mánudagur, febrúar 20, 2006
Dans Sigmar !
Þá er það komið á hreint, ég, Sigmar Bóndi Arnarsson er með tvo vinstri fætur.
Eftir eins og hálfs tíma langa dans stund upp í Háskóla þá var komist að þessari stórmerkilegu niðurstöðu.
Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman af dansi en því miður ekki ræktað áhuga minn nægilega mikið. Aðal vandamálið varðandi dansinn var að gera eitthvað tvennt í einu. Ég er ekki alveg að ná að hugsa og hreyfa leggina rétt um leið.
Ég er bara hissa að ég hafi ekki bara hnigið niður við þessa áreynslu á huga og líkama.
En maður má ekki láta deigan síga, heldur mæta í næsta tíma þrátt fyrir harðvítugleg mótmæli meðdansara og sýna þeim hvað býr í drengnum !
Vínarpolka, vals og ræl !
Þá er það komið á hreint, ég, Sigmar Bóndi Arnarsson er með tvo vinstri fætur.
Eftir eins og hálfs tíma langa dans stund upp í Háskóla þá var komist að þessari stórmerkilegu niðurstöðu.
Engu að síður þá skemmti ég mér konunglega enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman af dansi en því miður ekki ræktað áhuga minn nægilega mikið. Aðal vandamálið varðandi dansinn var að gera eitthvað tvennt í einu. Ég er ekki alveg að ná að hugsa og hreyfa leggina rétt um leið.
Ég er bara hissa að ég hafi ekki bara hnigið niður við þessa áreynslu á huga og líkama.
En maður má ekki láta deigan síga, heldur mæta í næsta tíma þrátt fyrir harðvítugleg mótmæli meðdansara og sýna þeim hvað býr í drengnum !
Vínarpolka, vals og ræl !
Áfram Þristur !
Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.
Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !
Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.
Ég var að falla í mínu fyrsta prófi í Háskólanum á Akureyri í lífi mínu. Ég var í tölvuprófi í stærðfræði þar sem einungis 19% í áfanganum náðu. Ég var því miður ekki þar. Mér til mikillar gleði þá tók ég eftir því að ástæðan fyrir því að ég féll var einungis klaufalegs eðlis, því ég hafði gert eina pínu ponsu villu í byrjun sem hafði áhrif á allt prófið.
Ég endaði því með forlátan þrist í einkunn og ætla því að fagna því með neyslu eins slíks núna á eftir !
Svo er maður ekki í vafa um það að Ungmennafélagið mitt verði ánægt með mig, því ekkert er betra en að standa undir nafni.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Ég er William Wallace. Samkvæmt niðurstöðum ofurhetjuprófsins sem ég var að taka þá er ég enginn annar en skeleggurinn hann Willian Wallace hinn skoski, sem gerði garðinn frægan í baráttum gegn Englandskonungi. Ekki amalegt það.
Hvaða ofurhetja ert þú ? created with QuizFarm.com |
Salatbars *** og 1/2
Það má með sanni segja að ég hafi gert mér glaðan dag í hádeginu í dag. Ég skellti mér á salatbarinn í Háskólanum á Akureyri með pompi og prakt. Ofneysla salats átti sér auðvitað stað því ég skóflaði vel á diskinn hjá mér, því ábótin er víst engin á þessum rómaða bar.
Ég verð nú að segja að ég var meira að segja nokkuð ánægður með diskinn hjá mér. Öll hlutföll tegunda vori í réttu magni og brögðuðust mjög vel, fyrir utan litlu tómatana en það var smá geymslubragð af þeim. Á heildina litið þá var þetta mjög góður salatbar og fær hann 3 og 1/2 af fimm mögulegum.

Keimlíkur var diskur Sigmars og þessum en bragðaðist sennilega betur.
Það má með sanni segja að ég hafi gert mér glaðan dag í hádeginu í dag. Ég skellti mér á salatbarinn í Háskólanum á Akureyri með pompi og prakt. Ofneysla salats átti sér auðvitað stað því ég skóflaði vel á diskinn hjá mér, því ábótin er víst engin á þessum rómaða bar.
