þriðjudagur, apríl 12, 2005

Skrytin byrjun...

Dagurinn i dag byrjadi mjog furdulega hja mer.

Thegar eg maetti i vinnua i dag, tha tok eg eftir thvi ad thad var verid ad brenna eitthvad einhversstadar, og thegar eg kom naer barnaheimilinu tha maetti eg Edgars (14) a hardahlaupum fra trjanum sem eru vid hlidina a heimilinu. Hann var eitthvad stressadur greyid og tha tok eg eftir thvi ad svona 30 metrum fra husinu var allnokkur sinubruni. Eg spurdi Egdgars hvort allt vaeri nu ekki i somanum, en hann svaradi thvi neitandi og hljop inn a heimilid.

Forvitni min dro mig ad eldinum og thar tok eg eftir Dima (16), eldri brodir Edgars vera ad reyna ad slokkva i eldinum med thvi ad tradka a honum, en audvitad var thad ekki a virka.

Thannig ad eg for inn i husid og greip med mer thadan thessa forlatu hrifu sem var i andyrinu, enda buinn ad sja fraedslu auglysingar fra eldvarnarradi i rikissjonvarpinu allnokkrum sinnum og med thad a taeru hvernig best vaeri ad slokkva slika elda. Reynsla fra yngri arum kom einnig vel ad notum i thessu tilviki.

Thannig ad eg let Dima fa hrifuna og tok adra sem la a jordinni skammt fra eldinum, thvi their voru ad raka saman spreki og brenna. Glod fra eldinum fauk i sinuna sem olli brunanum.

Eftir skamma stund tokst okkur i sameiningu ad na tokum a brunanum. Edgars kom svo skommu seinna med vatnsfotu sem hann hafdi farid eftir og thad hjalpadi mikid til vid staerstu logana.

En thad var samt mjog serstakt ad byrja daginn a slokkvistarfi...


Sigmar Bondi, thokkalega med eldvarnirnar a hreinu !

mánudagur, apríl 11, 2005

Nyjar nyjar glaenyjar nyjar myndir !

Smellid a myndina til ad skoda
Her eru myndir fra thvi ad Eva heimsotti mig um paskana og fyrir nedan eru myndir fra thvi thegar 7 sjalfbodalidar heimsottu mig i Ventspils.

Njotid vel !

Smellid a myndina til ad skoda
Restin af myndunum er her inn a albumi 2

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Af korfubolta og odrum ithrottum

Thad er alltaf gaman ad fa godar frettir og tha serstaklega frettir um goda velgengni.
Nuna a dogunun tryggdu Hattar menn a Egilsstodum ser saeati i urvalsdeild i korfubolta fyrir naesta timabil, sem er otrulegur arangur fyrir svo litid lid utan af landi. Eg hef mikla tru a ad their eigi eftir ad standa sig enda er ahuginn ordinn mikill a korfubolta a Heradi.

Thetta er kannski god abending til annara ithrottafelaga a austurlandi ad thad eru til fleiri ithrottir en knattspyrna, sem virdist alltaf verid einblynt a. Vitanlega eru sum ithrottafelog ad na godum arangri a thvi svidi en a medan er thad gert a kostnad annarra ithrottagreina sem na ekki somu vinsaeldum, kannski vegna thess ad thad er ekki lagt meiri metnadur i thaer greinar en vera skildi. Ithrottafelog austanlands geta nad godum arangri i odrum greinum ef metnadurinn er til stadar. Vid getum til daemis litid a arangur blakdeildar Throttar Neskaupstad sidustu ar, hann hefur verid framurskarandi til langs tima og svo ma lita fimleikadeild Hattar, hun hefur einnig verid ad standa sig vel. Thetta eru greinar sem ekki er mikid einblynt a en samt getur nadst godur arangur a theim svidum ef metnadurinn og viljinn er til stadar.

Mannskapurinn austanlands er bara ekki nogur til thess ad halda uti oflugu ithrottastarfi i greinum sem krefjast fjoldan allan af folki, afhverju ekki ad einblina a adrar hopithrottir sem krefjast ekki eins mikid af mannskap og na kannski arangri a thvi svidi ? Knattspyrna er kannski vinsaelasta ithrottagreinin i dag en vid megum samt ekki gleyma odrum greinum sem einstaklingar austanlands geta skarad fram ur i, knattspyrna hentar kannski morgum en ekki ollum, vid megum ekki gleyma thvi.


En mig langar samt ad oska korfuknattleiksdeild Hattar a Egilsstodum til hamingju med storkostlegan arangur i vetur og megi theim vegna vel naesta timabili !


Sigmar Bondi, thokkalegur a thriggjastiga linunni !

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Liverpool 2 - 1 Juventus


Eg er bara anaegdur med strakana mina nuna !
Thad er komid sumar !

I dag er komid sumar i Lettlandi. Astaedan er su ad thegar eg for ut, tha var mer of heitt ! 10 - 14 stiga hiti er stadreynd og eg er bara kominn i sumar girinn.

Mer er alveg sama thott ad vedrid heima hafi verid 10 - 12 gradur sidasta manudinn, thad er bara eitthvad skrytid og ekkert annad. Vid getum talad um hitatolur thegar thad lidur a sumarid !

Kvedjur ur sol og sumaryl.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Einn og yfirgefinn

Eftir goda heimsokn fra minni astkaerri Evu Beekman, tha er eg aftur ordinn einn i Lettlandi. Thetta er var ekkert annad en Dundurheimsokn ! Takk fyrir.

Thad er nu helst ad segja ad a laugardaginn thegar eg for heim fra Riga, tha tok eg storskemmtilega rutu. Rutan sem eg aetladi ad taka klukkan 17:40 var ordin full thannig ad eg vard ad lata mer lynda thad naestbesta, eda rutuna klukkan 18:10. En konan sem seldi mer midan ladist ad segja mer ad thessi ruta kaemi vid a ollum helstu krummaskudum a leidinni fra Riga til Ventspils.


Mer til mikillar anaegju tha lengdist ferdin um eina klukkustund, sem var alveg frabaert, i litilli rutu og a hossottum vegi. Fjogurra tima rutuferd var ordin ad stadreynd.

Eg hefdi nu betur att ad taka rutuna kl 19:00, eg hefdi allavegana ekki komid seinna heim.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Dundurheimsokn

Nuna thessa dagana er eg med heimsokn fra Islandi, thannig ad thad verdur ekki mikid um frettir naestu daga...


Eva Beekman heldur uppi dundurfjori i Ventspils thessa dagana, enda thekkt fyrir mikil laeti i utlondum.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Veikindi, dagur 10

Ja herna her. Eg held ad eg hafi aldrei verid svona veikur lengi adur, og thad er bara nokkud pirrandi. I gaer hostadi eg svona 12.000.000 sinnum og var stifladri en Karahnjukar i nefinu. Thad var ekki gaman ad borda, eg fann greinilega ad eg var med eitthvad upp i mer en gat engan veginn vitad hvernig thad var a bragdid. Eg at til daemis appelsinu sem var ekkert a bragdid... bara fersk, ekkert annad.

Thetta er ad lagast, eg fekk heljarins oskop af lyfjum sem eiga ad sla thessu ollu nidur thannig ad madur verdur ferskur fyrir Riga ferdina a morgun.

En mikid rosalega eru betlararnir leidinlegir her i Lettlandi. Eg var ad eta a vetingastadnum hja rutumidstodinni i godu yfirlaeti thegar thessi fulli roni kemur inn og spyr hvort eg vilji nu ekki gefa honum sma pening, 22 cent. Eg sagdi kurteisislega vid hann nei og helt afram ad eta. Tha settist hann nidur hja mer og byrjadi ad vaela i mer. "please 22 cent" Thetta var thad eina sem hann gat sagt a ensku vid mig. Enn og aftur sagdi eg nei og var ordinn nokkud pirradur. Hann helt afram ad betla og eg vard pirradri. Eg sagdi aftur nei, frekar hatt og pirringslega, en hann vildi ekki haetta.

Tha las eg yfir honum pistilinn a minu astkaera modurmali og sagdi nu vid hann ad eg vaeri ad eta, eg vildi ekki gefa honum pening, eg vaeri buinn ad segja nei, og hann gaeti bara hundskast i burtu og latid mig i fridi, fjandinn hafi thad !

Vitaskuld skildi hann ekki neitt og spurdi aftur "please 22 cent"

Hann for nu ad lokum og settist nidur annarsstadar. Eg klaradi ad eta og skildi samt slatta eftir a disknum (madur er frekar lystarlaus thessa dagana). Og thegar eg var ad labba ut, tha tok eg eftir thvi ad felaginn stod upp og fetadi sig haegt og rolega ad stadnum sem eg sat a og tyllti ser svo nidur thar... Thad var greinilegt ad her atti nu ekkert ad fara til spillis i kvold.


Thad var nu gott ad felaginn for nu ekki svangur heim.

þriðjudagur, mars 22, 2005

I frettum er thetta helst

Eftir niu daga veikindi er thad nu komid i ljos ad eg er med lungnabolgu.

Eftir heimsokn a spitalann i morgun, var thad stadfest med rontgenmyndatoku ad eg vaeri mer bolgid vintstra lunga. "the left side ill" var thad sem laeknirinn sagdi mer. Eg for lika i blodprufu en nidurstodur er ekki ad vaenta fyrr en seinna i dag.


Thannig ad nu er bara malid ad halda heim og flatmaga fyrir framan sjonvarpid, sem er alveg storkostlega skemmtilegt, thar sem allt sjonvarp er med lettnesku voice over. Thad er bara spurning um ad fara ad lesa...


Sigmar Bondi, thokkalega veikur a kantinum en samt i studi !

sunnudagur, mars 20, 2005

Nyjar glaenyjar myndir...

Smellid a myndina til ad skoda
Thetta eru myndir fra on arrival training i Jurmala, storkostlegur timi, nema hvad ad eg var frekar niskur a myndavelina... Eg veit ekki afhverju.

Njotid vel !

laugardagur, mars 19, 2005

On arrival training

A manudaginn 14 mars lagdi eg i storferd, veikur. Eins og eg hef bent lesendum a, tha var eg farveikur a sunnudaginn 13 mars, og eg var engu sidri a manudeginum sjalfum.
Lidid a heimilinu vissi af veikindum minum og vildi nu eiginlega ekki hleypa mer i thessa ferd, en eg thrjoskadist bara vid og for nu samt. Laug bara pinulitid, sagdi nei thegar ja atti vid...

Gudi se lof thvi thetta namskeid var hrein snilld. Thad er kannski fullmikid ad koma med alla soguna en stykkord aettu ad duga.

A namskeidinu tha hef eg...

* Deilt herbergi med thjodverja
* Deilt rumi med Walesverja
* Talad upp ur svefni
* Svitnad gridarlega i svefni
* Svitnad i sauna
* Verid drukkinn i sauna
* Verdid med laeti i sauna
* Drukkid brennivin
* Etid hardfisk
* Aelt vegna veikinda
* Dansad eins og vindurinn
* Sungid lettnesk thjodlog
* Kynnst frabaeru folki
* Buid til dreka
* Leikid mer
* Etid heil oskop
* Sungid "yfir kaldan eydisand"
* Uppljostrad sambandi minu vid spiderman
* Talad um politik
* Hostad svona 6.000.000 sinnum
* Laert lettnesku
* Skemmt mer thrusuvel !

Thetta er brot af thvi sem eg gerdi, en thetta var algjor snilld !


Sigmar, kantlega a thokkalegum...

sunnudagur, mars 13, 2005

What comes around goes around

I dag er eg veikur. Eg held ad mer se ad hefnast fyrir ad meida greyid Adrians i gaer, eg a thad sjalfsagt skilid...

Veikindin gaetu samt ekki komid a verri tima, thvi eg a ad fara til Riga a morgun a namskeid. Eg kom vid a heimilinu i kvold og folk tok eftir ad eg var nu ekki alveg heill heilsu og var tha akvedid maela mig. Mig langar ad taka thad fram ad maelirinn var settur undir armakrikana ! Ekki neins stadar annarsstadar. Thad kom svo i ljos ad eg er med 38,8 stiga hita, sem og ad vera med kvef, hellu fyrir eyrunum, hausverk og svo ad vera alveg einstaklega vidkvaemur i likamanum.

Nu er ekki vist hvort thau vilji hleypa mer til Riga.

Thannig ad eg verd nu ad vera duglegur ad drekka te i kvold sem og ad eta saelgaeti. Rambo tvo er einnig a dagskra i kvold og eg thori ad vedja ad hann laetur mig lida eylitid betur, greyid kallinn.

laugardagur, mars 12, 2005

MVE aftur !!!

Eg get med sannleika sagt ad eg er omissandi starfskrafur i barnaheimilunu Selga. I dag forum vid ut ad leika, atta stykki samtals a aldrinun 6 - 14 ara. Vid forum ad renna okkur ! En thad er eitt thad skemmtilegasta sem madur gerir. Vid forum med rutu ad thessu svaedi sem var med thessar agaetustu hola og haedir og thad hlakkadi i mer ad fara ad bruna nidur brekkurnar.

Med i for voru thrjar snjothotur og voru tvaer theirra pinu laskadar, en thad kom ekki ad sok thvi thad var skemmt set konunglega allan timann. Fyrir utan eitt leidinda atvik.

Thannig er med mal i vexti ad eg var buinn ad koma mer fyrir a godum stad, efst i einni brekkunni og var ad gera mig tilbuinn i thessa rosa "sally" bunu. Allir voru i godum filing og bidu eftir ad eg legdi af stad. Krakkarnir stodu beggja megin vid brautina, adeins nedar en eg og voru spennt eftir ad rennsla haefist. Eg thaut af stad og var kominn a agaetis ferd thegar eg nalgadist hopinn, sem var mjog nalaegt brautinni og i sumum tilvikum adeins inn a renni svaedinu. Thad vildi svo ekki betur til en thad ad eg lenti i sma ojofnu og thotan tok ad rasa adeins um, kannski full mikid. Eg reyndi ad styra mer beint afram en eg hefdi thurft nokkra metra til thess en thar sem eg var ad nalgast hopinn odfluga tha sa eg i hvad stefndi.

Audvitad thurfti eg ad klessa a.

Ekki nog med thad keyra beint inn i annan hopinn, tha negldi eg nidur yngsta krakkann sem var med i for, enda var hann ad fylgjast full vel med renninu minu. Eg sopadi undan honum lappirnar og hann skelltist beint a hausinn. Thad var svo ekki ad spyrja ad thvi ad greyid krakkinn for ad hagrenja og thurfti sma tima til ad jafna sig.


Thetta blessadist nu allt saman og eg og Adrians erum enn bestu matar, thratt fyrir thetta neydarlega atvik.

Eg passadi mig mun betur i naestu ferdum og krakkarnir voru farnir ad forda ser fjaer fra thegar komid var ad mer ad rennna mer nidur, enda fordast klesst barn snjothotumeistarann Sigmar.

föstudagur, mars 11, 2005

Landslidid i korfubolta bidur spennt

A fimmtudaginn voru nyju ithrottaskornir minir vigdir. Eg tok mig til og maetti a "old boys" korfuboltaaefingu i Ventspils. Thad er natturlega skemmst fra thvi ad segja ad eg stod mig bara nokkud vel a thessari aefingu (ad minu mati) og setti nidur nokkrar korfur, sem var audvitad ekkert mal, meira ad segja einn eda tvo thrista takk fyrir.

Skornir sem eg var i voru glaenyjir og voru their ad motast um leid og eg var ad spila, thannig ad eg var nokkud threyttur i loppunum eftir kvoldid, einnig fann eg fyrir thvi ad eg hef ekki klippt a mer taneglunar i langan tima, thvi thaer virtust vera ad detta af mer eftir um klukkutima spil. Thaer fara af a morgun, ekki spurning.

Nu er bara ad bida ad islenska korfuboltasambandid hafi upp a mer og setji mig i landslidid. Thad er natturulega sjalfsagt mal, enda er her a ferd islendingur sem er ad spila korfubolta erlendis.

Nu er bara malid ad bida eftir simhringingu fra KSI og sja til...


Sigmar Bondi, thokkalega nettur a kantinum !

miðvikudagur, mars 09, 2005

Glaenyjar myndir

Bara ad lata vita ad thar eru komnar inn nokkrar myndir fra Ventspils inn i myndaalbumid sem er ad finna her til haegri. Ef thid nennid ekki ad smella thar tha getid thid lika smellt a myndina til ad skoda umhverfi mitt i Ventspils

Smellid a myndina til ad skoda
Myndirnar syna ibudina mina og umhverfid i Ventspils Lettlandi.
Njotid vel !

þriðjudagur, mars 08, 2005

Bornin a heimilinu

I dag for eg ut med yngstu krakkana ad leika, rett fyrir hadegismat. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad enginn var anaegdur i thessari ferd. Ef einhver einn krakki var med eitthvad dot tha vildi naesti krakki fa thad, med tilheyrandi vaeli og tarum. Thetta er merkilegt, eittvad eitt var skemmtilegra en annad og ef hinir krakkarnir sau ad einhver einn krakki var ad skemmta ser med vidkomandi dot tha var thad alveg omogulegt, thau vildi lika upplifa samskonar skemmtun med sama dotinu.

Thetta er hardur heimur.

Annars er thad helst i frettum ad Manchester United fellu ut ur meistaradeildinni, sem er gott, a medan Chelsea komust afram, sem er vont. Madur aetti nu ad vera sattur med ein god urslit en thad er vist ekki raunin.


Liverpool eru samt ad spila a morgun thannig ad madur aetti bara ad fara einbeita ser ad theim leik i stadinn og lata urslit kvoldsins fram hja ser fara, strakarnir thurfa af ollum minum studningi ad halda og madur ma ekki lata hugann reika ad einhverju odru.

En bestu frettir kvoldsins eru abyggilega thaer ad eg er nu buinn ad finna thridja pizza stadinn i Ventspils, thannig ad urval pizzna hefur aukist nu um 33 % ! Ekki slaem aukning thad !

mánudagur, mars 07, 2005

Af hetjum heimsins

Sunnudagskvoldid hja mer var alveg einstaklega skemmtilegt ad thessu sinni. Astaedan var su ad John nokkur Rambo heimsotti mig a Brivibalis Iela i Ventspils.

Vid erum ad tala hollywood meistaraverkid, Rambo, First blood.


Eg var buinn ad sja myndina auglysta adur i sjonvarpinu og aetladi svo aldeilis ekki ad missa af Stallone i ham. Thessi kolsvarta hetja sem kappinn leikur er ein af minni bernskustjornum og thad var osjaldan bundinn halsklutur eda eitthvad thviumlikt um ennid a manni i aestum ofurhetju leik.

Sunnudagskvoldid sidasta var enginn eftirbatur a thvi.

Lettneska "voice over-id" var alls ekki til trafala yfir thessari mynd enda er ekki mikid um langar samraedur i Rambo, First blood. Titillinn segir allt sem segja tharf.


Nu bid eg bara spenntur eftir ad Rambo II verdur synd, og tha verdur keyptur leikfangabogi, gervi velbyssa og raudur klutur. Bara svona til ad gera myndina skemmtilegri.

Rambo, thokkalega nettur a kantinum !

laugardagur, mars 05, 2005

Bioferd

Thad er ordid ad fostum lid hja mer ad fara i bio a laugardogum og laugardagurinn i dag var enginn undantekning.

Raeman sem vard fyrir valinu i dag, var eina myndin sem var synd i bioinu thessa stundina. Myndin sem um raedir heitir hvorki meira ne minna en Elektra og skartar hun hun ungri snot i adalhlutverki, Jennifer Garner ad nafni.

Myndin er i alla stadi hundleidinlega omurleg og thakka eg gudi fyrir ad hafa ekki thurft ad greida mer inn a thessa kvikmynd, allt i bodi Barnaheimilsins i Selga. Eg thykist samt vita ad ef thau verda uppljostra af hverskonar myndum thau eru ad senda krakkana a tha haetti thau thvi hid snarasta.


Eg vara ykkur eindregid vid, ekki sja thessa mynd, ekki nema ad thid hafid gjorsamlega ekkert ad gera i einn og halfan tima eda svo og thid erud haldin einhverjum ostjornanlegum hvotum ad thurfa pina ykkur til einhvers, tha aettud thid kannski ad sja thessa mynd, kannski.

föstudagur, mars 04, 2005

Mikilvaegur starfskraftur

I dag vard eg "MVE" eda "Most valuble employe" a barnaheimilinu i dag.

Astaedan er su ad eg var i einni af pasunum minum ad hafa thad gott inn i starfsmannaherberginu. Eg sat a thessum forlata stol og var ad lesa i Ensk-lettnesku barna, myndaordabokinni minni i mestu makindum. Adur en eg veit tha er eg farinn ad koma mer mjog vel fyrir i stolnum og var farinn ad halla honum eilitid aftur. Mer leid einstaklega vel og hallinn jokst meir og mer med aukinni vellidan.

Adur en eg vissi tha heyrdi eg einver brakhljod og eg leit upp til ad athuga hvad vaeri nu eiginlega i gangi, en tha fattadi eg thad, um leid og stollinn byrjadi ad leggjast saman med miklum latum, ad brakhljodid var mer ad kenna.

Eg hrokk upp, leit upp og tok eftir thvi ad allt starfsfolkid horfdi a mig med longum augum. Eg stod tharna, frekar skommustulegur a medan starfsfolkid flissadi af mer.


Audvitad reyndi eg ad laga stolinn, en thad var natturulega ekki haegt, thar semm eg hafdi brotid mikilvaega burdarbita i stolnum. Thad var thvi tha bara nad i nyjan stol og sett i stadinn fyrir thann gamla og akvedid ad tala aldrei aftur um thetta mal, thetta verdur leyndarmal islendingsins i barnaheimilinu Selga.

Svona getur madur verid storkostlegur.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Storkostleg uppgvotun !

Eg veit ekki hvort eg se ad verda rugladur en ef eg hef heyrt rett tha er thetta ein merkasta uppgvotun vorra tima.

Um daginn, a barnaheimilinu tha var eg ad spjalla vid einn strak sem er 5-6 ara og heitir Adrians. Hann sagdi vid mig upp ur thurru "kaka" og hann helt um afturendann a ser og labbadi i burtu. Eg fattadi ekki neitt.

Naesta dag, tha var ein stelpa ad leika vid einn 3 ara strak sem heitir Denjis, og var ad lata hann segja ordid "kaka" og Denjis gerdi thad, hatt og snjallt. Nu i forvitni minni tha spurdi eg eina konuna sem er vinna tharna hvad thetta thyddi nu eiginlega. Hun flissadi pinu og sagdi svo "toilet". Eg brosti nu vid og thottist nu skilja thetta, thvi eg hefdi nu skrifad faerslu um thetta ord.

En nei, algjor misskilningur hja mer ! Eg skrifadi um ordid Kuka, sem thydir kaka.


Thetta er allt saman komid i hring.
Kuka thydir kaka og Kaka thydir kuka !

miðvikudagur, mars 02, 2005

Framtidin

Thegar eg er ad skrifa thessi ord tha koma thau ur framtidinni ! Eg er sumse madur framtidarinnar i fjarlaegu landi, sem er tveim timum a undan Islandi.

Thannig ad thegar eg skrifa thetta tha lida tveir timar thangad til ad thid lesid thetta. Eg fae allar frettir tveim timum a undan ykkur og get tharafleidandi flutt bodskap framtidarinnar a thessari sidu, merkilegt nokk. Eg held samt ad eg lati thad vera, thvi ad rugla med timan er storhaettulegt og eg gaeti endad a thvi ad eyda ollu lifi a jordinni ef eg geri einhverja vitleysu, sem eg myndi areidanlega gera ef eg faeri ut i thad ad rugla med timann.


Samt er thessi framtidar tilfinning hja mer tvisvar buinn ad koma med i sma bobba. Tvisvar hef eg farid a einn sportpubb her i bae tveim timum of snemma og aetlad ad horfa a horfa a fotboltaleik.

Astaedan er su ad eg rugladist a framtidinni.

Eg er tveim timum a undan Islandi. Thannig ad eg helt ad eg myndi sja leikinn tveim timum fyrr, sem er i framtidinni, tveim timum a undan Islandi. Nei, ekki alveg rett. Reyndar tha se eg ekki leikinn fyrr en tveim timum a eftir Islandi, semsagt i fortidinni.

Thessi misskilningur hja mer hefur reynt a tholrifin hja tveim starfsmonnum sportbarsins, thvi eg helt stadfastlega fram ad leikurinn vaeri klukkan "thetta". Eg hef thvi strunsad tvisvar ut, bolvandi starfsfolkinu og barnum, ad othorfu.

Magnad ekki sagt ?

þriðjudagur, mars 01, 2005

Af Stephen Seagal og aevintyrum hans

Sidasta fimmtudag tha for eg a ut ad skemmta mer a stad sem heitir Kurzeme. Kurzeme er nafnid a heradinu sem Ventspilsborg er og thar hefur stadurinn nafnid. Nu thetta var hin agaetasta skemmtun, mikid drukkid og hitti fullt af finu folki, t.d. tha hitti eg 3 Andris-a a stadnum thetta eina og sama kvoldid ! nokkud gott.


En thad skemmtilegast sem kom fyrir thetta kvold gerdist ekki a skemmtistadnum sjalfum, heldur a veitingastadnum hja rutumidstodinni, sem er opinn allan solarhringinn.
Nu, thegar eg for heim tha vard eg ordinn pinu solginn i eitthvad matarkyns og thvi var tha akvedid med miklum meirihluta ad koma vid a veitinastadnum vid rutumidstodina. Eg pantadi mer eitthvad gomsaett ad borda og settist sattur nidur eftir ad thad kom i ljos hvad thad var sem eg pantadi, tad voru kjuklingabitar.

Thegar eg var ad borda tha heyrdi eg i tveimur gaurum sem satu vid eitt bordid vera ad thraeta vid annan gaur sem sat vid gluggan. Vitaskuld tha skildi eg ekki nokkurn skapadan hlut um thad sem their voru ad segja. Ekki nema thegar eg heyri nefnda a nafn helstu fyrirmynd mina imynd, engann annan en Stephen Seagal sjalfan takk fyrir !


Eg matti hafa mig allann vid thad ad blanda mer ekki inn i umraeduna, en eg kys ad titla mig sem halfgerdan "Seagal" serfraeding. Eg thurfti ad bita fast i puttann a mer il thess ad halda kjafti.

Thetta var alveg einstaklega fyndid ad heyra thessa felaga rifast um Stephen Seagal a lettnesku, thad var bara hrein unun, thad versta var ad skilja tha ekki thvi tha hefdi eg hugsanlega getad komid malum a hreint i thessu rifrildi.

I stadinn tha for eg sattur heim og dreymdi um bernsku hetju mina lumbra a einhverjum vondum kollum sem attu thad svo sannarlega skilid

Stephen Seagal, thu ert hetjan min !

laugardagur, febrúar 26, 2005

Aukinn ordafordi !!!

Kiefers:
Ath thetta er ekki mjolk, jafnvel tho svo ad fernurnar eru alveig eins, fyrir utan nafnid. Kiefers er einhverskonar surmjolk, hentar ekki i kaffid.

Salt:
Thetta thydir Kalt. Poppid sem eg fekk i bioinu var kalt og med sykri. Atti ekki alveg von a thvi.

Vista:
Vista thydir kjuklingur. Eg tok mikla ahaettu thegar eg var ad panta mer ad borda a veitingastadnum hja rutumidstodinni um daginn. Endadi sem betur fer vel.

Eg held ad madur fari nu ad verda alveg thonokkud godur i lettneskuni med thessu aframhaldi.

En besta drifa sig a matsolustadinn hja rutumidstodinni og velja eitthvad framandi og vonandi girnilegt, af "the mysteri menu".

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Thad er vist sama hvert madur fer...

Eg er nu viss um ad thad se sama hvert thu farir ad folk er alltaf eins.

I gaer tha for eg a Sportbarinn sem er nalaegt ibudinni minni og for ad horfa a meistaradeildina i fotbolta, leik Barcelona og Chelsea. Thetta var finasti leikur og agaetis skemmtum i alla stadi.
Thannig ad eg sat tharna a einum stad a pubnum og var bara, eins og er sagt a godri islensku "minding my own buisness" thegar fjorir russneskir, fullir sjomenn kommu inn a stadinn.


Thar sem thad voru einungis laus saeti i sofanum sem eg sat i tha tylltu their ser thar, ekkert mal. Thad leid svo ekki a longu ad kapparnir komust nu ad thvi ad eg skildi hvorki russnesku ne lettnesku og hreint ekki fra svaedinu. Ennfremur komust their svo ad thvi ad eg vaeri islendingur. Nu var vodinn vis, thvi adur en eg gat nokkud adhafist tha var buid ad kaupa handa mer bjor og eg kominn i hrokarsamraedur vid thessa kappa. Eg sa ekki fyrir mer ad sleppa fyrr en eg klaradi bjorinn en eg hafdi ekki mikla lyst a honum enda bjor nr tvo thetta kvoldid.

En thad var mikid raett um ymislega malefni og vid komumst ad thonokkrum nidurstodum. T.d vorum vid a einu mali um thad ad sjomenn vaeru horkuduglegir kappar, ad Russland vaeri yndislegt, ad Island vaeri gott land og ad eg vaeri bara finasti naungi.


Eftir ad hafa hellt i mig bjornum tha rauk einn a stad og aetladi ad kaupa handa mer nyjan bjor, eg matti hafa mig allan vid ad stoppa felagan. Ad svo stoddu kvoddumst vid og "Juri" gaf mer simanumerid sitt og sagdi mer ad hringja i hann ef eg lenti i einhverjum vandraedum. Eg a eflaust eftir ad notfaera mer thad einvherntiman...

En af thessu ma nu laera ad sjomenn eru allir eins, sama hvar er i heiminum, heima a Islandi eda austur i Lettlandi.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Dag einn a pubbnnum

Eg er buinn ad vera ad paela mikid i einu herna i Lettlandi. Bjor a lettnesku er alus. Allt gott og blessad vid thad, nema hvad ef eg myndi nu einhverntimann ruglast a bara einum staf i lettneska ordinu "Alus" thegar eg er ad panta mer a barnum. Nu, eg aetla ekki ad segja fra thvi um hvada staf eg er ad tala, thid verdid bara ad nota imyndunaraflid og reyna geta upp a thvi hvada staf eg er ad tala um

Eg held ad thad geti thrennt komid upp i stodunni ef ruglingur verdur a staf i ordinu "alus" a ser stad:

1. Mer verdur umsvifalaust visad ur landi og verd settur a svartan lista hja Inperpool og FBI og gerdur ad hugsanlegum "hinsegin" hrydjuverkamanni.

2. Mer verdur sagt ad hunskast ut af barnum og bent a thad a thetta se ekki thesskonar bar, their seu allir i vesturhluta baejarins.

3. Sa / su sem er af afgreida segir "ha ?" og bidur mig um ad segja thetta aftur.


Nu er bara ad vona ad thetta komi aldrei fyrir hja mer.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Og enn af mat...

Ja herna her. Eg held ad se kominn i eina allsherjar thorraveislu herna i Lettlandi. Nuna i dag kom maturinn heldur betur flatt upp a mig. Haldid thid ekki ad thad hafi verid svidasulta i matinn i dag.


Eg segi bara enn og aftur, ja herna her !

Hvenaer aetli thau beri fram hakarlinn og suru hrutspungana ?

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Sild i matinn

Eg segi nu bara ad gudi se lof ad eg se nu ekki matvandur.

Motuneytid a heimilinu er mjog fabrotid. Meginuppistadan i ollum maltidum eru kartoflur, t.e. thu att i raun ad borda thig saddan af theim. Thad ma segja ad thad seu alltaf kartoflur i matinn, en medlaetid er mismunandi. t.d. tha fengum vid um daginn pylsu, ath. pylsu i matinn. Sum se ein pylsa a mann og sidan kartoflur. Thad er allt gott og blessad. Thad er i finu lagi ad eta sig saddan ad kartoflum og fa eitthvad annad til bragbaetis. Svo eru yfirleitt supur i forret (med t.d. kartoflum) eda einhver avaxta desert i eftirrett, thannig ad thad vaesir ekki um mann.


En i dag fengum vid sild. Eitt flak af maregnadri sild og svo kartoflur. Thetta var i fyrsta skipti sem eg haf fengid sild i hadegismat. Nu veit eg hvert oll thessi sild sem vid veidum fer.
En audvitad fengum vid ekki bara sild thvi thad var svo agaetis desert i eftirrett, avaxtagrautur med einhvernskonar corn flakes jukki sem var mjog gott.

Eg er alls ekki ad kvarta undan thessu motuneyti, eg er einna helst ad benda a hvad vid hofum thad virkilega gott heima a islandi. Eg er hraeddur um ad eitthvad yrdi nu sagt i Motuneyti M.E. ef Sigga myndi bera til bords maregnada sild handa lidinu, og thad bara eitt flak og hrugu af kartoflum.

Vid aettum kannski ad hugsa adeins okkar gang adur en vid forum nu ad kvarta og spa adeins i hvad vid hofum thad virkilega gott. Vid vitum yfirleitt ekki hvad vid hofum att fyrr en vid hofum misst thad, svo vid skulum bara vera thakklat fyrir thad sem er til stadar.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Neysla

Eg er oforbetranlegur neysluhundur. Thad er stadreynd. Pizza nr tvo i Lettlandi leit svarthol maga mins i kvold. Thad er ekki lidin vika sidan eg kom til landsins en samt sem adur tha hef eg leidst ut i harda neyslu. En thaer voru nu samt badar mjog litlar...


I odrum frettum er thad helst ad nu kann eg ad telja upp a tiu a lettnesku.

viens
divi
tresi
cetri
paeci (held eg)
seci
septini
astoni
divini
og...

uuuu...

okey, thetta er ekki alveg komid a hreint, en eg fae goda kennslu fra krokkunum a heimilinu. Thetta verdur komid lag a morgun.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Kuka

Vissud thid ad kuka thydir kaka a lettnesku ?


Sukli Magnusson hefur abyggilega gaman af thessuum upplysingum

laugardagur, febrúar 12, 2005

Laugardagur i dag og eg er buinn ad lauga mig

Dagurinn byrjadi a budarferd. Eg keypti allt thad helsta sem mmig vantadi fyrir ibudina og skellti mer svo a pitsu i hadegismat, bara nokkud nettur ! Svo kl 14:00 var farid i sund med drengjunum fra heimilinu, thad var laugad i sundlaug a laugardegi.

Bio i kvold, Meet the Fockers - Geggjad stud !

Annars er bara allt fint ad fretta hedan i Ventspils. Lifid er farid ad ganga sinn vanagang og eg er ekki buinn ad kludra neinu verulega, eg held ad eg hafi ekki varanleg ahrif a krakkana. En thad er samt einn galli, krakkarnir fylgjast mjog naid med gerdum minum og nuna til daemis, tha standa thau yfir mer og fylgjast med thvi sem eg er ad gera nuna.

En eitt um ibudina mina. Kklosettid er svo litid ad ef eg tharf ad gera nr 2, tha tharf eg ad bakka inn, thad er svo litid... En thad er ad engu ad sidur mjog kosy.

Eg tharf samt endilega ad koma med einhverja goda sogu, eg skulda enntha ferdasoguna, en eins og adur segir tha inniheldur hun pylsusala, rona og pirradan ferdalang. Fylgist med !

Bid ad heils ollum heima :-)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

I toilette

Tha er kominn dagur tvo i Munadarleysingja husinu i Ventspils. Thad sem af er tetta buid ad vera fint. Eg er ekki buinn ad vera i miklu abyrgdarhlutverki enntha, en thetta er allt ad koma.

I gaer for eg med Vladimir a opnun "skate parks". Thetta skate parks er svona hjolabretta dot, rampur og svoleidis. Thetta var skemmtilegt en nema hvad ad thessi Vladimir vinur minn, var alltaf ad fara a klosettid. Nota bene, Vladimir er bara tolf ara gamall. Nema hvad, vid vorum tharna i godum feeling og Vladimir sagdi vid mig "i toilette, you wait" Svo kom hann tilbaka skaelbrosandi og angadi af reykingafylu. Thetta gerdi hann svona fjorum sinnum a tveim timum. Eg var farinn ad halda ad hann vaeri med sykursyki...

En i dag tha for eg i sund med fjorum odrum krokkum og thad var mjog gaman. Nu tharf eg bara ad laera betri lettnesku svo eg skilji krakkana betur og svo folkid sem eg vinn med.

En best ad fara ad haetta thessu og fara med tvo straka i leikfimi.

You wait here
Kominn !

Tha er madur loksins kominn a leidarenda og byrjadur ad vinna. Thetta er buid ad vera langt og strangt ferdalag.

Eg er kominn med ibud nuna sem er mjog fin, nema hvad ad thad virdist sem ad kalda vatnid virki ekki... Sturtan var mjog heit i morgun.

Eg a eftir ad lata heyra betur i mer, en eg nuna a skrifstofu munadarleysingahaelinsins og thad er fullt af folki ad fylgjast med mer ad skrifa thetta (Gazzi myndi fila thad) thannig ad eg aetla ad haetta og fara ad gera eitthvad. Eg fekk vist verkefni um thad ad eg aetti ad fara i baeinn og gera eitthvad, en eg skildi thad ekki.

Thetta reddast.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Kallinn bara kominn til Lettlands

Jaeja, eftir langt og strangt ferdalag, tha er eg kominn til Lettlands, nanar tiltekid til Riga, sem thydir ad eg a bara fjogurra stunda ferdalag i rutu eftir. Thad er nu litid mal.


Vid tokum sma runt um baeinn og keyrdum medal annars framhja thessari byggingu og eg veit meira ad segja hver a heima i henni. Thad er enginn annar en forseti Lettlands og eg, litli kallinn fra Egilsstodum, veit hvar hann a heima. Thetta er bara taer snilld.

eg kem samt med nanari ferdasogu seinna, hun inniheldur nekt, ofbeldi og eltingarhasar. uuu nei, thad var einhver mynd med Steven Seagal... Min saga er miklu betri. Hun inniheldur rona, pylsusala og pirradan ferdalang.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Threyttur, sveittur og ordinn pinulitid pirradur !

Jæja,nu er eg staddur a flugvellinum i kaupmannahøfn og lidanin er eins og fyrirsøgnin segir.

Nu er madur buinn ad vaka fra thvi 05:00 i morgunn og klukkan er 19:00 ad islenskum tima. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad svefninn var ekki mikill sidustu nott, og ekki hjalpadi thad ad vakna fyrir allar aldir.

Nu sit eg bid eftir ad fara til Berlin, flug sem fer kl 21:20, og tilhløkkunin er gridarleg, serstaklega eftir ad eg sa ad thad er beint flug til Riga fra Køben. Bara geggjad. En thad verdur samt gaman ad komast til thyskalands i sma stund og gista thar. Thad er svo miklu betra en ad fljuga beint til Riga.

Annars er dagurinn buinn ad vera agætur, tok sma rølt a strikinu og fekk mer pølse og kjeffe. Annars bidur Berlina murinn eftir mer, eg er ad hugsa um ad fara ad vinna adeins betur i honum og reyna ad endurvekja gamla sovet, bara svona til ad minnast godrar tima.

Sveittur a bakinu, kominn med nørdasvita a ennid og buinn ad setjast thrisvar nidur a settid i dag (med medfylgjandi svitamyndun). Thad gerist ekki betra en thad.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég er flottur !


Ég er bara mikill kappi í warcry spilinu !

En þrátt fyrir það, þá er ég að fara út á morgun, fyrst til Köben, verð þar í nokkra tíma, svo ég skrepp í bæinn og fæ mér nokkrar bollur. Um kvöldið þá fer ég til Berlín og gisti þar yfir nóttina. Múrinn sjálfur er víst í göngufæri frá gistiheimilinu, þannig að maður á eftir að kíkja á hann og syngja Nallan. Á þriðjudagsmorguninn þá fer ég til Riga og allt verður geggjað.

Þannig að eftir þessa færslu þá verða allar aðrar skrifaðar með leiðinlegum útlenskum stöfum, en þið verðið bara að sætta ykkur við það !

föstudagur, febrúar 04, 2005

Síðasti síðasti dagurinn

Jæja, nú er komið að því. Langþráður draumur vinnufélaga minna hjá Flugfélagi Íslands á Egilsstöðum er orðinn að veruleika.
Í dag föstudag 4 febrúar á því herrans ári 2005 er komið að síðasta síðasta degi mínum í vinnu hjá Flugfélagi Íslands. Ég er þegar búinn að hætta einu sinni áður, en ég held að ég hætti ekki í þriðja skiptið.

Ekki nóg með það að vera að hætta hjá Flugfélaginu, því ég hætti líka hjá RÚV seinna í dag. Ekki amalegt það að ná að klára tvær vinnur á einum og sama deginum.


En ég held að rampurinn á Egilsstaðaflugvelli verði tómlegur þegar ég verð farinn.

"Segi það og skrifa, Hættur !!!"

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Bjór og bolti á Þriðjudegi

ATH Þessi færsla er skrifuð í miklu heilsuleysi á miðvikudagsmorgni.

Í gær tók ég mig til og skrapp á Kaffi Nielsen í þeim tilgangi að verða vitni af stórleik í ensku knattspyrnuni sem var sýndur á 38" plasma skjá á efri hæð Nielsens. Vissulega gekk það allt gott og vel fyrir sig, enda var leikurinn hin besta skemmtun og úrslit úr öðrum leikjum kvöldsins voru góð. Þetta var sumsé í alla staði skemmtileg kvöldstund sem ég átti þarna með nokkrum góðkunningjum mínum. En það fylgir víst böggull skammrifi, því gærkvöldið þurfti náttúrulega að eiga eftirköst.

Ofsofnun og slappleiki þurfti endilega að fylgja í kjölfar góðrar skemmtunar.


Ekki er víst hvað veldur, en talið er að óhófleg neysla bjórs hafi eitthvað með þetta að gera, en ekki er búið að útiloka þann möguleika að maturinn sem ég pantaði mér um kvöldið hafi verið eitthvað skemmdur...

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Glænýjar myndar !!!

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegri skemmtun
Árið 2004 var kvatt með viðeigandi hætti, sumsé með óhóflegu áti og drykkju, sem og með sprengingum. Ég tók Canon ixus með í för þetta kvöld, en ég get talið mig heppinn að týna henni ekki þetta sama kvöld... það helltist einhver ólyfjan í mig svo ég var eitthvað utan við mig. Allavegana, njótið vel.

mánudagur, janúar 24, 2005

Alltof stuttur tími...

