fimmtudagur, apríl 03, 2003
Ég´ra fara til tannlæknis...
Það er mikil tilhlökkun í mér í dag því ég fæ að hitta uppáhalds félagann minn, Tannlæknin. Það er sama hversu oft maður hefur farið til hans, þá er alltaf jafn leiðinlegt að koma aftur, þó sérstaklega þegar hann glottir og segir að það sé skemmd. Stundum held ég að tannsi sé bara að plata, því þegar hann sér eitthvað athugavert við kjaftinn á mér, þá fer hann að tala á dulmáli. Hver kannast ekki við þegar tannlæknirinn setur upp "svipinn" og þylur upp "já... það er karíus í ceres baktus fremri og bíddu við... mér sýnist að það sé clorus tveir í maxus fremri" Hvað þýðir þetta allt saman ? maður kannast við karíus og baktus frá því þegar maður var lítill, en það er óþarfi að nudda þessu framan í mann þegar maður er orðinn eldri. Ég held að Þetta sé allt saman eitt stórt samsæri. Það voru í raun taannlæknar sem settu upp leikritið Karíus og Baktus því fólk var farið að gruna eitthvað, farið að greina þessi tvö orð frá öðrum og farið að hafa efasemdir um merkingu þess. Þessvegna setti Tannlæknafélag Íslands upp leikritið til að villa um fyrir okkur, blása ryki í augu almúgans.
Svo endilega munið að nota tannþráð.
Það er mikil tilhlökkun í mér í dag því ég fæ að hitta uppáhalds félagann minn, Tannlæknin. Það er sama hversu oft maður hefur farið til hans, þá er alltaf jafn leiðinlegt að koma aftur, þó sérstaklega þegar hann glottir og segir að það sé skemmd. Stundum held ég að tannsi sé bara að plata, því þegar hann sér eitthvað athugavert við kjaftinn á mér, þá fer hann að tala á dulmáli. Hver kannast ekki við þegar tannlæknirinn setur upp "svipinn" og þylur upp "já... það er karíus í ceres baktus fremri og bíddu við... mér sýnist að það sé clorus tveir í maxus fremri" Hvað þýðir þetta allt saman ? maður kannast við karíus og baktus frá því þegar maður var lítill, en það er óþarfi að nudda þessu framan í mann þegar maður er orðinn eldri. Ég held að Þetta sé allt saman eitt stórt samsæri. Það voru í raun taannlæknar sem settu upp leikritið Karíus og Baktus því fólk var farið að gruna eitthvað, farið að greina þessi tvö orð frá öðrum og farið að hafa efasemdir um merkingu þess. Þessvegna setti Tannlæknafélag Íslands upp leikritið til að villa um fyrir okkur, blása ryki í augu almúgans.
Svo endilega munið að nota tannþráð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli