laugardagur, janúar 08, 2005

Catan landnemar


Ég var að kynnast frábæru spili í gær, Catan landnemar. Þetta er hreint og beint geggjað spil, þar að segja ef þú ert nörd, eins og hitt sjálfið mitt. Þetta er borðspil í anda civilisation og þú átt að byggja borgir, vegi og þróast yfir í að verða konungur alheimsins í spilinu. Það er skemmst frá því að segja að við tókum þrjú spil í gær og ég vann tvisvar, sem þýðir að ég er bestur í öllum alheiminum.

kv Sigmar Catan kóngur.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lettlandsstuð

Nú er maður víst á leiðinni til Lettlands í hálft ár.

Úff

Maður er svona beggja blands, en það er ekki spurning að maður fari, því annars sér maður eftir þessu allt sitt líf. Ég er nú hræddur um það.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Smellið hér til að verða vitna að stórkostlegu ferðalagi
Ég og Eva skruppum austur til Frakklands núna í haust og tókum ungfrú Kodak með í för. Hún er þeim kostum búin að geta lýst upplifun sinni með mynd ! Endilega fylgist með ævintýrum Evu og Simmi í æsiför sinni um Evrópu og smellið á turn Eiffels.

föstudagur, desember 10, 2004

Bóndinn í góðum félagsskap


Skrapp til Frakklands og hitti eina feita tjellingu...

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Sunnudagsblogg

Læra leika lita, þið ættuð bara að vita, hver rosalega er gaman í kjallaranum hjá mér.

Það er alveg hræðilegt að sýna svona mikið af enska boltanum um helgar, því maður getur enganveginn einbeitt sér með svona guðdómlega afþreyingu í imbakassanum. Sveiattan og skamm skjár 1, þetta er ekki sniðugt lengur !

laugardagur, nóvember 06, 2004

Harðfiskur á laugardagskveldi

Það er laugardagskvöld og ég sit einn heima að læra. Ég er að borða harðfisk í kvöldmat, ættaðan úr Pollinum Akureyri og hertur á grálúðumiðum fyrir vestan land.
Ég er hræddur um að ég fari í Brávelli 5 á eftir og spili Monopoly og súpi bjór, bara svona rétt til að bjarga geðheilsunu.

p.s Liverpool tapaði í dag og það var ömurlegt.


Hér má sjá ýsuna hana Lísu herrta og tilbúna til átu. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum þegar inn fyrir varir Sigmars var komið, enda "sporðrenndi" hann henni niður á skömmum tíma með smá viðbiti. "lífið gerist vart betra eftir svona máltíð" sagði Sigmar eftir ýsu Lísu átið.

mánudagur, október 18, 2004

Hva, er bara kominn vetur ?

Ég held að það hafi ekki dulist neinum hér austanlands í dag að veturinn hafi gert eitthvað vart við sig. Það er samt magnað hvernig hann byrjar á þessu. Hann er ekkert að læðast upp að okkur ok koma yfir landið hægt og bítandi. Nei, hann tekur þetta með pompi og prakti, eins og sönnum herramanni sæmir !


Það er svo sem í fínu lagi að fá smá hríðarbyl yfir sig, það bara minnir mann bara betur á hvað sumarið er gott, en það getur verið alveg djéskoti kalt að labba í skólan í svona veðri.


Og hver nennir að fara í neysluferð þegar Kári vinur minn lætur svona. Ég þarf meira að segja að hringja í Riddaraliðið til að skila inn DVD disknum sem ég fékk að láni í gær frá söluskála khb. Það er von að riddari götunar komi mér til bjargar...

laugardagur, október 16, 2004

Af kennaraverkfalli

Ég held að deilendur í kennaraverkfallinu ættu að fara að semja hið snarasta. Nú um daginn, þegar ég var að labba í vinnuna, þá heyrði ég einhver óhljóð. Við nánari athugun, þá sá ég ungan dreng á grunnskólaaldri vera að elta lítinn kött, geltandi eins og hundur. Við þetta set ég stórt spurningarmerki. Er ekki löngu kominn tími til að fara að leysa úr þessari deilu, áður en ungdómur landsins missir endanlega vitið.


Kötturinn Árni hlaut mikinn tilfinningaskaða við áreiti unga drengsins og hyggur á hefndir. Á myndinni sést Árni í hryðjuverkaskóla sameinaða húskatta í Austur skaftafellssýslu.

föstudagur, október 15, 2004

Söluskálinn og pitsurnar

Í gær, héldum við vinnufélagarnir, Ásgrímur Ingi og ég, á vit ævintýranna í söluskála KHB á Egilsstöðum. Við skelltum okkur á hið vikulega pitsahlaðborð þar á bæ og létum til skarar skríða. Við mættum til átu um 18:20 og fórum ekki fyrr en um áttaleytið. Eftir þann tíma var söluskálinn sextán pitsasneiðum, tveim kokteilsósudollum, um 2 lítrum af gosi og smá frönskum fátækari. Fyrir þetta greiddum við einungis 2000 krónur, og teljum við okkur hafað náð upp í kostnað, þ.e. hráefniskostnað, sem var takmarkið. Að vísu var reynt að eitra fyrir okkur í millitíðinni með jalapenó pipar, en allt kom fyrir ekki, og þrátt fyrir að forsvarsmenn söluskálans hafi reynt að bregða fyrir okkur fæti þá héldum ótrauðir átunni áfram.


Fregnir herma að Khb sé búið að endurskoða afstöðu sína gagnvart pitsahlaðborðum, þar sem frést hefur að einstaka aðilar misnoti hlaðborðið alvarlega. Málið er í rannsókn hjá Heilbrigðiseftirliti austurlands.

miðvikudagur, október 13, 2004

Merkisatburður í ljósmyndasögu Íslands !

Stórmerkar myndir náðust af einstökum atburði nú fyrir skömmu þegar fæðing tveggja Íslendinga festist á filmu í Mývatnssveit núna fyrr í Haust. Ritstjórn Heimsins í hnotskurn, hefur ákveðið að deila þessum merka atburðu með alheiminun og sýna enn sem fyrr sérstöðu okkar íslendinga. Halldór Ásgrímsson kvað þetta vera merki um mikinn myndugleika þjóðarinnar og sýndi öðrum þjóðum úr hverju við værum gerð, bókstaflega. Ólafur Ragnar Grímsson tók í saman streng að sagðist ætla að senda fálkaorðuna með póstkröfu strax næsta dag. Ekki náðist í Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing vegna þessa máls.

Hér getið þið orðið vitni að þessum merka atburði
Hér sést Stefán borubrattur að skríða úr gjótunni. Smellið á myndina til að verða vitni að fæðingu Sigmars.

mánudagur, október 11, 2004

Á slóðum snillinga eða er fjárhagur menntaskólanna algjörlega í rúst ?

Núna í dag var ég að safna heimildum í ritgerð eina sem ég á að gera fyrir áfanga einn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Til þess verknaðar tók ég mig til og ljósritaði (löglega) upp úr þónokkrum bókum úr bókasafni Menntaskólans á Egilsstöðum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema það á ljósritunarkortinu sem ég var með, var ritað nafn eins kunnugrar dagbókasmiðs hér um slóðir.

Það var enginn annar er Finnur Torfi Gunnarsson sem hafði merkt sér þetta merkilega ljósritunarkort endur fyrir löngu. Það má líta á þetta á tvenna vegu. Annars vegar tel ég mig vera á slóðum merkra manna með að handleika þvílíka forngrip en hins vegar má setja stórt spurningamerki við fjárhag Menntaskólans, að geta ekki endurnýjað svo lítin og einfaldan hlut. Ég held að ég kjósi fyrri kostinn, hann hljómar betur.


Finnur Torfi Gunnarsson var himinlifandi við þennan stórmerka fornleifafund í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Aðspurður sagðist þó hryggja fjárhag skólans, sem væri í "algjöru fokki" eins og hann orðaði það.

sunnudagur, október 10, 2004

Glænýjar gamlar myndir !

Höttur - Sigmar Bóndi 0 - 1 Rúst !!!
Þokkalega rúst sumarsins !

föstudagur, október 08, 2004

Lestrarslys !

