miðvikudagur, mars 09, 2005

Glaenyjar myndir

Bara ad lata vita ad thar eru komnar inn nokkrar myndir fra Ventspils inn i myndaalbumid sem er ad finna her til haegri. Ef thid nennid ekki ad smella thar tha getid thid lika smellt a myndina til ad skoda umhverfi mitt i Ventspils

Smellid a myndina til ad skoda
Myndirnar syna ibudina mina og umhverfid i Ventspils Lettlandi.
Njotid vel !

þriðjudagur, mars 08, 2005

Bornin a heimilinu

I dag for eg ut med yngstu krakkana ad leika, rett fyrir hadegismat. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad enginn var anaegdur i thessari ferd. Ef einhver einn krakki var med eitthvad dot tha vildi naesti krakki fa thad, med tilheyrandi vaeli og tarum. Thetta er merkilegt, eittvad eitt var skemmtilegra en annad og ef hinir krakkarnir sau ad einhver einn krakki var ad skemmta ser med vidkomandi dot tha var thad alveg omogulegt, thau vildi lika upplifa samskonar skemmtun med sama dotinu.

Thetta er hardur heimur.

Annars er thad helst i frettum ad Manchester United fellu ut ur meistaradeildinni, sem er gott, a medan Chelsea komust afram, sem er vont. Madur aetti nu ad vera sattur med ein god urslit en thad er vist ekki raunin.


Liverpool eru samt ad spila a morgun thannig ad madur aetti bara ad fara einbeita ser ad theim leik i stadinn og lata urslit kvoldsins fram hja ser fara, strakarnir thurfa af ollum minum studningi ad halda og madur ma ekki lata hugann reika ad einhverju odru.

En bestu frettir kvoldsins eru abyggilega thaer ad eg er nu buinn ad finna thridja pizza stadinn i Ventspils, thannig ad urval pizzna hefur aukist nu um 33 % ! Ekki slaem aukning thad !

mánudagur, mars 07, 2005

Af hetjum heimsins

Sunnudagskvoldid hja mer var alveg einstaklega skemmtilegt ad thessu sinni. Astaedan var su ad John nokkur Rambo heimsotti mig a Brivibalis Iela i Ventspils.

Vid erum ad tala hollywood meistaraverkid, Rambo, First blood.


Eg var buinn ad sja myndina auglysta adur i sjonvarpinu og aetladi svo aldeilis ekki ad missa af Stallone i ham. Thessi kolsvarta hetja sem kappinn leikur er ein af minni bernskustjornum og thad var osjaldan bundinn halsklutur eda eitthvad thviumlikt um ennid a manni i aestum ofurhetju leik.

Sunnudagskvoldid sidasta var enginn eftirbatur a thvi.

Lettneska "voice over-id" var alls ekki til trafala yfir thessari mynd enda er ekki mikid um langar samraedur i Rambo, First blood. Titillinn segir allt sem segja tharf.


Nu bid eg bara spenntur eftir ad Rambo II verdur synd, og tha verdur keyptur leikfangabogi, gervi velbyssa og raudur klutur. Bara svona til ad gera myndina skemmtilegri.

Rambo, thokkalega nettur a kantinum !

laugardagur, mars 05, 2005

Bioferd

Thad er ordid ad fostum lid hja mer ad fara i bio a laugardogum og laugardagurinn i dag var enginn undantekning.

Raeman sem vard fyrir valinu i dag, var eina myndin sem var synd i bioinu thessa stundina. Myndin sem um raedir heitir hvorki meira ne minna en Elektra og skartar hun hun ungri snot i adalhlutverki, Jennifer Garner ad nafni.

Myndin er i alla stadi hundleidinlega omurleg og thakka eg gudi fyrir ad hafa ekki thurft ad greida mer inn a thessa kvikmynd, allt i bodi Barnaheimilsins i Selga. Eg thykist samt vita ad ef thau verda uppljostra af hverskonar myndum thau eru ad senda krakkana a tha haetti thau thvi hid snarasta.


Eg vara ykkur eindregid vid, ekki sja thessa mynd, ekki nema ad thid hafid gjorsamlega ekkert ad gera i einn og halfan tima eda svo og thid erud haldin einhverjum ostjornanlegum hvotum ad thurfa pina ykkur til einhvers, tha aettud thid kannski ad sja thessa mynd, kannski.

föstudagur, mars 04, 2005

Mikilvaegur starfskraftur

I dag vard eg "MVE" eda "Most valuble employe" a barnaheimilinu i dag.

Astaedan er su ad eg var i einni af pasunum minum ad hafa thad gott inn i starfsmannaherberginu. Eg sat a thessum forlata stol og var ad lesa i Ensk-lettnesku barna, myndaordabokinni minni i mestu makindum. Adur en eg veit tha er eg farinn ad koma mer mjog vel fyrir i stolnum og var farinn ad halla honum eilitid aftur. Mer leid einstaklega vel og hallinn jokst meir og mer med aukinni vellidan.

Adur en eg vissi tha heyrdi eg einver brakhljod og eg leit upp til ad athuga hvad vaeri nu eiginlega i gangi, en tha fattadi eg thad, um leid og stollinn byrjadi ad leggjast saman med miklum latum, ad brakhljodid var mer ad kenna.

Eg hrokk upp, leit upp og tok eftir thvi ad allt starfsfolkid horfdi a mig med longum augum. Eg stod tharna, frekar skommustulegur a medan starfsfolkid flissadi af mer.


Audvitad reyndi eg ad laga stolinn, en thad var natturulega ekki haegt, thar semm eg hafdi brotid mikilvaega burdarbita i stolnum. Thad var thvi tha bara nad i nyjan stol og sett i stadinn fyrir thann gamla og akvedid ad tala aldrei aftur um thetta mal, thetta verdur leyndarmal islendingsins i barnaheimilinu Selga.

Svona getur madur verid storkostlegur.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Storkostleg uppgvotun !

Eg veit ekki hvort eg se ad verda rugladur en ef eg hef heyrt rett tha er thetta ein merkasta uppgvotun vorra tima.

Um daginn, a barnaheimilinu tha var eg ad spjalla vid einn strak sem er 5-6 ara og heitir Adrians. Hann sagdi vid mig upp ur thurru "kaka" og hann helt um afturendann a ser og labbadi i burtu. Eg fattadi ekki neitt.

Naesta dag, tha var ein stelpa ad leika vid einn 3 ara strak sem heitir Denjis, og var ad lata hann segja ordid "kaka" og Denjis gerdi thad, hatt og snjallt. Nu i forvitni minni tha spurdi eg eina konuna sem er vinna tharna hvad thetta thyddi nu eiginlega. Hun flissadi pinu og sagdi svo "toilet". Eg brosti nu vid og thottist nu skilja thetta, thvi eg hefdi nu skrifad faerslu um thetta ord.

En nei, algjor misskilningur hja mer ! Eg skrifadi um ordid Kuka, sem thydir kaka.


Thetta er allt saman komid i hring.
Kuka thydir kaka og Kaka thydir kuka !

miðvikudagur, mars 02, 2005

Framtidin

Thegar eg er ad skrifa thessi ord tha koma thau ur framtidinni ! Eg er sumse madur framtidarinnar i fjarlaegu landi, sem er tveim timum a undan Islandi.

Thannig ad thegar eg skrifa thetta tha lida tveir timar thangad til ad thid lesid thetta. Eg fae allar frettir tveim timum a undan ykkur og get tharafleidandi flutt bodskap framtidarinnar a thessari sidu, merkilegt nokk. Eg held samt ad eg lati thad vera, thvi ad rugla med timan er storhaettulegt og eg gaeti endad a thvi ad eyda ollu lifi a jordinni ef eg geri einhverja vitleysu, sem eg myndi areidanlega gera ef eg faeri ut i thad ad rugla med timann.


Samt er thessi framtidar tilfinning hja mer tvisvar buinn ad koma med i sma bobba. Tvisvar hef eg farid a einn sportpubb her i bae tveim timum of snemma og aetlad ad horfa a horfa a fotboltaleik.

Astaedan er su ad eg rugladist a framtidinni.

Eg er tveim timum a undan Islandi. Thannig ad eg helt ad eg myndi sja leikinn tveim timum fyrr, sem er i framtidinni, tveim timum a undan Islandi. Nei, ekki alveg rett. Reyndar tha se eg ekki leikinn fyrr en tveim timum a eftir Islandi, semsagt i fortidinni.

Thessi misskilningur hja mer hefur reynt a tholrifin hja tveim starfsmonnum sportbarsins, thvi eg helt stadfastlega fram ad leikurinn vaeri klukkan "thetta". Eg hef thvi strunsad tvisvar ut, bolvandi starfsfolkinu og barnum, ad othorfu.

Magnad ekki sagt ?

þriðjudagur, mars 01, 2005

Af Stephen Seagal og aevintyrum hans

Sidasta fimmtudag tha for eg a ut ad skemmta mer a stad sem heitir Kurzeme. Kurzeme er nafnid a heradinu sem Ventspilsborg er og thar hefur stadurinn nafnid. Nu thetta var hin agaetasta skemmtun, mikid drukkid og hitti fullt af finu folki, t.d. tha hitti eg 3 Andris-a a stadnum thetta eina og sama kvoldid ! nokkud gott.


En thad skemmtilegast sem kom fyrir thetta kvold gerdist ekki a skemmtistadnum sjalfum, heldur a veitingastadnum hja rutumidstodinni, sem er opinn allan solarhringinn.
Nu, thegar eg for heim tha vard eg ordinn pinu solginn i eitthvad matarkyns og thvi var tha akvedid med miklum meirihluta ad koma vid a veitinastadnum vid rutumidstodina. Eg pantadi mer eitthvad gomsaett ad borda og settist sattur nidur eftir ad thad kom i ljos hvad thad var sem eg pantadi, tad voru kjuklingabitar.

Thegar eg var ad borda tha heyrdi eg i tveimur gaurum sem satu vid eitt bordid vera ad thraeta vid annan gaur sem sat vid gluggan. Vitaskuld tha skildi eg ekki nokkurn skapadan hlut um thad sem their voru ad segja. Ekki nema thegar eg heyri nefnda a nafn helstu fyrirmynd mina imynd, engann annan en Stephen Seagal sjalfan takk fyrir !


Eg matti hafa mig allann vid thad ad blanda mer ekki inn i umraeduna, en eg kys ad titla mig sem halfgerdan "Seagal" serfraeding. Eg thurfti ad bita fast i puttann a mer il thess ad halda kjafti.

Thetta var alveg einstaklega fyndid ad heyra thessa felaga rifast um Stephen Seagal a lettnesku, thad var bara hrein unun, thad versta var ad skilja tha ekki thvi tha hefdi eg hugsanlega getad komid malum a hreint i thessu rifrildi.

I stadinn tha for eg sattur heim og dreymdi um bernsku hetju mina lumbra a einhverjum vondum kollum sem attu thad svo sannarlega skilid

Stephen Seagal, thu ert hetjan min !

laugardagur, febrúar 26, 2005

Aukinn ordafordi !!!

Kiefers:
Ath thetta er ekki mjolk, jafnvel tho svo ad fernurnar eru alveig eins, fyrir utan nafnid. Kiefers er einhverskonar surmjolk, hentar ekki i kaffid.

Salt:
Thetta thydir Kalt. Poppid sem eg fekk i bioinu var kalt og med sykri. Atti ekki alveg von a thvi.

Vista:
Vista thydir kjuklingur. Eg tok mikla ahaettu thegar eg var ad panta mer ad borda a veitingastadnum hja rutumidstodinni um daginn. Endadi sem betur fer vel.

Eg held ad madur fari nu ad verda alveg thonokkud godur i lettneskuni med thessu aframhaldi.

En besta drifa sig a matsolustadinn hja rutumidstodinni og velja eitthvad framandi og vonandi girnilegt, af "the mysteri menu".

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Thad er vist sama hvert madur fer...

Eg er nu viss um ad thad se sama hvert thu farir ad folk er alltaf eins.

I gaer tha for eg a Sportbarinn sem er nalaegt ibudinni minni og for ad horfa a meistaradeildina i fotbolta, leik Barcelona og Chelsea. Thetta var finasti leikur og agaetis skemmtum i alla stadi.
Thannig ad eg sat tharna a einum stad a pubnum og var bara, eins og er sagt a godri islensku "minding my own buisness" thegar fjorir russneskir, fullir sjomenn kommu inn a stadinn.


Thar sem thad voru einungis laus saeti i sofanum sem eg sat i tha tylltu their ser thar, ekkert mal. Thad leid svo ekki a longu ad kapparnir komust nu ad thvi ad eg skildi hvorki russnesku ne lettnesku og hreint ekki fra svaedinu. Ennfremur komust their svo ad thvi ad eg vaeri islendingur. Nu var vodinn vis, thvi adur en eg gat nokkud adhafist tha var buid ad kaupa handa mer bjor og eg kominn i hrokarsamraedur vid thessa kappa. Eg sa ekki fyrir mer ad sleppa fyrr en eg klaradi bjorinn en eg hafdi ekki mikla lyst a honum enda bjor nr tvo thetta kvoldid.

En thad var mikid raett um ymislega malefni og vid komumst ad thonokkrum nidurstodum. T.d vorum vid a einu mali um thad ad sjomenn vaeru horkuduglegir kappar, ad Russland vaeri yndislegt, ad Island vaeri gott land og ad eg vaeri bara finasti naungi.


Eftir ad hafa hellt i mig bjornum tha rauk einn a stad og aetladi ad kaupa handa mer nyjan bjor, eg matti hafa mig allan vid ad stoppa felagan. Ad svo stoddu kvoddumst vid og "Juri" gaf mer simanumerid sitt og sagdi mer ad hringja i hann ef eg lenti i einhverjum vandraedum. Eg a eflaust eftir ad notfaera mer thad einvherntiman...

En af thessu ma nu laera ad sjomenn eru allir eins, sama hvar er i heiminum, heima a Islandi eda austur i Lettlandi.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Dag einn a pubbnnum

Eg er buinn ad vera ad paela mikid i einu herna i Lettlandi. Bjor a lettnesku er alus. Allt gott og blessad vid thad, nema hvad ef eg myndi nu einhverntimann ruglast a bara einum staf i lettneska ordinu "Alus" thegar eg er ad panta mer a barnum. Nu, eg aetla ekki ad segja fra thvi um hvada staf eg er ad tala, thid verdid bara ad nota imyndunaraflid og reyna geta upp a thvi hvada staf eg er ad tala um

Eg held ad thad geti thrennt komid upp i stodunni ef ruglingur verdur a staf i ordinu "alus" a ser stad:

1. Mer verdur umsvifalaust visad ur landi og verd settur a svartan lista hja Inperpool og FBI og gerdur ad hugsanlegum "hinsegin" hrydjuverkamanni.

2. Mer verdur sagt ad hunskast ut af barnum og bent a thad a thetta se ekki thesskonar bar, their seu allir i vesturhluta baejarins.

3. Sa / su sem er af afgreida segir "ha ?" og bidur mig um ad segja thetta aftur.


Nu er bara ad vona ad thetta komi aldrei fyrir hja mer.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Og enn af mat...

Ja herna her. Eg held ad se kominn i eina allsherjar thorraveislu herna i Lettlandi. Nuna i dag kom maturinn heldur betur flatt upp a mig. Haldid thid ekki ad thad hafi verid svidasulta i matinn i dag.


Eg segi bara enn og aftur, ja herna her !

Hvenaer aetli thau beri fram hakarlinn og suru hrutspungana ?

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Sild i matinn

Eg segi nu bara ad gudi se lof ad eg se nu ekki matvandur.

Motuneytid a heimilinu er mjog fabrotid. Meginuppistadan i ollum maltidum eru kartoflur, t.e. thu att i raun ad borda thig saddan af theim. Thad ma segja ad thad seu alltaf kartoflur i matinn, en medlaetid er mismunandi. t.d. tha fengum vid um daginn pylsu, ath. pylsu i matinn. Sum se ein pylsa a mann og sidan kartoflur. Thad er allt gott og blessad. Thad er i finu lagi ad eta sig saddan ad kartoflum og fa eitthvad annad til bragbaetis. Svo eru yfirleitt supur i forret (med t.d. kartoflum) eda einhver avaxta desert i eftirrett, thannig ad thad vaesir ekki um mann.


En i dag fengum vid sild. Eitt flak af maregnadri sild og svo kartoflur. Thetta var i fyrsta skipti sem eg haf fengid sild i hadegismat. Nu veit eg hvert oll thessi sild sem vid veidum fer.
En audvitad fengum vid ekki bara sild thvi thad var svo agaetis desert i eftirrett, avaxtagrautur med einhvernskonar corn flakes jukki sem var mjog gott.

Eg er alls ekki ad kvarta undan thessu motuneyti, eg er einna helst ad benda a hvad vid hofum thad virkilega gott heima a islandi. Eg er hraeddur um ad eitthvad yrdi nu sagt i Motuneyti M.E. ef Sigga myndi bera til bords maregnada sild handa lidinu, og thad bara eitt flak og hrugu af kartoflum.

Vid aettum kannski ad hugsa adeins okkar gang adur en vid forum nu ad kvarta og spa adeins i hvad vid hofum thad virkilega gott. Vid vitum yfirleitt ekki hvad vid hofum att fyrr en vid hofum misst thad, svo vid skulum bara vera thakklat fyrir thad sem er til stadar.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Neysla

Eg er oforbetranlegur neysluhundur. Thad er stadreynd. Pizza nr tvo i Lettlandi leit svarthol maga mins i kvold. Thad er ekki lidin vika sidan eg kom til landsins en samt sem adur tha hef eg leidst ut i harda neyslu. En thaer voru nu samt badar mjog litlar...


I odrum frettum er thad helst ad nu kann eg ad telja upp a tiu a lettnesku.

viens
divi
tresi
cetri
paeci (held eg)
seci
septini
astoni
divini
og...

uuuu...

okey, thetta er ekki alveg komid a hreint, en eg fae goda kennslu fra krokkunum a heimilinu. Thetta verdur komid lag a morgun.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Kuka

Vissud thid ad kuka thydir kaka a lettnesku ?


Sukli Magnusson hefur abyggilega gaman af thessuum upplysingum

laugardagur, febrúar 12, 2005

Laugardagur i dag og eg er buinn ad lauga mig

Dagurinn byrjadi a budarferd. Eg keypti allt thad helsta sem mmig vantadi fyrir ibudina og skellti mer svo a pitsu i hadegismat, bara nokkud nettur ! Svo kl 14:00 var farid i sund med drengjunum fra heimilinu, thad var laugad i sundlaug a laugardegi.

Bio i kvold, Meet the Fockers - Geggjad stud !

Annars er bara allt fint ad fretta hedan i Ventspils. Lifid er farid ad ganga sinn vanagang og eg er ekki buinn ad kludra neinu verulega, eg held ad eg hafi ekki varanleg ahrif a krakkana. En thad er samt einn galli, krakkarnir fylgjast mjog naid med gerdum minum og nuna til daemis, tha standa thau yfir mer og fylgjast med thvi sem eg er ad gera nuna.

En eitt um ibudina mina. Kklosettid er svo litid ad ef eg tharf ad gera nr 2, tha tharf eg ad bakka inn, thad er svo litid... En thad er ad engu ad sidur mjog kosy.

Eg tharf samt endilega ad koma med einhverja goda sogu, eg skulda enntha ferdasoguna, en eins og adur segir tha inniheldur hun pylsusala, rona og pirradan ferdalang. Fylgist med !

Bid ad heils ollum heima :-)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

I toilette

Tha er kominn dagur tvo i Munadarleysingja husinu i Ventspils. Thad sem af er tetta buid ad vera fint. Eg er ekki buinn ad vera i miklu abyrgdarhlutverki enntha, en thetta er allt ad koma.

