laugardagur, apríl 29, 2006

Fermingarveisla og át

Eftir að hafa úðað í mig sætabrauði og smurðu í fermingarveislu hjá frænda mínum, þá verð ég að segja að mér líði ekki allt of vel.

Ekki það að kökurnar hafi verið slæmar heldur var neyslan fullmikil ef svo mætti segja.

Dísætt brauð með þreföldu súkkulaðikremi, tvísykruðum marens og fjórföldum skammti af rjóma varð á vegi mínum, sem ég varð einfaldlega að éta.

Það er náttúrulega skemmst frá því að segja að ég fór auðvitað fleiri en eina ferð og fleiri en tvær að kökuborðinu.

Guði sé lof að ég fari ekki í fleiri veislur því það er ósköp einfalt að ég myndi éta á mig gat og drepast úr offitu fyrir aldur fram. Það mæti líkja mig við hrafna, því þegar þeir komast í æti þá éta þeir þangað til að þeir koma ekki meira niður.

Sú varð raunin hjá mér í dag.


Feitur og sköllóttur. Það er víst framtíð Sigmars ef átveislan heldur áfram.

föstudagur, apríl 28, 2006

Hva, er komið sumar ?

17 gráður á selsíus í dag, ekki slæmt.

Verst bara hvað það var hvasst...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Eggjahljóð

Mér til mikillar hryllingar áðan, þá heyrði ég í einum forláta þresti syngja hástöfum upp í einu tréi sem var á vegi mínum. Þá uppgvötaði ég það tímabil eggjahljóðs hjá þessum litlu greyum er gengið í garð.

Þannig að ég mun fastlega búast við þessi litlu kvikindi geri sér ferð í garðinn í Brautarhóli og leyfi mér að njóta þessarar undurfagra söngs sem þeir syngja um hánótt eða alltof snemma morguns.

Nágrannar Brautarhóls mega því ekki kippa sér við ef þeir sjá mjög geðstirðan einstakling á brókinni einni saman, kastandi steinum í átt að öspunum í garðinum með viðeigndi blótsyrðum og formælingum.


Þrestirnir munu væntanleg ekki eiga sjö dagana sæla ef þeir byrsta rödd sína á lóðum Brautarhóls. Mjög svo svefnsár maður mun væntanlega eiga í harðri baráttu um völdin á jarðeigninni á með eggjahljóðum stendur.

mánudagur, apríl 24, 2006

Áttu miða ?

Ég er að hugsa um að reyna að skella mér á úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni en mig vantar miða.

Ef þú, lesandi góður, lumar á tveim miðum sem þú hyggst ekki að nota, þá máttu endilega koma þeim í hendurnar á mér.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar !

Sumrinu var fagnað á viðeigandi hátt í gær. Ekki sögunni um það meir.


Sólin skein skært þegar hún kíkti yfir fjöllin í Eyjafirðinum, enda var sólin í góðu stuði því sumarið var gengið í garð.

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafrí

Ég get ekki sagt að páskafríið hafi farið eins og það átti að fara, sérstaklega ekki laugardagurinn og sunnudagurinn.

Eftir miklar vangaveltur var ákveðið á laugardeginum að taka þá pólitísku ákvörðun að fara ekki að læra, heldur vakna seint og flatmaga fyrir framan sjónvarpið. Að vísu neyddist ég að fara í buxur fyrir rest því ég mæli mér mót við fjóra útlendinga niðrí bæ. Þar var sötrað kaffi og svo farið og horft á samhliða svig í gilinu.

Sunnudagurinn var ekkert skárri. Þó var gerð heiðarleg tilraun til náms en hún fór auðvitað forgörðum.

Ég er búinn að komast að því að það er ekki hægt að klára verkefni í skólanum tímanlega, ég verð að bíða með þangað til á seinasta sjéns.

föstudagur, apríl 14, 2006

Hver kjaftaði frá ?

Ég skil ekkert í einu. Ég er alltaf að fá póst frá hinum og þessum í tölvupóstinn minn með skilaboðum eins og "uneed love" "longer harder erection" "penis enlargment" og svo framvegis.

Hvernig í fjáranum vita þau þetta ?

Nú þarf maður að fara að ræða við strákana í sturtuklefanum og tjékka á hver það er sem er að blaðra þessu út um allar trissur!

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskafrí

Það má með sanni segja að páskafríið hjá manni sér byrjað, ekkert nema afslöppunin ein.

Í gær fór ég út að borða með tveim stelpum frá Grenivík en þær voru nokkuð hressar. Götugrillið varð fyrir valinu þannig að kvöldið var með indversku ívafi.

Svo var haldið heim á leið og skellt sér í vídeógláp en enginn annar en Harry Potter varð fyrir valinu. Stelpurnar voru bara nokkuð ánægðar með myndina að ég held.

Já, það þarf lítið til að skemmta ömmu og mömmu.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Lífið leikur við mig !

Jæja, nú er verðbréfabraskið hjá mér í gegnum tíðina farið að borga sig upp, því ég var að fá greiddan út arð!

Úr heimabanka:
Dagsetning Vaxtad. Tilvísun Skýring Texti Upphæð Staða
07.04.2006 Frá VS: Arður 6012730129 FL GROUP hf 9.828,00 kr.

Nú er maður að gera það gott, arðurinn hefur tæplega tvöfaldast frá síðasta ári.

Spurning um að fara að skoða heimabíókerfi og jeppa ?


Þessi færsla var í boði FL GROUP
Annríki

Ég er ekki frá því að það sé mikið að gera hjá manni þessa síðustu og verstu daga. Prófin eru víst á næsta leyti en bækurnar eru alllar rykfallnar heima í kjallara.