Hræðilegur atburður átti sér stað á virkjunasvæði Kárahnjúkarvirkjunar þegar portúgalinn José Rea Sandreas las yfir sig. Atburðurinn átti sér stað um kvöldmatarleytið þegar lestur stendur yfir í tómstundaskálum vinnubúðanna. José, sem var niðursokkin í portúgalskt tímarit, las ógætilega og fór á endanum yfir um. Maðurinn var ekki í belti, enda nýbúinn að éta yfir sig af stafapasta og stafakexi sem talin eru hafa átt einhvern þátt í slysinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum, vinnueftirliti ríkissins og menntamálaráðuneyti. Maðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis við lesturinn.


Aðkoma að lestrarslysinu var slæm, en sjúkraflutningamenn á kárahnjúkasvæðinu báru sig þó vel.

fimmtudagur, október 07, 2004

Haustið er loksins komið !

Haustboðinn er kominn með roða í nefi. Já nú er maður búinn að næla sér í haustkvefið, ekki slæmt það. Það er alltaf svo yndislega gaman að vakna á morgnana og byrja daginn á því að hreinsa allt kögglótta, brúna, þykka og geðslega slímið sem leynist í hálsinum á manni. Ekki má heldur gleyma sífelldu nefrennslinu sem eykst með hverju hnerrinu, þetta er stórkostlegt ástand. Kvefið er svo sannarlega haustboðinn góði.


Stuart Bournmoth, erlendur verkamaður á Kárahnjúkum tók kvefinu fagnandi í dag ásamt Sigmari, og hélt upp á daginn með góðu "snýti"

laugardagur, október 02, 2004

Norður...

Nú er maður kominn norður yfir heiðar. Maður er heima hjá mömmu sín og er að bíða eftir matnum, sem samanstendur af norðlensku lambi sem hefur endað daga sína til þess að uppfylla þarfir mínar. Ég þakka mömmu lambsins kærlega fyrir.

Svo er það bara veruleikinn á morgun, heima í kjallaranum á Egilsstöðum, í lærdóminn. Ekki slæm skipti það.

...en ekki niður, samkvæmt kortinu !

föstudagur, október 01, 2004

Alheimslesendur.

Ég hef tekið eftir því að það eru um tíu manns sem skoða síðuna daglega. Tel ég vera þetta vera sama hóp og hefur ritað nafn sitt í gestabókina mín, en sá hópur telur um ellefu manns. Vil ég þakka þeim fastagestum sem heimsækja síðuna daglega, kærlega fyrir og hvetja þá til að lesa áfram um ævintýri mín á internetinu og alheiminum.

Ekki væri verra ef þig mynduð nú bera út boðskap minn um gjörvalla jörðu, svo lesendur hér á Íslandi sem og í Zimbabwe gætu notið fróðleiks minns um líf tæknitrölla í veröld þessari sem við lifum í.

fimmtudagur, september 30, 2004

Tannlæknir, taka 2.

Úff, já úff. Ég er víst að fara aftur til tannlæknis núna í dag og láta gera við eina "skemmd" sem að hann segir að sé til staðar. Það merkilega var að ég var ekki boðaður fyrr en eftir að samsæriskenningin mín um FÓTA (félag óprúttina tannlækna alheimssins) birtist á internetinu. Er þetta eingöngu tilviljun ? eða er verið að fylgjast með manni ?

Ég verð samt að segja að ég er svolítið skelkaður við að fara aftur til tannsa.


Ætli móttökurnar verði eitthvað á þessa leið ?

þriðjudagur, september 28, 2004

Tannkrem og þessháttar óþverri.