Ég verð nú að segja að ég var meira að segja nokkuð ánægður með diskinn hjá mér. Öll hlutföll tegunda vori í réttu magni og brögðuðust mjög vel, fyrir utan litlu tómatana en það var smá geymslubragð af þeim. Á heildina litið þá var þetta mjög góður salatbar og fær hann 3 og 1/2 af fimm mögulegum.
Keimlíkur var diskur Sigmars og þessum en bragðaðist sennilega betur.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Verðbréf

Það er nóg um að vera í verðbréfabraskinu hjá mér þessa dagana. Gengi FL group er að rísa upp úr öllu valdi þannig að það má alveg eins að ég fari að kaupa KB banka með þessu áframhaldi.
Sjáið bara:
Hlutabréf
FL GROUP hf. 10.500,00 kr. 27,7 1,000000 ISK 290.850,00 kr.
Samtals eignir: 290.850,00 kr.
Ég á hlut upp á 10.500 krónur en get selt það fyrir 290.850 krónur í dag. Ekki amalegt það.
Magnað hvernig þessir hlutir virka.
Það er nóg um að vera í verðbréfabraskinu hjá mér þessa dagana. Gengi FL group er að rísa upp úr öllu valdi þannig að það má alveg eins að ég fari að kaupa KB banka með þessu áframhaldi.
Sjáið bara:
Hlutabréf
FL GROUP hf. 10.500,00 kr. 27,7 1,000000 ISK 290.850,00 kr.
Samtals eignir: 290.850,00 kr.
Ég á hlut upp á 10.500 krónur en get selt það fyrir 290.850 krónur í dag. Ekki amalegt það.
Magnað hvernig þessir hlutir virka.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Helgin sem leið...
Ég hugsa að best sé að stikkorða helgina sem leið, ég er ekki í milu stuði til þess að skrifa mikið.
Föstudagur
* Spennti músaboga
- þruskið var farið að fara í pirrurnar á mér
* Horfði á Star Wars 3 með Binna bróðir
- var alveg hrikalega spenntur allan tímann
Laugardagur
* Kom að vettvangi morðs
- Músin hafði komist í suðusúkkulaðið sem ég egndi fyrir henni. (Set inn myndir seinna af greyinu)
* Las heilmikið í ritum Karli Marxs
- Án þess þó að skilja það
* Skrapp á þorrablót með mömmu, ömmu og Guðmundi
- Þar byrjaði kjaftæðið
* Skrapp á Vélsmiðjuna með mömmu, ömmu og Guðmundi (Binni kom við seinna)
- Þar hófst ölvunin, hjá mömmu, ömmu og Guðmundi (já ömmu líka )
* Var bílstjóri kvöldsins
- Skemmti mér konunglega yfir ölvun hópsins (Binni sofnaði m.a. á leiðinni heim)
* Fór alltof seint að sofa
- Lið komst ekki heim fyrr en um 5 leytið
Sunnudagur
* Fótbolti
- var samt hálf þunnur frá því deginum áður, sennilega af ofneyslu kaffis.
* Kvöldmatur hjá mömmu
- Tveim sjálfboðaliðum var boðið í plokkfisk
* vídeogláp
- Horfði á "Liliya 4-ever". Fór næstum því að grenja í lok myndarinnar.
Svona var nú þessi helgi hjá mér í hnotskurn. Ég var með stafræna myndavél á mér einhvern hluta helgarinnar, þannig að það má búast við einhverjum myndum ef ég verð ekki of latur.
Ég hugsa að best sé að stikkorða helgina sem leið, ég er ekki í milu stuði til þess að skrifa mikið.