Spurning um að fara í bíó ?

mánudagur, apríl 10, 2006

Próf


Hér má sjá dreifingu sjónvarpsgláps krakka í 5 & 6 bekk árið 1997. Minnsta gildi er 0 og hæsta er 64.

Þetta er gögnin sem maður er að vinna með í aðferðarfræði en prófið í dag var einmitt um dreifingreiningu.

Geggjað stuð.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er ekki að nenna þessu...

Það er alveg merkilegt hvað ég er latur núna. Ég er núna í þeim gírnum að nenna bara að sitja heima og lesa en ekki að gera neitt annað.

Það er pínu vandamál því ég þarf að skila inn skýrslu á morgunn og svo að byrja á ritgerð bráðum.

Best væri bara ef ég gæti bara setið og lesið og tengt mig við tölvu og skilað inn upplýsingunum sem koma inn um leið og ég les.

Það er leiðinlegt að þurfa að skila inn einhverju um það sem maður hefur lesið um.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Prófatími...

Það er alveg merkilegt hvað ég er rólegur yfir prófunun núna, allt að fara að gerast og mér finnst að ég hafi allan tímann í heiminum.

Spurning hvort maður bregði sér ekki í bíó í kvöld ?

Það verður annaðhvort bíó eða skýrslugerð í aðferðarfræði. Báðir kostirnir hljóma vel en ég held að skýrslugerðin verði fyrir valinu.

mánudagur, apríl 03, 2006

Tíminn líður

Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt á næturvöktum þegar maður er að gera bókstaflega ekki neitt.

Lærdómurinn hefur samt eitthvað látið á sér standa yfir helgina þrátt fyrir að nægur tími hefur verið fyrir stafni.

Ég læri samt heilann helling. Til dæmis þá tók ég eftir því að það byrjar að birta hérna á Akureyri upp úr fimm ! Merkilegt nokk.
Á internetinu er þetta helst

Var að finna frétt um mig á internetinu fyrir algjöra tilviljun. Mér leiddist pínu á næturvakt og hafði nákvæmlega ekkert að gera, þannig að ég sló inn nafnið mitt á google.com til að forvitnast um afdrep mín á internetinu. Mér til mikillar skemmtunar þá fann ég þessa frétt á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri. Ekki skemmdi það fyrir að yfirvaraskeggið fékk að njóta sín á internetinu, því mynd var látin fylgja með fréttinni.


Hér sést Sigmar ásamt Önnu Lúðvíksdóttur á góðri stund í kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Nýr hlekkur

Eftir að hafa verið kosinn bloggari mars mánaðar, fyndnastur og svo ljúfastur á menningarvef Stellu Kristjánsdóttur Beekman, þá hef ég ákveðið að launa frúnni með einu stykki hlekk yfir á síðuna hennar. Hún á það vel skilið, enda sú eina sem heldur úti vef af systrunum fjórum en Stella er sú yngsta í röðinni og jafnframt sú tæknivæddasta.

Njótið vel.


Stella hefur getið gott orð á sér á internetinu í gegnum árin, því er kominn tími á að hún njóti hylli almennings. Myndin er tekin af gaganskrá Lögreglunnar í Reykjavík.
Fyndið

föstudagur, mars 24, 2006

Með allt á heilanum

Það er alveg merkilegt með mig hversu auðvelt ég á með að fá lög á heilann. Ekki nóg með það þá fara lögin ekki úr kollinum á mér fyrr en eftir einn til tvo daga.

Þetta getur verið einstaklega hvimleitt þar sem þetta er farið að ræna mig svefni á kvöldin þegar ég er að fara að sofa.

Ég held að ég þurfi að finna einhver ráð til þess að slökkva á sem mestri heilavirkni áður en ég fer að sofa.

Einhverjar hugmyndir ?

fimmtudagur, mars 23, 2006

Smá pæling

Ætli hommar geti verið karlrembur ?


Elskendurnir Gunnar Þór Heimisson og Brjánn Atlason hafa velt vöngum sínum um þetta málefni í þónokkra tíð.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ýsa skvísa


Heimkynni ýsu eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hún í Norður-Íshafi og Barentshafi og allt suður í Biskajaflóa. Við Grænland er hún sjaldséð en í Norðvestur-Atlantshafi er hún frá Nýfundnalandi til Hatterashöfða í Bandaríkjunum.

Við Ísland er ýsan allt í kringum landið. Mun meira er um hana við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er og mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni.

Fæða ýsunnar er margbreytileg. Ýsuseiðin éta einkum ýmis smákrabbadýr eins og ljósátu, rauðátu. Fullorðin ýsa étur ýmis konar fiskmeti, mest loðnu. Hún étur og botndýr eins og krabba og lindýr. Smáfiska eins og sandsíli, smásíld og spærling étur hún einnig, sem og rækju, fiskseiði, síldarhrogn og fleira. Mörg rándýr leggjast á ýsuna. Þar má nefna háf, þorsk, löngu, lúðu og fleiri stóra fiska. Selir og smáhveli láta hana ekki heldur í friði.

Fyrstu æviár sín vex ýsan tiltölulega hratt. Hún getur verið orðin um 20 cm þegar hún er eins árs og á öðru aldursári rúmlega 30 cm. Lengd ýsu eftir aldri er nokkuð mismunandi eftir því hvort hún elur aldur sinn í hlýja sjónum sunnanlands eða þeim kalda norðanlands. Einnig verða ýsur í hlýja sjónum fyrr kynþroska en þær í kalda sjónum. Yfirleitt verður hún kynþroska 3-4 ára gömul. Ýsan getur orðið a.m.k. 15 ára gömul en það er hæsti aldur sem greindur hefur verið á ýsu af Íslandsmiðum.

Bara fyrir þá sem vildu fá að vita þetta.