Þá er víst komið að því... maður fer nú bara að fara. Allt er tilbúið, flugmiðinn og allt svoleiðis, nema kannski bara ég.

Ég er sumsé að fara til Lettlands, nánar tiltekið til Ventspils, sem er vestarlega í Lettlandi, við Eystrasaltssjóinn. Ég hlakka mikið til þess að fara, en kvíði líka fyir því, en ætli það sé ekki líka eðlilegt.


Ventspils er, eins og sést, hafnarborg. Þetta er víst ekki "heitasti" staðurinn í Lettlandi, en þetta legst vel í mig.

Nú þannig að 7 febrúar næstkomandi þá hverf ég af landi brott og verð í burtu í hálft ár. Ekki slæmt það. En ég á eftir að láta heyra í mér, er ekki málið í dag að halda úti vefdagbók og skrifa um ævintýri og hasar í fjarlægu landi ? Ég held að Lettland sé ágætis vettvangur í það.

föstudagur, janúar 14, 2005

Liverpool Vs Manst´eftir júnæted ?

Stórleikur á morgun laugardag kl 12:45 þegar Manchester United kemur í heimsókn á Anfield. Ég býst við að þetta verði alveg stórskemmtilegur leikur sem endar vafalaust með sigri rauða hersins. Í raun er ekkert annað ásættanlegt, því annars fer ég í mikla fílu og verð ekki viðræðuhæfur næstu daga.


Við skulum svo öll standa saman og halda með Liverpool svo hinn ungi Shaun O´Nielsen verði ekki fyrir vonbrigðum.

Áfram Liverpool !!!

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Catan partý

Það er búið að vera mikið um átök í kjallara Faxatraðar 3 síðustu misseri, enda er búið að vera að deila um alheimsyfirráð á eyjunni Catan, sem er numin jafnvel nokkrum sinnum á kvöldi. Sigmar, leppstjóri Faxatraðar kjallarans stendur samt uppi sem alheimsvaldur Catan eyjunar, þarsem hann er búinn að vinna flestar baráttur um þessa forboðnu eyju í kjallaranum.

Catan landstjóri kjallara Faxatraðar var á dögunum heiðraður af Catan sambandi alheimsins en það var Klaus Treppenhaus, keisari Catan veldissins í Þýskalandi sem gerði það, en þaðan er einmitt eyjan Catan upprunnin.

Sigmar var heiðraður með splunkunýju Catan spili sem er gætt þess eiginleikum að allir sem spila það fá gríðarlegan góðan skeggvöxt á efri vör, samskonar og Klaus er með.

laugardagur, janúar 08, 2005

Catan landnemar


Ég var að kynnast frábæru spili í gær, Catan landnemar. Þetta er hreint og beint geggjað spil, þar að segja ef þú ert nörd, eins og hitt sjálfið mitt. Þetta er borðspil í anda civilisation og þú átt að byggja borgir, vegi og þróast yfir í að verða konungur alheimsins í spilinu. Það er skemmst frá því að segja að við tókum þrjú spil í gær og ég vann tvisvar, sem þýðir að ég er bestur í öllum alheiminum.

kv Sigmar Catan kóngur.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lettlandsstuð

Nú er maður víst á leiðinni til Lettlands í hálft ár.

Úff

Maður er svona beggja blands, en það er ekki spurning að maður fari, því annars sér maður eftir þessu allt sitt líf. Ég er nú hræddur um það.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegu ferðalagi
Ég og Eva skruppum austur til Frakklands núna í haust og tókum ungfrú Kodak með í för. Hún er þeim kostum búin að geta lýst upplifun sinni með mynd ! Endilega fylgist með ævintýrum Evu og Simmi í æsiför sinni um Evrópu og smellið á turn Eiffels.

föstudagur, desember 10, 2004

Bóndinn í góðum félagsskap


Skrapp til Frakklands og hitti eina feita tjellingu...

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Sunnudagsblogg

Læra leika lita, þið ættuð bara að vita, hver rosalega er gaman í kjallaranum hjá mér.

Það er alveg hræðilegt að sýna svona mikið af enska boltanum um helgar, því maður getur enganveginn einbeitt sér með svona guðdómlega afþreyingu í imbakassanum. Sveiattan og skamm skjár 1, þetta er ekki sniðugt lengur !

laugardagur, nóvember 06, 2004

Harðfiskur á laugardagskveldi

Það er laugardagskvöld og ég sit einn heima að læra. Ég er að borða harðfisk í kvöldmat, ættaðan úr Pollinum Akureyri og hertur á grálúðumiðum fyrir vestan land.
Ég er hræddur um að ég fari í Brávelli 5 á eftir og spili Monopoly og súpi bjór, bara svona rétt til að bjarga geðheilsunu.

p.s Liverpool tapaði í dag og það var ömurlegt.


Hér má sjá ýsuna hana Lísu herrta og tilbúna til átu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum þegar inn fyrir varir Sigmars var komið, enda "sporðrenndi" hann henni niður á skömmum tíma með smá viðbiti. "lífið gerist vart betra eftir svona máltíð" sagði Sigmar eftir ýsu Lísu átið.

mánudagur, október 18, 2004

Hva, er bara kominn vetur ?

Ég held að það hafi ekki dulist neinum hér austanlands í dag að veturinn hafi gert eitthvað vart við sig. Það er samt magnað hvernig hann byrjar á þessu. Hann er ekkert að læðast upp að okkur ok koma yfir landið hægt og bítandi. Nei, hann tekur þetta með pompi og prakti, eins og sönnum herramanni sæmir !


Það er svo sem í fínu lagi að fá smá hríðarbyl yfir sig, það bara minnir mann bara betur á hvað sumarið er gott, en það getur verið alveg djéskoti kalt að labba í skólan í svona veðri.


Og hver nennir að fara í neysluferð þegar Kári vinur minn lætur svona. Ég þarf meira að segja að hringja í Riddaraliðið til að skila inn DVD disknum sem ég fékk að láni í gær frá söluskála khb. Það er von að riddari götunar komi mér til bjargar...