sunnudagur, mars 30, 2003

Sá fimmti...

Þynnka dauðans !

Fór út á djammið í gær á Akureyri og er að upplifa eftirköstin eftir gærnóttina. Ég skildi ekkert í því afhverju ég væri svona þunnur en komst svo að því seinna að ég stútaði heilli rauðvínsflösku (cato negro) áður en ég fór í bjórinn, þar liggur ábyggilega hundurinn grafinn. Þannig að maður bíður bara eftir matarlystinni og skreppur niðrí bæ í eitthvað feitmeti, svona rétt til að rétta sig af. Ég held að ég bíði með að skrifa eitthvað meira (þarf að hlaða batteríin). Þannig að við bíðum betri heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar áður en haldið verður áfram með skriftir.

Bið að heilsa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli