenny, einhver félagi frá Bandaríkjunum sem er hér á Íslandi að spila íshokkí. Þar var ágætis teiti, ágætis félagar sem voru samakomnir þar. Eftir Teitið var haldið niðrí Bæ. Nota bene: á þessum tímapunkti var ég orðinn þá þegar nokkuð ölvaður. En skiptir ekki máli, í bæinn fór ég og hélt áfram drykkjuni í góðra vina hópi. Pöbbaröltið stóð langt fram á nótt og hitti maður margan góðan manninn. Eins og áður segir þá var ástandið orðið frekar slæmt og fór versnandi, þannig að smáatriði detta út. En þannig var þetta í hnotskurn, fór í bæinn á pöbbarölt og skemmti mér konunglega. Eyddi 770 í leigubíl heim og sé alls ekki eftir því, ein besta fjárfesting sem ég hef gert á ævinni, ég var ekki að nenna að labba 3,1 km heim. Daginn eftir var ég þunnur, eins og vera ber.
Takk fyrir það og þetta er nr. sjö í röð !
Æj, það er svo langt síðan að ég var á Akureyri að ég er búinn að gleyma flest öllu eða finnst ekkert gaman að skrifa um það núna. En svona var það nokkurnveginn í hnotskurn. Kom á laugardaginn 29 marz, með flugi (ég ferðast ekki í rútu eða bíl eins og sótsvartur almúginn). Lenti í Reykjavík og var búinn að mæla mér mót við félaga minn, hann Brynjar Einarsson. Því miður fyrir hann (og mig líka) þá komst ég með næstu vél norður, þannig að ég hafði 10 mín. spjall við félagann. Það var svoltið skítt, þar sem hann var búinn að fá frí úr vinnuni. Um 15:45 lenti vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Þar beið móðir mín eftir mér. Svo fór ég í skylduheimsóknir hér og þar um bæinn og beið í rauninni eftir kvöldinu (enda var aðalástæðan að fara að skralla). Dagurinn leið og kvöldið kom. Át dýrindis mat sem mamma eldaði, það var kanadískt svínaket, mjög góð máltíð sem var skoluð niður með Cato Negro rauðvíni, kannski fullmiklu, þar sem ég kláraði flöskuna. Auðvitað reyndi ég að fara á söngkeppnina sjálfa en komst ekki inn sökum miðaleysis. Í raun skipti það engu máli, því ég nældi mér í drykkjufélaga fyrir utan, þá Andra Rey (son Haralds Bjarnasonar, ritstjóra Auðlindarinnar, fréttaþátt um sjávarútvegsmál) og Emil. Þar var drukkið og mikið gaman og enduðum við í Partý hjá Kenny, einhver félagi frá Bandaríkjunum sem er hér á Íslandi að spila íshokkí. Þar var ágætis teiti, ágætis félagar sem voru samakomnir þar. Eftir Teitið var haldið niðrí Bæ. Nota bene: á þessum tímapunkti var ég orðinn þá þegar nokkuð ölvaður. En skiptir ekki máli, í bæinn fór ég og hélt áfram drykkjuni í góðra vina hópi. Pöbbaröltið stóð langt fram á nótt og hitti maður margan góðan manninn. Eins og áður segir þá var ástandið orðið frekar slæmt og fór versnandi, þannig að smáatriði detta út. En þannig var þetta í hnotskurn, fór í bæinn á pöbbarölt og skemmti mér konunglega. Eyddi 770 í leigubíl heim og sé alls ekki eftir því, ein besta fjárfesting sem ég hef gert á ævinni, ég var ekki að nenna að labba 3,1 km heim. Daginn eftir var ég þunnur, eins og vera ber.
Takk fyrir það og þetta er nr. sjö í röð !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli