mánudagur, ágúst 23, 2004

Réttar eða Rangar áherslur ?

Ég var á internetinu núna í morgun, og rambaði inn á útlenska síðu sem ég fann með hjálp google leitarvefsins. Á þessari síðu er kort af íslandi sem er svo sem ekkert frásögum færandi nema hvað, að Þetta kort af íslandi er svoltið skrýtið. Ef þið skoðið kortið nánar, þá sýnir það "helstu" staði landsins, ef frá er talið austurland, eða öllu heldur Norðausturland. Á norðausturhluta kortsins eru skráðir inn tveir staðir, tveir staðir af öllu norðausturlandi. Eins og glögglega má sjá hér þá eru þessir staðir ekki þessir "venjulegu" staðir sem þú setur á kort. En með fullri virðingi fyrir Njarðvík og Húsavík eystri, þá eru þetta ekki samt staðir sem þú setur inn á kort til þess að auðkenna norðausturhorn íslands.

Ætli landmælingar viti af þessu ?

Dæmi hver um sig.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Kex...

Hvað er kex ? hver er munur kexs og smákökurs ? Hvenær urðu menn kexruglaðir ? Er kex afleiðing alþjóðavæðingar heimsins ? Eru smákökurnar að víkja undan fjöldaframleiddu erlendu kexi ? Hvernig túlkar maður kex ?

...eða smákökur.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ný og bætt heimasíða !

Nú í dag 19 ágúst 2004 hefur heimasíðan www.landmandinn.blogspot.com verið uppfærð sem um munar ! Nýr tengill hefur bæst í safni á þessar stórmagnaðri síðu og mun það vera hún Þórey Kristín Þórisdóttir, a.k.a. Þórey Eskfirðingur, a.k.a. bumbey, a.k.a. Superwoman. Þórey þekki ég frá mínum yngri árum í menntaskólanum á Egilsstöðum. Sú þekking var bara af hinu góða og gaman var að hitta hana aftur á internetinu.
Hlekkurinn á síðuna er http://bumbey.blogdrive.com/ Þessar rótæku breytingar á síðunni koma í kjölfar sigurs íslendinga á ítölum í vináttulandsleik í knattspyrnu miðvikudaginn 18 ágúst 2004. Vanaföstum fastagestum er beðið velvirðingar á þessu umbroti á síðunni og eru beðnir um að leita ekki á slóðir annara dagbókarsmiða á internetinu.



Þórey Kristín eskfirðingur á góðri stundu á internetinu.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

fögnum þynnkudeginum mikla !

Í dag 15 ágúst 2004 er alþjóðlegur þynnkudagur í alheiminum. Vil ég þá hvetja sem flesta að taka þátt og skemmta sér saman í þynnkunni í dag. Lengi lifi þynnkan !


Reyðfirðingurinn Baldur Smári Sæmundsson sagði við mig í samtali í dag að hann ætlaði að halda daginn hátíðlegan með miklu pompi og prakt. Eins og sést þá er Baldur einstaklega þunnur í dag.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Tilvistarkreppa...

Ég er farinn að hafa áhyggjur af Því að ég sé sá eini sem er að skoða þessa síðu, allavega þá hreyfist teljarinn minn voðalega lítið, það lítið að ég tek eftir því að ég er sá eini sem hreyfi við honum.

Þannig að, lesendur góðir, væruð þið til í að setja inn athugasemd með nafni og hvatningarorðum svo að ég fíleflist í skrifum mínum um ævintýri heimsins.

Einnig vil ég benda á myndina af mér þarna til hægri (þessi svarthvíta flotta), en hún er einmitt tengill inn á gestabókina mína. Ég á að vísu eftir að merkja hana betur, en þetta er skemmtilegt svona líka.

Og koma svo...

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Suma daga ætti að banna. Dagur 2

Nú er maður búinn á því. Enn og aftur eru 27 gráðu hiti, og það er, eins og áður segir, einfaldlega of heitt. Ég er kominn með puttana á síman og er við það að fara að hringja í Bjartmar og skamma hann !