I gaer for eg med Vladimir a opnun "skate parks". Thetta skate parks er svona hjolabretta dot, rampur og svoleidis. Thetta var skemmtilegt en nema hvad ad thessi Vladimir vinur minn, var alltaf ad fara a klosettid. Nota bene, Vladimir er bara tolf ara gamall. Nema hvad, vid vorum tharna i godum feeling og Vladimir sagdi vid mig "i toilette, you wait" Svo kom hann tilbaka skaelbrosandi og angadi af reykingafylu. Thetta gerdi hann svona fjorum sinnum a tveim timum. Eg var farinn ad halda ad hann vaeri med sykursyki...

En i dag tha for eg i sund med fjorum odrum krokkum og thad var mjog gaman. Nu tharf eg bara ad laera betri lettnesku svo eg skilji krakkana betur og svo folkid sem eg vinn med.

En best ad fara ad haetta thessu og fara med tvo straka i leikfimi.

You wait here
Kominn !

Tha er madur loksins kominn a leidarenda og byrjadur ad vinna. Thetta er buid ad vera langt og strangt ferdalag.

Eg er kominn med ibud nuna sem er mjog fin, nema hvad ad thad virdist sem ad kalda vatnid virki ekki... Sturtan var mjog heit i morgun.

Eg a eftir ad lata heyra betur i mer, en eg nuna a skrifstofu munadarleysingahaelinsins og thad er fullt af folki ad fylgjast med mer ad skrifa thetta (Gazzi myndi fila thad) thannig ad eg aetla ad haetta og fara ad gera eitthvad. Eg fekk vist verkefni um thad ad eg aetti ad fara i baeinn og gera eitthvad, en eg skildi thad ekki.

Thetta reddast.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Kallinn bara kominn til Lettlands

Jaeja, eftir langt og strangt ferdalag, tha er eg kominn til Lettlands, nanar tiltekid til Riga, sem thydir ad eg a bara fjogurra stunda ferdalag i rutu eftir. Thad er nu litid mal.


Vid tokum sma runt um baeinn og keyrdum medal annars framhja thessari byggingu og eg veit meira ad segja hver a heima i henni. Thad er enginn annar en forseti Lettlands og eg, litli kallinn fra Egilsstodum, veit hvar hann a heima. Thetta er bara taer snilld.

eg kem samt med nanari ferdasogu seinna, hun inniheldur nekt, ofbeldi og eltingarhasar. uuu nei, thad var einhver mynd med Steven Seagal... Min saga er miklu betri. Hun inniheldur rona, pylsusala og pirradan ferdalang.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Threyttur, sveittur og ordinn pinulitid pirradur !

Jæja,nu er eg staddur a flugvellinum i kaupmannahøfn og lidanin er eins og fyrirsøgnin segir.

Nu er madur buinn ad vaka fra thvi 05:00 i morgunn og klukkan er 19:00 ad islenskum tima. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad svefninn var ekki mikill sidustu nott, og ekki hjalpadi thad ad vakna fyrir allar aldir.

Nu sit eg bid eftir ad fara til Berlin, flug sem fer kl 21:20, og tilhløkkunin er gridarleg, serstaklega eftir ad eg sa ad thad er beint flug til Riga fra Køben. Bara geggjad. En thad verdur samt gaman ad komast til thyskalands i sma stund og gista thar. Thad er svo miklu betra en ad fljuga beint til Riga.

Annars er dagurinn buinn ad vera agætur, tok sma rølt a strikinu og fekk mer pølse og kjeffe. Annars bidur Berlina murinn eftir mer, eg er ad hugsa um ad fara ad vinna adeins betur i honum og reyna ad endurvekja gamla sovet, bara svona til ad minnast godrar tima.

Sveittur a bakinu, kominn med nørdasvita a ennid og buinn ad setjast thrisvar nidur a settid i dag (med medfylgjandi svitamyndun). Thad gerist ekki betra en thad.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég er flottur !


Ég er bara mikill kappi í warcry spilinu !

En þrátt fyrir það, þá er ég að fara út á morgun, fyrst til Köben, verð þar í nokkra tíma, svo ég skrepp í bæinn og fæ mér nokkrar bollur. Um kvöldið þá fer ég til Berlín og gisti þar yfir nóttina. Múrinn sjálfur er víst í göngufæri frá gistiheimilinu, þannig að maður á eftir að kíkja á hann og syngja Nallan. Á þriðjudagsmorguninn þá fer ég til Riga og allt verður geggjað.

Þannig að eftir þessa færslu þá verða allar aðrar skrifaðar með leiðinlegum útlenskum stöfum, en þið verðið bara að sætta ykkur við það !

föstudagur, febrúar 04, 2005

Síðasti síðasti dagurinn

Jæja, nú er komið að því. Langþráður draumur vinnufélaga minna hjá Flugfélagi Íslands á Egilsstöðum er orðinn að veruleika.
Í dag föstudag 4 febrúar á því herrans ári 2005 er komið að síðasta síðasta degi mínum í vinnu hjá Flugfélagi Íslands. Ég er þegar búinn að hætta einu sinni áður, en ég held að ég hætti ekki í þriðja skiptið.

Ekki nóg með það að vera að hætta hjá Flugfélaginu, því ég hætti líka hjá RÚV seinna í dag. Ekki amalegt það að ná að klára tvær vinnur á einum og sama deginum.


En ég held að rampurinn á Egilsstaðaflugvelli verði tómlegur þegar ég verð farinn.

"Segi það og skrifa, Hættur !!!"

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Bjór og bolti á Þriðjudegi

ATH Þessi færsla er skrifuð í miklu heilsuleysi á miðvikudagsmorgni.

Í gær tók ég mig til og skrapp á Kaffi Nielsen í þeim tilgangi að verða vitni af stórleik í ensku knattspyrnuni sem var sýndur á 38" plasma skjá á efri hæð Nielsens. Vissulega gekk það allt gott og vel fyrir sig, enda var leikurinn hin besta skemmtun og úrslit úr öðrum leikjum kvöldsins voru góð. Þetta var sumsé í alla staði skemmtileg kvöldstund sem ég átti þarna með nokkrum góðkunningjum mínum. En það fylgir víst böggull skammrifi, því gærkvöldið þurfti náttúrulega að eiga eftirköst.

Ofsofnun og slappleiki þurfti endilega að fylgja í kjölfar góðrar skemmtunar.


Ekki er víst hvað veldur, en talið er að óhófleg neysla bjórs hafi eitthvað með þetta að gera, en ekki er búið að útiloka þann möguleika að maturinn sem ég pantaði mér um kvöldið hafi verið eitthvað skemmdur...

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Glænýjar myndar !!!

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegri skemmtun
Árið 2004 var kvatt með viðeigandi hætti, sumsé með óhóflegu áti og drykkju, sem og með sprengingum. Ég tók Canon ixus með í för þetta kvöld, en ég get talið mig heppinn að týna henni ekki þetta sama kvöld... það helltist einhver ólyfjan í mig svo ég var eitthvað utan við mig. Allavegana, njótið vel.

mánudagur, janúar 24, 2005

Alltof stuttur tími...

Þá er víst komið að því... maður fer nú bara að fara. Allt er tilbúið, flugmiðinn og allt svoleiðis, nema kannski bara ég.

Ég er sumsé að fara til Lettlands, nánar tiltekið til Ventspils, sem er vestarlega í Lettlandi, við Eystrasaltssjóinn. Ég hlakka mikið til þess að fara, en kvíði líka fyir því, en ætli það sé ekki líka eðlilegt.


Ventspils er, eins og sést, hafnarborg. Þetta er víst ekki "heitasti" staðurinn í Lettlandi, en þetta legst vel í mig.

Nú þannig að 7 febrúar næstkomandi þá hverf ég af landi brott og verð í burtu í hálft ár. Ekki slæmt það. En ég á eftir að láta heyra í mér, er ekki málið í dag að halda úti vefdagbók og skrifa um ævintýri og hasar í fjarlægu landi ? Ég held að Lettland sé ágætis vettvangur í það.

föstudagur, janúar 14, 2005

Liverpool Vs Manst´eftir júnæted ?

Stórleikur á morgun laugardag kl 12:45 þegar Manchester United kemur í heimsókn á Anfield. Ég býst við að þetta verði alveg stórskemmtilegur leikur sem endar vafalaust með sigri rauða hersins. Í raun er ekkert annað ásættanlegt, því annars fer ég í mikla fílu og verð ekki viðræðuhæfur næstu daga.


Við skulum svo öll standa saman og halda með Liverpool svo hinn ungi Shaun O´Nielsen verði ekki fyrir vonbrigðum.

Áfram Liverpool !!!

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Catan partý

Það er búið að vera mikið um átök í kjallara Faxatraðar 3 síðustu misseri, enda er búið að vera að deila um alheimsyfirráð á eyjunni Catan, sem er numin jafnvel nokkrum sinnum á kvöldi. Sigmar, leppstjóri Faxatraðar kjallarans stendur samt uppi sem alheimsvaldur Catan eyjunar, þarsem hann er búinn að vinna flestar baráttur um þessa forboðnu eyju í kjallaranum.

Catan landstjóri kjallara Faxatraðar var á dögunum heiðraður af Catan sambandi alheimsins en það var Klaus Treppenhaus, keisari Catan veldissins í Þýskalandi sem gerði það, en þaðan er einmitt eyjan Catan upprunnin.

Sigmar var heiðraður með splunkunýju Catan spili sem er gætt þess eiginleikum að allir sem spila það fá gríðarlegan góðan skeggvöxt á efri vör, samskonar og Klaus er með.

laugardagur, janúar 08, 2005

Catan landnemar


Ég var að kynnast frábæru spili í gær, Catan landnemar. Þetta er hreint og beint geggjað spil, þar að segja ef þú ert nörd, eins og hitt sjálfið mitt. Þetta er borðspil í anda civilisation og þú átt að byggja borgir, vegi og þróast yfir í að verða konungur alheimsins í spilinu. Það er skemmst frá því að segja að við tókum þrjú spil í gær og ég vann tvisvar, sem þýðir að ég er bestur í öllum alheiminum.

kv Sigmar Catan kóngur.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lettlandsstuð

Nú er maður víst á leiðinni til Lettlands í hálft ár.

Úff

Maður er svona beggja blands, en það er ekki spurning að maður fari, því annars sér maður eftir þessu allt sitt líf. Ég er nú hræddur um það.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegu ferðalagi
Ég og Eva skruppum austur til Frakklands núna í haust og tókum ungfrú Kodak með í för. Hún er þeim kostum búin að geta lýst upplifun sinni með mynd ! Endilega fylgist með ævintýrum Evu og Simmi í æsiför sinni um Evrópu og smellið á turn Eiffels.

föstudagur, desember 10, 2004

Bóndinn í góðum félagsskap


Skrapp til Frakklands og hitti eina feita tjellingu...

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Sunnudagsblogg

Læra leika lita, þið ættuð bara að vita, hver rosalega er gaman í kjallaranum hjá mér.

Það er alveg hræðilegt að sýna svona mikið af enska boltanum um helgar, því maður getur enganveginn einbeitt sér með svona guðdómlega afþreyingu í imbakassanum. Sveiattan og skamm skjár 1, þetta er ekki sniðugt lengur !

laugardagur, nóvember 06, 2004

Harðfiskur á laugardagskveldi

Það er laugardagskvöld og ég sit einn heima að læra. Ég er að borða harðfisk í kvöldmat, ættaðan úr Pollinum Akureyri og hertur á grálúðumiðum fyrir vestan land.
Ég er hræddur um að ég fari í Brávelli 5 á eftir og spili Monopoly og súpi bjór, bara svona rétt til að bjarga geðheilsunu.

p.s Liverpool tapaði í dag og það var ömurlegt.


Hér má sjá ýsuna hana Lísu herrta og tilbúna til átu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum þegar inn fyrir varir Sigmars var komið, enda "sporðrenndi" hann henni niður á skömmum tíma með smá viðbiti. "lífið gerist vart betra eftir svona máltíð" sagði Sigmar eftir ýsu Lísu átið.

mánudagur, október 18, 2004

Hva, er bara kominn vetur ?

Ég held að það hafi ekki dulist neinum hér austanlands í dag að veturinn hafi gert eitthvað vart við sig. Það er samt magnað hvernig hann byrjar á þessu. Hann er ekkert að læðast upp að okkur ok koma yfir landið hægt og bítandi. Nei, hann tekur þetta með pompi og prakti, eins og sönnum herramanni sæmir !


Það er svo sem í fínu lagi að fá smá hríðarbyl yfir sig, það bara minnir mann bara betur á hvað sumarið er gott, en það getur verið alveg djéskoti kalt að labba í skólan í svona veðri.


Og hver nennir að fara í neysluferð þegar Kári vinur minn lætur svona. Ég þarf meira að segja að hringja í Riddaraliðið til að skila inn DVD disknum sem ég fékk að láni í gær frá söluskála khb. Það er von að riddari götunar komi mér til bjargar...

laugardagur, október 16, 2004

Af kennaraverkfalli

Ég held að deilendur í kennaraverkfallinu ættu að fara að semja hið snarasta. Nú um daginn, þegar ég var að labba í vinnuna, þá heyrði ég einhver óhljóð. Við nánari athugun, þá sá ég ungan dreng á grunnskólaaldri vera að elta lítinn kött, geltandi eins og hundur. Við þetta set ég stórt spurningarmerki. Er ekki löngu kominn tími til að fara að leysa úr þessari deilu, áður en ungdómur landsins missir endanlega vitið.


Kötturinn Árni hlaut mikinn tilfinningaskaða við áreiti unga drengsins og hyggur á hefndir. Á myndinni sést Árni í hryðjuverkaskóla sameinaða húskatta í Austur skaftafellssýslu.

föstudagur, október 15, 2004

Söluskálinn og pitsurnar

Í gær, héldum við vinnufélagarnir, Ásgrímur Ingi og ég, á vit ævintýranna í söluskála KHB á Egilsstöðum. Við skelltum okkur á hið vikulega pitsahlaðborð þar á bæ og létum til skarar skríða. Við mættum til átu um 18:20 og fórum ekki fyrr en um áttaleytið. Eftir þann tíma var söluskálinn sextán pitsasneiðum, tveim kokteilsósudollum, um 2 lítrum af gosi og smá frönskum fátækari. Fyrir þetta greiddum við einungis 2000 krónur, og teljum við okkur hafað náð upp í kostnað, þ.e. hráefniskostnað, sem var takmarkið. Að vísu var reynt að eitra fyrir okkur í millitíðinni með jalapenó pipar, en allt kom fyrir ekki, og þrátt fyrir að forsvarsmenn söluskálans hafi reynt að bregða fyrir okkur fæti þá héldum ótrauðir átunni áfram.


Fregnir herma að Khb sé búið að endurskoða afstöðu sína gagnvart pitsahlaðborðum, þar sem frést hefur að einstaka aðilar misnoti hlaðborðið alvarlega. Málið er í rannsókn hjá Heilbrigðiseftirliti austurlands.

miðvikudagur, október 13, 2004

Merkisatburður í ljósmyndasögu Íslands !

Stórmerkar myndir náðust af einstökum atburði nú fyrir skömmu þegar fæðing tveggja Íslendinga festist á filmu í Mývatnssveit núna fyrr í Haust. Ritstjórn Heimsins í hnotskurn, hefur ákveðið að deila þessum merka atburðu með alheiminun og sýna enn sem fyrr sérstöðu okkar íslendinga. Halldór Ásgrímsson kvað þetta vera merki um mikinn myndugleika þjóðarinnar og sýndi öðrum þjóðum úr hverju við værum gerð, bókstaflega. Ólafur Ragnar Grímsson tók í saman streng að sagðist ætla að senda fálkaorðuna með póstkröfu strax næsta dag. Ekki náðist í Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing vegna þessa máls.

Hér getið þið orðið vitni að þessum merka atburði
Hér sést Stefán borubrattur að skríða úr gjótunni. Smellið á myndina til að verða vitni að fæðingu Sigmars.

mánudagur, október 11, 2004

Á slóðum snillinga eða er fjárhagur menntaskólanna algjörlega í rúst ?

Núna í dag var ég að safna heimildum í ritgerð eina sem ég á að gera fyrir áfanga einn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Til þess verknaðar tók ég mig til og ljósritaði (löglega) upp úr þónokkrum bókum úr bókasafni Menntaskólans á Egilsstöðum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema það á ljósritunarkortinu sem ég var með, var ritað nafn eins kunnugrar dagbókasmiðs hér um slóðir.

Það var enginn annar er Finnur Torfi Gunnarsson sem hafði merkt sér þetta merkilega ljósritunarkort endur fyrir löngu. Það má líta á þetta á tvenna vegu. Annars vegar tel ég mig vera á slóðum merkra manna með að handleika þvílíka forngrip en hins vegar má setja stórt spurningamerki við fjárhag Menntaskólans, að geta ekki endurnýjað svo lítin og einfaldan hlut. Ég held að ég kjósi fyrri kostinn, hann hljómar betur.


Finnur Torfi Gunnarsson var himinlifandi við þennan stórmerka fornleifafund í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Aðspurður sagðist þó hryggja fjárhag skólans, sem væri í "algjöru fokki" eins og hann orðaði það.

sunnudagur, október 10, 2004

Glænýjar gamlar myndir !

Höttur - Sigmar Bóndi 0 - 1 Rúst !!!
Þokkalega rúst sumarsins !

föstudagur, október 08, 2004

Lestrarslys !

Hræðilegur atburður átti sér stað á virkjunasvæði Kárahnjúkarvirkjunar þegar portúgalinn José Rea Sandreas las yfir sig. Atburðurinn átti sér stað um kvöldmatarleytið þegar lestur stendur yfir í tómstundaskálum vinnubúðanna. José, sem var niðursokkin í portúgalskt tímarit, las ógætilega og fór á endanum yfir um. Maðurinn var ekki í belti, enda nýbúinn að éta yfir sig af stafapasta og stafakexi sem talin eru hafa átt einhvern þátt í slysinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum, vinnueftirliti ríkissins og menntamálaráðuneyti. Maðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis við lesturinn.


Aðkoma að lestrarslysinu var slæm, en sjúkraflutningamenn á kárahnjúkasvæðinu báru sig þó vel.

fimmtudagur, október 07, 2004

Haustið er loksins komið !

Haustboðinn er kominn með roða í nefi. Já nú er maður búinn að næla sér í haustkvefið, ekki slæmt það. Það er alltaf svo yndislega gaman að vakna á morgnana og byrja daginn á því að hreinsa allt kögglótta, brúna, þykka og geðslega slímið sem leynist í hálsinum á manni. Ekki má heldur gleyma sífelldu nefrennslinu sem eykst með hverju hnerrinu, þetta er stórkostlegt ástand. Kvefið er svo sannarlega haustboðinn góði.


Stuart Bournmoth, erlendur verkamaður á Kárahnjúkum tók kvefinu fagnandi í dag ásamt Sigmari, og hélt upp á daginn með góðu "snýti"

laugardagur, október 02, 2004

Norður...

Nú er maður kominn norður yfir heiðar. Maður er heima hjá mömmu sín og er að bíða eftir matnum, sem samanstendur af norðlensku lambi sem hefur endað daga sína til þess að uppfylla þarfir mínar. Ég þakka mömmu lambsins kærlega fyrir.

Svo er það bara veruleikinn á morgun, heima í kjallaranum á Egilsstöðum, í lærdóminn. Ekki slæm skipti það.

...en ekki niður, samkvæmt kortinu !

föstudagur, október 01, 2004

Alheimslesendur.

Ég hef tekið eftir því að það eru um tíu manns sem skoða síðuna daglega. Tel ég vera þetta vera sama hóp og hefur ritað nafn sitt í gestabókina mín, en sá hópur telur um ellefu manns. Vil ég þakka þeim fastagestum sem heimsækja síðuna daglega, kærlega fyrir og hvetja þá til að lesa áfram um ævintýri mín á internetinu og alheiminum.

Ekki væri verra ef þig mynduð nú bera út boðskap minn um gjörvalla jörðu, svo lesendur hér á Íslandi sem og í Zimbabwe gætu notið fróðleiks minns um líf tæknitrölla í veröld þessari sem við lifum í.

fimmtudagur, september 30, 2004

Tannlæknir, taka 2.

Úff, já úff. Ég er víst að fara aftur til tannlæknis núna í dag og láta gera við eina "skemmd" sem að hann segir að sé til staðar. Það merkilega var að ég var ekki boðaður fyrr en eftir að samsæriskenningin mín um FÓTA (félag óprúttina tannlækna alheimssins) birtist á internetinu. Er þetta eingöngu tilviljun ? eða er verið að fylgjast með manni ?

Ég verð samt að segja að ég er svolítið skelkaður við að fara aftur til tannsa.


Ætli móttökurnar verði eitthvað á þessa leið ?

þriðjudagur, september 28, 2004

Tannkrem og þessháttar óþverri.

Hvernig stendur á því að á tannkremstúbum sem maður kaupir út í búð sé alltaf innihaldslýsingin á einhverju óskiljanlegu og óþekktu hrognamáli. Ég á því að þetta sé samsæri FÓTA (Félag óprúttina tannlækna alheimssins)að senda út tannkremstúbur með mismunandi tungumálum um allan heim svo innihaldslýsingin skiljist ekki. Ég þykist nefninlega vita að þessu svokölluðu "tannkrem" séu bara einhverjar sykurlausnir, duldar með miklu piparmyntubragði, unnu úr erfðabreyttum sykri sem sé sérhannaður til eyðingar glerungs í tönnum vesturlandabúa. Hver hefur ekki heyrt predikunarpistilin frá tannlækninum, "mundu svo að vera duglegur að bursta" Svo sér maður eitthvað skítaglott á viðkomandi, og það eina sem vantar er bara "vondu kalla" hláturinn í lokin til að undirstrika illskuna.


Hvernig á nokkur lifandi maður að skilja þetta ?

Hvað getum við gert ? Eru eftir einhverjir heiðarlegir tannlæknar eftir sem eru að berjast gegn FÓTA eða er þetta einhver svarinn eiður um leið og þú hefur nám í tannlækningum að berjast gegn harðasta efni líkamans, glerungnum ?

Hvað er til bragð að taka ? Erum við kannski bara föst í þessum vítahring tannækninga sem hefur heltekið líf almennings um gjörvallan heim ? getum við, almúginn barist gegn þessum "skottu" tannlæknum, eða eigum við bara að sætta okkur við fávisku okkar og láta eins og ekkert sé, láta bara eins og þetta sé hluti af okkar daglega lífi í alheiminum.

mánudagur, september 27, 2004

Þar kom loksins að því !

Núna í dag mánudaginn 27 sepember 2004 klukka 15:25, fór ég í fyrsta skiptið á þessari önn og settist á klósettið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þetta var ljúf stund enda kominn tími til að setjast niður og slappa af á almenningssalerni skólans.

Ég vil ríkiskaupum einstaklega vel fyrir gott val á salernispappír, hann var mjúkur en um leið sterkur og jók þar af leiðandi öryggistilfinningu á meðan á stóð.


Hér má sjá huskvarnö 1500 salerni, sem er sambærileg týpa og má finna á salernum Menntaskólans á Egilsstöðum.

laugardagur, september 25, 2004

Gestabókin komin í tveggja stafa tölu !

Undur og stórmerki skóku allt internetið í dag þegar gestabóki Heimsins í hnotskurns komst í tveggja stafa tölu. Þetta sýnir að síðan er stoppistöð fjölda fólks, hvaðanæva úr heiminum og aðdáðendur internetsins kunna gott að meta.


Vil ég þakka Hlyni Gauta Sigurðssyni kærlega fyrir gott framtak, að skrifa í gestabókina forlátu sem leynist hægra megin á síðunni (svarthvíta myndin).

Nú hafa alls tíu manns skráð sig í gestabókina og þar með á spjöld sögunnar, því eins og vitað er, þá verður þessi bloggsíðu mikilsverð samtímaheimild um bloggheima internetsins í framtíðinni. Þannig að ég hvet alla að rita nafn sitt á spjald bloggsögu alheimssins.

föstudagur, september 24, 2004

Heimsókn til Tannlæknis.

Í gær fór ég í heimsókn til Valdimars tannlæknis á Egilsstöðum. Það var svo sem ágætis heimsókn. Valdimar hældi mikið yfirvaraskegginu sem ég er kominn með og kvaðst gjarnan vilja rækta sitt eigið en hann hefur víst ekki heimild til þess, greyið maðurinn. Valdimar vann vinnuna sína vel og vandlega og ég gekk ánægður út frá honum.


Aftur á móti þá var ég ekki alveg jafn ánægður með klíník dömuna sem tók mig á tal eftir að ég var kominn út úr stofunni. Hún var ekkert skemmtileg, hældi yfirvaraskegginu mínu ekki neitt og rukkaði mig bara um 16.900 isk. Það var bara ekkert gaman. Dagurinn, sem var búinn að þróast vel og stefndi í að verða góður dagur, varð ömurlegur eftir það. Ég held að veskið mitt hafi aldrei verið jafn létt eins og það er nú.

Ég get ég að vísu sjálfum mér um kennt, eins og með flest allt annað.

miðvikudagur, september 22, 2004

Heiðurslesandi

Núna í dag, miðvikudaginn 22 september árið 2004 sæmi ég herramanninn Brynjar Arnarsson nafnbótina "Heiðurslesenda heimsins í hnotskurn". Brynjar hefur um þónokkuð skeið verið dyggur lesandi en núna, fer hann í heldri manna tölu.

Samkvæmt samtali "heiðurslesendanefndar" síðunnar við Brynjar fyrir skömmu, komst hún að því að þetta væri einn dyggasti stuðningsmaður "heimsins í hnotskurn". í umsögn nefndarinnar var að finna ýmsar athyglisverðar athugasemdir, meðal annars þessa, sem réði því að hann komst í heldri manna tölu; "Brynjar bíður við tölvuna nótt sem dag eftir nýjum fréttum úr heimi tæknitröllsins".



"þetta er einfaldlega sú besta síða sem ég hef rambað inn á, á öllu internetinu, og þá er mikið sagt" Sagði Brynjar í umfjöllun sinni um síðuna.

Sem heiðurslesandi þá fær Brynjar Arnarsson mynd af sér á síðuna, til hægri neðan við tenglana. Framvegis verður það svæði tileinkað Heiðurslesendum.

Þess má geta að Brynjar Arnarsson er einmitt bróðir Sigmars, höfundar síðunnar.


sunnudagur, september 19, 2004

Helgarstuð !

Mikið ósköp er þetta búin að vera góð helgi. Sitja heima, læra og horfa á fótbolta. Ég held að lífið gerist vart betra en það. Þegar "lærdómsandinn" er ekki alveg yfir mér þá færi ég mig bara yfir í sófann og fylgist með 25 mönnun hlaupa um grænan völl í hinum stóra heimi, með knött sér að leiðarljósi. Ef það er ekki afþreying kónga þá veit ég ekki hvað.