Föstudagur
* Spennti músaboga
- þruskið var farið að fara í pirrurnar á mér
* Horfði á Star Wars 3 með Binna bróðir
- var alveg hrikalega spenntur allan tímann
Laugardagur
* Kom að vettvangi morðs
- Músin hafði komist í suðusúkkulaðið sem ég egndi fyrir henni. (Set inn myndir seinna af greyinu)
* Las heilmikið í ritum Karli Marxs
- Án þess þó að skilja það
* Skrapp á þorrablót með mömmu, ömmu og Guðmundi
- Þar byrjaði kjaftæðið
* Skrapp á Vélsmiðjuna með mömmu, ömmu og Guðmundi (Binni kom við seinna)
- Þar hófst ölvunin, hjá mömmu, ömmu og Guðmundi (já ömmu líka )
* Var bílstjóri kvöldsins
- Skemmti mér konunglega yfir ölvun hópsins (Binni sofnaði m.a. á leiðinni heim)
* Fór alltof seint að sofa
- Lið komst ekki heim fyrr en um 5 leytið
Sunnudagur
* Fótbolti
- var samt hálf þunnur frá því deginum áður, sennilega af ofneyslu kaffis.
* Kvöldmatur hjá mömmu
- Tveim sjálfboðaliðum var boðið í plokkfisk
* vídeogláp
- Horfði á "Liliya 4-ever". Fór næstum því að grenja í lok myndarinnar.
Svona var nú þessi helgi hjá mér í hnotskurn. Ég var með stafræna myndavél á mér einhvern hluta helgarinnar, þannig að það má búast við einhverjum myndum ef ég verð ekki of latur.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Týndi hlekkurinn !
Ég var að komast að því að Sigurður Sindri Stefánsson hefði verið hlekklaus hér á síðunni. Það er nú búið að kippa því í liðinn, þannig að áhugasamir geta lesið allt um ævintýri Sigurðs á Internetinu !

Sigurður verður nú að teljast með myndarlegri mönnum sem hafa komist inn á síðuna hans Sigmars
Ég var að komast að því að Sigurður Sindri Stefánsson hefði verið hlekklaus hér á síðunni. Það er nú búið að kippa því í liðinn, þannig að áhugasamir geta lesið allt um ævintýri Sigurðs á Internetinu !
Sigurður verður nú að teljast með myndarlegri mönnum sem hafa komist inn á síðuna hans Sigmars
Framburður
Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir einni auglýsingu fyrir Bónus Vídeó sem kom mér í vont skap. Þulurinn fór ad tala um að Martin Lawrence væri að leika skemmtilegan "hrokkagikk" í einhverri mynd sem var verið að auglýsa.
Ekki veit ég hvað hrokkagikkur er, en það var það sem maðurinn sagði. Er hann að tala um að Martin Lawrence myndi leika hrokkinn hærðan oflátung eða hvað ?
Eitt er víst að ég veit hvað hrokagikkur og það kemst sennilega nærri lagi um lýsingu á persónu Martins Lawrences í umræddri kvikmynd. Ég trúi því frekar að Martin sé að leika hrokafullan mann heldur en hrokkin hærðan.
Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir einni auglýsingu fyrir Bónus Vídeó sem kom mér í vont skap. Þulurinn fór ad tala um að Martin Lawrence væri að leika skemmtilegan "hrokkagikk" í einhverri mynd sem var verið að auglýsa.
Ekki veit ég hvað hrokkagikkur er, en það var það sem maðurinn sagði. Er hann að tala um að Martin Lawrence myndi leika hrokkinn hærðan oflátung eða hvað ?
Eitt er víst að ég veit hvað hrokagikkur og það kemst sennilega nærri lagi um lýsingu á persónu Martins Lawrences í umræddri kvikmynd. Ég trúi því frekar að Martin sé að leika hrokafullan mann heldur en hrokkin hærðan.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Myndaalbúm
Ég er samt í smá vandræðum með myndaalbúmið mitt, það vill ekki leyfa að hlekkja á myndir frá sinni síðu, þannig að ég get ekki birt myndir á síðunni.
Ekki vitið þið lesendur góðir um góða fría (auðvitað) myndasíðu sem breytir ekki stærð myndanna sem maður er með ?
Ég er að verða sköllóttur á þessu !
Ég er samt í smá vandræðum með myndaalbúmið mitt, það vill ekki leyfa að hlekkja á myndir frá sinni síðu, þannig að ég get ekki birt myndir á síðunni.
Ekki vitið þið lesendur góðir um góða fría (auðvitað) myndasíðu sem breytir ekki stærð myndanna sem maður er með ?
Ég er að verða sköllóttur á þessu !
Myndaalbúm eitt komið í lag !
jæja, nú er maður búinn að sitja sveittur yfir fjárans tölvunni og setja inn nokkrar gamlar myndir frá mínu ástkæra Lettlandi. Fyrir valinu voru nokkrar myndir frá Barnaheimilinu í Selga þar sem ég var að vinna, en þar eru um 35 börn að staðaldri.
Þetta er samt aðallega gert fyrir krakkana þar úti, því þeim þótti ægilega gaman að sjá sjálf sig á Internetinu, en gjérið þið svo endilega vel líka !
jæja, nú er maður búinn að sitja sveittur yfir fjárans tölvunni og setja inn nokkrar gamlar myndir frá mínu ástkæra Lettlandi. Fyrir valinu voru nokkrar myndir frá Barnaheimilinu í Selga þar sem ég var að vinna, en þar eru um 35 börn að staðaldri.
Þetta er samt aðallega gert fyrir krakkana þar úti, því þeim þótti ægilega gaman að sjá sjálf sig á Internetinu, en gjérið þið svo endilega vel líka !
mánudagur, febrúar 06, 2006
Myndarlegur
Í tilefni þess að ég skuli myndast svo vel þá ákvað ég að birta mynd af mér frá síðastliðnu sumri. Myndin er tekin í Vilanova í la Geltrú, sem er lítill bær sunnan af Barcelona.
Búast ef til vill við fleiri myndum á næstunni þar sem ég er að vinna hörðum höndum að því að hlaða inn nýjum myndum á nýja myndasíðu.
Þetta geri ég eingöngu fyrir lesendur mína og til gamans geta þá er ég að fórna mikilvægum tíma til náms fyrir þetta krefjandi verkefni, sem ég vona að lesendur kunni að meta.

Drengurinn er gullfallegur, sama hvað er !
Í tilefni þess að ég skuli myndast svo vel þá ákvað ég að birta mynd af mér frá síðastliðnu sumri. Myndin er tekin í Vilanova í la Geltrú, sem er lítill bær sunnan af Barcelona.
Búast ef til vill við fleiri myndum á næstunni þar sem ég er að vinna hörðum höndum að því að hlaða inn nýjum myndum á nýja myndasíðu.
Þetta geri ég eingöngu fyrir lesendur mína og til gamans geta þá er ég að fórna mikilvægum tíma til náms fyrir þetta krefjandi verkefni, sem ég vona að lesendur kunni að meta.
Drengurinn er gullfallegur, sama hvað er !
laugardagur, febrúar 04, 2006
Heiðarleg tilraun
Ég brunaði upp í skóla í dag og ætlaði svo aldeilis að fara að læra enda var ég kominn í smá stuð eftir morgun/hádegismatinn.
En allt kom fyrir ekki. Eins og venjulega og ég endaði bara með því að fara á Internetið sem dró niður allan lærdómshug úr mér.
Þetta er farið að koma furðu oft fyrir mig þessa dagana... En samt er letin að læðast úr manni.
Ég hef það mér nú til málsbóta að fyrir svona tveim árum síðan þá hefði mér einu sinni ekki dottið það í hug að fara að læra á laugardegi ! Tja, jafnvel fyrir tveim vikum síðan þá hefði ég einu sinni ekki nennt að hugsa um það að fara að læra á laugardegi.
Batnandi mönnum er víst best að lifa.
Ég brunaði upp í skóla í dag og ætlaði svo aldeilis að fara að læra enda var ég kominn í smá stuð eftir morgun/hádegismatinn.
En allt kom fyrir ekki. Eins og venjulega og ég endaði bara með því að fara á Internetið sem dró niður allan lærdómshug úr mér.
Þetta er farið að koma furðu oft fyrir mig þessa dagana... En samt er letin að læðast úr manni.
Ég hef það mér nú til málsbóta að fyrir svona tveim árum síðan þá hefði mér einu sinni ekki dottið það í hug að fara að læra á laugardegi ! Tja, jafnvel fyrir tveim vikum síðan þá hefði ég einu sinni ekki nennt að hugsa um það að fara að læra á laugardegi.
Batnandi mönnum er víst best að lifa.
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Enginn tími
Þið eruð alveg rosalega óheppin í dag því ég var að fara að skrifa eittvað skemmtilegt um orðnotkun íslendinga en tók þá eftir því að handboltaleikur mill Íslands og Rússlands var að fara byrja, þannig að ég hef ekki með nokkru móti tíma til þess að skrifa eitt né neitt um orðanotkun okkar.
Bíðum betri tíma.
Látum hendur standa fram úr ermum ! Koma svo strákar !
Þið eruð alveg rosalega óheppin í dag því ég var að fara að skrifa eittvað skemmtilegt um orðnotkun íslendinga en tók þá eftir því að handboltaleikur mill Íslands og Rússlands var að fara byrja, þannig að ég hef ekki með nokkru móti tíma til þess að skrifa eitt né neitt um orðanotkun okkar.
Bíðum betri tíma.
Látum hendur standa fram úr ermum ! Koma svo strákar !
mánudagur, janúar 30, 2006
föstudagur, janúar 20, 2006
Hvar er ritgerðin ?
Ég fékk skýringu á lágri einkunn í ensku frá kennaranum mínum í gær. Svo virðist sem ensku ritgerðin mín um bros Mónu Lísu hafi aldrei komið sér til skila en allavegana þá þóttist ensku kennarinn minn ekki kannast við að hafa fengið ritgerðina upp í hendurnar á sér, jafnvel þó svo að ég hafi skilað ritgerðinni.
En með sjarmerandi brosi og þokkafullri framkomu þá tókst mér að sannfæra kennarann um að taka við ritgerðinni og fara yfir hana og væntanlega gefa mér einkunn sem hefur áhrif á lokaeinkunnina mína í ensku.
Þannig að meðaleinkunnin mín kemur til með að hækka eitthvað lítillega með hækkandi sól, ekki amalegt það.

Leyndardómar Mónu halda áfram að birtast í hinum ótrúlegustu myndum enn þann dag í dag. Dan Brown hefur þegar sett í samband við Sigmar um þetta dularfulla atvik. Búast má við uppkasti af sögunni í Maí.
Ég fékk skýringu á lágri einkunn í ensku frá kennaranum mínum í gær. Svo virðist sem ensku ritgerðin mín um bros Mónu Lísu hafi aldrei komið sér til skila en allavegana þá þóttist ensku kennarinn minn ekki kannast við að hafa fengið ritgerðina upp í hendurnar á sér, jafnvel þó svo að ég hafi skilað ritgerðinni.
En með sjarmerandi brosi og þokkafullri framkomu þá tókst mér að sannfæra kennarann um að taka við ritgerðinni og fara yfir hana og væntanlega gefa mér einkunn sem hefur áhrif á lokaeinkunnina mína í ensku.
Þannig að meðaleinkunnin mín kemur til með að hækka eitthvað lítillega með hækkandi sól, ekki amalegt það.
Leyndardómar Mónu halda áfram að birtast í hinum ótrúlegustu myndum enn þann dag í dag. Dan Brown hefur þegar sett í samband við Sigmar um þetta dularfulla atvik. Búast má við uppkasti af sögunni í Maí.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Kalt !
Það voru engin -4 stig á celsius í morgun þegar ég hjólaði í skólann, það var miklu meira !
Helvítis veðurstofa, mér var kalt í morgun og verð sennilega aftur kalt þegar ég hjóla heim.
Hvernig væri að spá þannig að maður geti nú planað fötin kvöldið áður en maður fer út ?
Jæja, best að hysja upp um sig stuttbuxurnar og hlýrabolinn og hætta þessu væli og fara að koma sér heim.
Það voru engin -4 stig á celsius í morgun þegar ég hjólaði í skólann, það var miklu meira !
Helvítis veðurstofa, mér var kalt í morgun og verð sennilega aftur kalt þegar ég hjóla heim.
Hvernig væri að spá þannig að maður geti nú planað fötin kvöldið áður en maður fer út ?
Jæja, best að hysja upp um sig stuttbuxurnar og hlýrabolinn og hætta þessu væli og fara að koma sér heim.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Þreyttur eða breyttur ?
Alveg síðan ég vaknaði á nýársdag í jakkafötunum mínum einhversstaðar í Noregi þá hef ég verið þreyttur. Nú, rúmlega hálfum mánuði seinna þá er ég ennþá að geispa fram eftir degi og er að kljást við óstjórnanlega þreytu.
Svona til gamans þá hef ég ákveðið að setja saman lista yfir hugsanlegar ástæður fyrir þessari síþreytu minni sem ætti að geta varpað ljósi á þennan slappleika minn.
* Skammdegisþunglyndið hefur náð mér.
* Ég svef allt of illa eða of laust.
* Draumur minn um nornina um daginn heldur fyrir mér vöku á nóttunum.
* Næringarskortur á fyrstu dögum nýs árs vegna ömmuleysis.
* Sjokkið við að nýtt ár sé gengið í garð kom mér í opna skjöldu.
* Kvennmannsleysi er farið að hrjá mig.
* Ég vakna alltaf of snemma.
* Ég fer alltaf of seint að sofa.
Þetta eru allt góðir punktar um síþreytu mína en það er spurning hvort aðalástæðan sé ekki sú síðastnefnda í listanum, ég sjálfur hallast allavegana mest að því.
Alveg síðan ég vaknaði á nýársdag í jakkafötunum mínum einhversstaðar í Noregi þá hef ég verið þreyttur. Nú, rúmlega hálfum mánuði seinna þá er ég ennþá að geispa fram eftir degi og er að kljást við óstjórnanlega þreytu.
Svona til gamans þá hef ég ákveðið að setja saman lista yfir hugsanlegar ástæður fyrir þessari síþreytu minni sem ætti að geta varpað ljósi á þennan slappleika minn.
* Skammdegisþunglyndið hefur náð mér.
* Ég svef allt of illa eða of laust.
* Draumur minn um nornina um daginn heldur fyrir mér vöku á nóttunum.
* Næringarskortur á fyrstu dögum nýs árs vegna ömmuleysis.
* Sjokkið við að nýtt ár sé gengið í garð kom mér í opna skjöldu.
* Kvennmannsleysi er farið að hrjá mig.
* Ég vakna alltaf of snemma.
* Ég fer alltaf of seint að sofa.
Þetta eru allt góðir punktar um síþreytu mína en það er spurning hvort aðalástæðan sé ekki sú síðastnefnda í listanum, ég sjálfur hallast allavegana mest að því.
mánudagur, janúar 16, 2006
Sigmar síþreytti
Ekki get ég nú sagt það að ég hafi nú hvílst vel um helgina, sem leiðir til þess að ég verð þreyttur og úrillur í skólanum.
Ekki bætti það úr skák að ég fór á fótboltaæfingu á sunnudaginn sem skildi eftir sig lúinn líkama og fullan af strengjum.
En það er samt gaman að minnast á það að sólin skein hér norðan heiða í gær sem og í dag sem lyfti brúninni óneitanlega mikið, þetta er allt að koma !
Ekki get ég nú sagt það að ég hafi nú hvílst vel um helgina, sem leiðir til þess að ég verð þreyttur og úrillur í skólanum.
Ekki bætti það úr skák að ég fór á fótboltaæfingu á sunnudaginn sem skildi eftir sig lúinn líkama og fullan af strengjum.
En það er samt gaman að minnast á það að sólin skein hér norðan heiða í gær sem og í dag sem lyfti brúninni óneitanlega mikið, þetta er allt að koma !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)