Hér má sjá ástandið á almennum íslendingi um þrjú leytið í dag. Myndin er af Hallgrími Skúlasyni letingja frá Fellabæ.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Suma daga ætti að Banna !

Í dag 10 ágúst á því herrans ári 2004 er bara alltof heitt ! 27° á Celsíus er bara of mikið. Þannig að ég vil gjarnan koma þeim tilmælum til veðurstofu íslands að hætta að koma með svona rosalegar hitabylgjur, 20-24° á celsíus er fínt, látum þar staðar numið. Fyrir þá sem sætta sig ekki við þessi tilmæli, þá bendi ég þeim á að hypja sig bara burt til Spánar.

Ég er jafnvel farinn að halda að Bjartmar Guðlaugsson hafi verið að fara með fleypur þegar hann söng um engisprettufaraldurinn, það er bara ekkert of kalt !

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Er málið að fara að brjóta einhverja glugga ?

Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggakerfið í tölvunni minni. Ég glugga í gegnum síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann í gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna.

Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glugga opna í einu, þá kemur bara upp ólögleg aðgerð í gluggum...


Ég held ég sé orðinn gluggaður.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Stuð á Akureyri.

Núna um síðustu helgi (verslunarmannahelgi) þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af mér. Ástæðan var lítilvægleg en ég var víst að kveikja eld á stað þar sem ég mátti ekki gera það, nánar tiltekið á miðju Ráðhústorgi. Lögreglan kom að eldinum slökkti í honum með því að stappa ofan á honum og avítti mig síðan og sagði, orðrétt; "Reyndu svo að þroskast". Ég tel mig hafa verið mjög þroskaðan með því að halda kjafti og segja ekki neitt og bíða með að kveikja eldin aftur þangað til að löggan var farin. Í raun var þetta athæfi mitt ekki mér að kenna, heldur greyið stráknum sem gleymdi úlpunni sinni á ráðhústorginu.


Hér má sjá lögregluna á Akureyri taka á vandamálum nýliðinnar helgi á Ráðhústorgi hins himneska friðar.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Google er merkilegt fyrirbæri.

Það má með sanni segja að töfrar internetsins tengi saman ólíka menningarheima jarðarinna með aðgengi sínu að víðförlu upplýsinganeti sínu á þessum stafrænu dögum veraldinnar. Eftir að ég sló upp leitarorðinu "Sigmar" á Google leitarvélinni, þá komst ég í samband við nafna minn í Ghettóhverfum í henni stóru Ameríku. Þetta þykja miklar gleðifregnir, enda ekki mikið um góða "Sigmara" á hverju strái. Sigmar hinn Ameríski fagnaði mjög fregnum þess efnis að svo mjög gervilegur maður á Íslandi skyldi halda uppi heiðri "Sigmarsins" og hyggst kynna "Sigmarinn" þann íslenska í Ameríku. Þegar er búið að hafa samband við auglýsingastofu AT&T vegna verkefnissins.


Hér má sjá hinn Ameríska Sigmar (tv) í góðu yfirlæti með vini sínum Derick(th).

mánudagur, júlí 19, 2004

Bandý Brjálæði í Banastuði

Núna um síðust helgi var haldið íslandsmeistaramót í Bandý hér á Egilsstöðum um helgina og að sjálfsögðu tók ég þátt, enda frægur fyrir að vera Bandý Bandítí.  Að sjálfsögðu stóð ég undir nafni og sýndi andúð mína á "alltof góðu mönnunum" með því að tækla kolólega.  Ég biðst samt fyrirgefningar á þessu athæfi mínu, þótt það hafi verið alveg einstaklega fyndið.  Auðvitað gekk mínu liði umf Þristur, ekki sem skildi og við unnum ekki leik, en við vorum með, það er það sem skiptir máli.  Ég var í marki allan tíman, en skoraði eitt glæsilegt mark á móti "Utah" eða "fellbæingaliðunu" eins og þeir voru nú kallaðir. Þannig að ég fór sáttur heim, eftir frækilega framgöngu á íslandsmeistaramóti alheimsins.