Nú er víst andinn kominn yfir mig og þá er best að setjast niður og kíkja í skruddurnar og sjá hvaða skemmtun þær hafa upp á að bjóða.


Hér sést andinn með mér yfir skólabókum alheimsins.

miðvikudagur, september 15, 2004

Læra, leika og lita...

Það er mjög erfitt að byrja aftur í menntaskóla, afhverju kláraði maður þetta ekki þegar maður gat, á skikkalegum tíma ?

Maður verður víst að sætta sig við sína eigin leti og láta sér þetta að kenningu verða, þó það virðist seint ætla að lærast.

Maður verður bara að gera gott úr því og læra eins og maður ætti lífið að leysa !

þriðjudagur, september 14, 2004

Fabian Fucking Barthez !

Eins og glöggir lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir, þá eyddi ég þónokkrum tíma í Parísarborg ástarinnar. Það var gaman.

Það var aðeins eitt sem skyggði á þessa frægðarför mína til Franslands, og það var sköllóttur fyrrverandi markvörður Manchester United, núverandi markvörðu Marseille og franska landsliðsins. Ég tók upp á því að fara að hugsa aðeins um franska landsliðið í knattspyrnu, sennilega vegna þess að ég var í Frakklandi og einnig vegna þess að ég sá fréttir í frönskum fjölmiðlum (sem að ég skildi að vísu mjög lítið í) um næsta leik liðsins við Færeyjar, en ég var þar einmitt áður en ég fór til Frakklands, en það er önnur saga. Nú þessi hugsun um þennan leikmann franska landsliðsins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, nema hvað að ég gat engan veginn munað hvað þessi félagi myndi heita. Þetta var dagur þrjú í Frakklandi. Næstu fjóra daga lifði ég í angist yfir því að vita ekki hver maðurinn var, ég lagðist meira að segja svo lágt að spyrju kærustuna mína, Evu Læk, hvort hún vissi hver maðurinn væri.

Jafnvel þegar ég var kominn heim til Íslands, þá virtist ekkert fara að gerast. Ég lagði af stað frá Reykjavík, hugsaði um hann ákaft, en ekkert gerðist. Ég var kominn á það stig að þora ekki að spyrja, því það vita allir hver þessi maður er og þú þarft ekki að spyrja næsta mann, þú átt bara að vita þetta ! Sem knattspyrnuáhugamaður þá eru þetta upplýsingar sem þú átt að vita. En ég gerði það samt ekki.

Þá gerðist það ! upp á miðri Öxnadalsheiði, fjarri öllum hugsunum um sköllóttan, fyrrverandi markmann Manchester United, núverandi markamann Marseille.

"FABIAN BARTHES !" öskraði ég upp. Eva, kærastan mín, sem sat við hliðinna á mér hrökk upp og horfði á mig. Ég hélt áfram að kalla, "auðvitað er það Fabian Barthez, Fabian fucking Barthez" Eva horfði á mig og sagði svo við mig, "hva, ertu bara að fatta þetta núna ?"


Það var mikill léttir að muna nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille. Jafnvel enn þann dag í dag þá segi ég stundum við mig í hljóði nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille, glotti og hvísla "ég man hvað þú heitir, þú ert þessi sköllótti fyrrverandi markmaður Manchester United, núverandi markmaður Marseille, og ég veit hvað þú heitir"

Svona getur nú verið gaman í Frakklandi !

föstudagur, september 03, 2004

Er gaman ?

Jaeja, Er gaman ? Ja ! Audvitad. Nu er svoldid sidan ad eg hef faert inn faerlsu inn i dagbokina, en thad er buid ad vera svoldid mikid ad gera hja manni thessa dagana. Um sidustu helgi, tha var eg i Thorshofn i faereyjum og helt upp a afmaelid mitt thar thann 29 august. Thad var gaman.

Nuna er eg staddur i Paris Frakklandi og thad er lika gaman.

Thad er Gaman !!!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Réttar eða Rangar áherslur ?

Ég var á internetinu núna í morgun, og rambaði inn á útlenska síðu sem ég fann með hjálp google leitarvefsins. Á þessari síðu er kort af íslandi sem er svo sem ekkert frásögum færandi nema hvað, að Þetta kort af íslandi er svoltið skrýtið. Ef þið skoðið kortið nánar, þá sýnir það "helstu" staði landsins, ef frá er talið austurland, eða öllu heldur Norðausturland. Á norðausturhluta kortsins eru skráðir inn tveir staðir, tveir staðir af öllu norðausturlandi. Eins og glögglega má sjá hér þá eru þessir staðir ekki þessir "venjulegu" staðir sem þú setur á kort. En með fullri virðingi fyrir Njarðvík og Húsavík eystri, þá eru þetta ekki samt staðir sem þú setur inn á kort til þess að auðkenna norðausturhorn íslands.

Ætli landmælingar viti af þessu ?

Dæmi hver um sig.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Kex...

Hvað er kex ? hver er munur kexs og smákökurs ? Hvenær urðu menn kexruglaðir ? Er kex afleiðing alþjóðavæðingar heimsins ? Eru smákökurnar að víkja undan fjöldaframleiddu erlendu kexi ? Hvernig túlkar maður kex ?

...eða smákökur.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ný og bætt heimasíða !

Nú í dag 19 ágúst 2004 hefur heimasíðan www.landmandinn.blogspot.com verið uppfærð sem um munar ! Nýr tengill hefur bæst í safni á þessar stórmagnaðri síðu og mun það vera hún Þórey Kristín Þórisdóttir, a.k.a. Þórey Eskfirðingur, a.k.a. bumbey, a.k.a. Superwoman. Þórey þekki ég frá mínum yngri árum í menntaskólanum á Egilsstöðum. Sú þekking var bara af hinu góða og gaman var að hitta hana aftur á internetinu.
Hlekkurinn á síðuna er http://bumbey.blogdrive.com/ Þessar rótæku breytingar á síðunni koma í kjölfar sigurs íslendinga á ítölum í vináttulandsleik í knattspyrnu miðvikudaginn 18 ágúst 2004. Vanaföstum fastagestum er beðið velvirðingar á þessu umbroti á síðunni og eru beðnir um að leita ekki á slóðir annara dagbókarsmiða á internetinu.



Þórey Kristín eskfirðingur á góðri stundu á internetinu.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

fögnum þynnkudeginum mikla !

Í dag 15 ágúst 2004 er alþjóðlegur þynnkudagur í alheiminum. Vil ég þá hvetja sem flesta að taka þátt og skemmta sér saman í þynnkunni í dag. Lengi lifi þynnkan !


Reyðfirðingurinn Baldur Smári Sæmundsson sagði við mig í samtali í dag að hann ætlaði að halda daginn hátíðlegan með miklu pompi og prakt. Eins og sést þá er Baldur einstaklega þunnur í dag.