Hér má sjá lið fellbæinga í miklum ham, en nokkrum andartökum síðar skoraði Sigmar Bóndi fallegasta mark mótsins.


fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mjólkurbú Flóamanna er ágætis Fyrirtæki.

Ég varð fyrir því óláni/láni fyrir skömmu að fá smá bónus með drykkjarjógúrtinu sem ég hafði með mér í nesti í vinnuna. Þetta var alveg fínasta jógúrt að öllu leyti nema einu. Þegar ég var að taka síðast gúlsopan, þá hallaði ég höfðinu vel aftur, alveg ólmur í hvern einn og einast dropa af jarðaberjajógúrtinu og fann hvernig þetta sæta bragð lék um bragðlaukana mína, þá fann ég fyrir einhverju skrýtnu upp í mér, það kom smá undrunarsvipur á mig, þar sem ég var búinn að borða allan þann harða mat sem ég hafði með mér. Eftir pælingar í drykklangastund, þá ákvað ég að kanna nánar hvað þetta eiginlega væri og seildist eftir þessu "skrýtna" í munninum á mér. Þegar ég var komin með "þetta" í hendurnar, þá sá ég að þetta var Bónus ! (enda var jógúrtin keypt í Bónus). Lítið plast brot úr samskonar dollu hafði læðst með í dolluna og upp í munninn minn. Ekki hlaut ég mikinn skaða af þessu stykki, en lét samt Mjólkurbúið vita af þessum aukahlut, og viti menn, haldiði ekki að Mjólkurbúið hafi verðlaunað mig með þessum skemmtilega fundi og splæst á mig heilli ostakörfu ! Ekki amalegt það.


Hér má sjá hina forlátu ostakörfu sem var í aðalvinning plastleiksins hjá Mjólkurbúi Flóamanna.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Mona Lisa er orðin Brjáluð !

Nokkuð undarlegar fréttir frá Lourve safninu í París bárust mér fyrir stuttu. Svo virðist sem að Mona Lisa væri orðin geggjuð á inniverunni á safninu. Jauqes Coastullé forvörður á safninu sagðist aldrei hafa séð svona lagað áður, einungis heyrt sögur af prakkarastrikum frá málverkum Súrrealismans á suðurdeild Lourve safnsins á fyrri hluta síðasta áratugars, enda var sú deild í ljósaperuskiptum þann tíma. Ekki er vitað hvers vegna Mona Lisa lætur svona núna, en helstu kenningar þess efnis hafa ekki verið kynntar fjölmiðlum ennþá.


Hér má Sjá Monu Lisu alveg snarklikkaða.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ha ? Hvað segirðu ? Geturðu talað hærra !

Í gær og í dag er ég heyrnalaus í vinstra eyra. Það er geðveikt cool, enda eru bara svalir menn sem heyra ekki nokkurn skapaðan hlut, sjáið bara t.d. Beethoven, hann var ofursvalur töffari á sínum tíma og það var gerð mynd um hann ! Ef það er ekki cool þá veit ég ekki hvað !

Ég talaði við læknir í hádeginu og hann gaf mér skýr og góð ráð. Ég á að sjá til með þetta fram yfir helgi og ef þetta heldur áfram, þá á ég að "heyra" aftur í honum... þar að segja ef vinstra eyrað verður í lagi.

Sendið mér svo sms, ég verð að fara venjast svoleiðis löguðu.

föstudagur, júlí 02, 2004

Stefán Gunnlaugsson frá Stóru Hvönn, Takk fyrir mig !

Ég, Sigmar Bóndi, vil þakka honum Stefáni kærlega fyrir mig. Stefán hefur í gegnum tíðina staðið sig mjög vel í framleiðslu sauðfjár í innsveitum Skagafjarðar. Til dæmis má nefna stórkostlega framleiðslu sem endaði sem hangiálegg í samlokunni sem ég smurði í nesti fyrir vinnuna í dag. Gefum Stefáni gott klapp.

Ærin Sibba með lambið sitt Surt. Surtur endaði nefninlega sem hangiálegg í samlokunni minni í dag.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Þetta er ömurlegt !

Afhverju þarf liðið sem maður er búinn halda með í gegnum allt Evrópumótið að tapa gegn ömurlegu liði !

Grikkland Sucks !

Grikkir spiluðu ömurlega leiðinlegan fótbolta allan leikinn og drulluðu boltanum inn á síðustu sekúndum í fyrri hálfleik framlengingar. Mikið rosalega getur maður orðið fúll út af svona.

Lífið er víst ekki sanngjarnt, en ég skal hefna mín fyrir hönd Tékka. Ég hef útbúið mynd sem mun flekka mannorð allra Grikkja í heiminum og ekkert mun stöðva mig ! Þar sem ég hef aðgang að heimum internetsins þá mun ég nýta krafta mína til að rægja Grikki. Þeim er nær að slá Tékka út úr Evrópukeppninni.


Hámenning á Austurlandi.

Bóndinn/Tröllið gerði sér glaðan dag í gær og fór á tónleika með stórhljómsveitinni Týr í gær og skemmti sér alveg konunglega. Það var ágætis mæting þrátt fyrir mjög slæma kynningu á tónleikunum (tók bara eftir einni auglýsingu á Egilsstöðum). Þetta eru alveg hreint magnaðir kappar og eru mjög kröftugir og flottir ! Ekki sakaði heldur að versla sér báða diskana með þeim og fá þá áritaða :-)



Magnað að fá svona menningu hingað austur !

miðvikudagur, júní 30, 2004

Er það málið að byrja að halda út dagbók á netinu aftur ? Það er að vísu búið að ansi langt stopp hjá mér, þrátt fyrir yfirlýsingar um að vera duglegri... En núna er maður kominn með ADSL heim í kjallarann, þannig að það ætti að verða smá breyting á því...

Sjáum til og bíðum spennt eftir niðurstöðunum

Der Bauer von Kunckelstiksterstraße 43

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Fyrir þá sem þora !!!

Ég er í svolittli klemmu núna... Svo virðist sem að ég nenni ekki að rita niður dagbókarfærslur, allavegan núna upp á síðkastið. En það stangast samt á við það sem ég er að gera núna. Þetta er stórfurðulegt mál.

Merkilegt nokk.

annars er komin ný frétt á thristur.net sem og ný könnun. Fólki er frjálst að vafra þangað inn, enda er enginn óvelkominn á net-slóðir Þristarmanna.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Létt og laggott

Eins og lesendir Heimsins í hnotskurns hafa eflaust tekið eftir þá hafa síðustu færslur í blogginu verið frekar stuttar. Það má rekja beint til niðurskurðar í heilbrigðisskerfinu, þar sem puttar tröllsins hafa ekki þá tryggingu lengur sem þeir höfðu.

En í ljósi þess að þessi niðurskurður á heilbrigðissviðinu mun ekki hafa bein áhrif á ritunarfærni og heilastarfsemi tröllsins, þá mun höfundur Heimsins í hnotskurns halda ótrauður áfram í skrifum sínum í nákominni framtíð.

Þess má nú þá geta að þessi dagbókarfærsla var, eins og Pétur Guðmundsson myndi segja, "Gjörsamlega" tilgangslaus, þar sem seinni dálkurinn stangast á við hinn, sem og að sá þriðji (þessi sem er verið að lesa núna) fer í að útskýra tilgangsleysi færslunar, sem gerir þetta að algjörum farsa með tilgangslausum upplýsingum.

Orð dagsins er "Öfugmæli". Ég mæli með því að fólk fletti því orði upp í orðabók og velti fyrir sér merkingu þess.