Hvernig stendur á því að á tannkremstúbum sem maður kaupir út í búð sé alltaf innihaldslýsingin á einhverju óskiljanlegu og óþekktu hrognamáli. Ég á því að þetta sé samsæri FÓTA (Félag óprúttina tannlækna alheimssins)að senda út tannkremstúbur með mismunandi tungumálum um allan heim svo innihaldslýsingin skiljist ekki. Ég þykist nefninlega vita að þessu svokölluðu "tannkrem" séu bara einhverjar sykurlausnir, duldar með miklu piparmyntubragði, unnu úr erfðabreyttum sykri sem sé sérhannaður til eyðingar glerungs í tönnum vesturlandabúa. Hver hefur ekki heyrt predikunarpistilin frá tannlækninum, "mundu svo að vera duglegur að bursta" Svo sér maður eitthvað skítaglott á viðkomandi, og það eina sem vantar er bara "vondu kalla" hláturinn í lokin til að undirstrika illskuna.


Hvernig á nokkur lifandi maður að skilja þetta ?

Hvað getum við gert ? Eru eftir einhverjir heiðarlegir tannlæknar eftir sem eru að berjast gegn FÓTA eða er þetta einhver svarinn eiður um leið og þú hefur nám í tannlækningum að berjast gegn harðasta efni líkamans, glerungnum ?

Hvað er til bragð að taka ? Erum við kannski bara föst í þessum vítahring tannækninga sem hefur heltekið líf almennings um gjörvallan heim ? getum við, almúginn barist gegn þessum "skottu" tannlæknum, eða eigum við bara að sætta okkur við fávisku okkar og láta eins og ekkert sé, láta bara eins og þetta sé hluti af okkar daglega lífi í alheiminum.

mánudagur, september 27, 2004

Þar kom loksins að því !

Núna í dag mánudaginn 27 sepember 2004 klukka 15:25, fór ég í fyrsta skiptið á þessari önn og settist á klósettið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þetta var ljúf stund enda kominn tími til að setjast niður og slappa af á almenningssalerni skólans.

Ég vil ríkiskaupum einstaklega vel fyrir gott val á salernispappír, hann var mjúkur en um leið sterkur og jók þar af leiðandi öryggistilfinningu á meðan á stóð.


Hér má sjá huskvarnö 1500 salerni, sem er sambærileg týpa og má finna á salernum Menntaskólans á Egilsstöðum.

laugardagur, september 25, 2004

Gestabókin komin í tveggja stafa tölu !

Undur og stórmerki skóku allt internetið í dag þegar gestabóki Heimsins í hnotskurns komst í tveggja stafa tölu. Þetta sýnir að síðan er stoppistöð fjölda fólks, hvaðanæva úr heiminum og aðdáðendur internetsins kunna gott að meta.


Vil ég þakka Hlyni Gauta Sigurðssyni kærlega fyrir gott framtak, að skrifa í gestabókina forlátu sem leynist hægra megin á síðunni (svarthvíta myndin).

Nú hafa alls tíu manns skráð sig í gestabókina og þar með á spjöld sögunnar, því eins og vitað er, þá verður þessi bloggsíðu mikilsverð samtímaheimild um bloggheima internetsins í framtíðinni. Þannig að ég hvet alla að rita nafn sitt á spjald bloggsögu alheimssins.

föstudagur, september 24, 2004

Heimsókn til Tannlæknis.

Í gær fór ég í heimsókn til Valdimars tannlæknis á Egilsstöðum. Það var svo sem ágætis heimsókn. Valdimar hældi mikið yfirvaraskegginu sem ég er kominn með og kvaðst gjarnan vilja rækta sitt eigið en hann hefur víst ekki heimild til þess, greyið maðurinn. Valdimar vann vinnuna sína vel og vandlega og ég gekk ánægður út frá honum.


Aftur á móti þá var ég ekki alveg jafn ánægður með klíník dömuna sem tók mig á tal eftir að ég var kominn út úr stofunni. Hún var ekkert skemmtileg, hældi yfirvaraskegginu mínu ekki neitt og rukkaði mig bara um 16.900 isk. Það var bara ekkert gaman. Dagurinn, sem var búinn að þróast vel og stefndi í að verða góður dagur, varð ömurlegur eftir það. Ég held að veskið mitt hafi aldrei verið jafn létt eins og það er nú.

Ég get ég að vísu sjálfum mér um kennt, eins og með flest allt annað.

miðvikudagur, september 22, 2004

Heiðurslesandi

Núna í dag, miðvikudaginn 22 september árið 2004 sæmi ég herramanninn Brynjar Arnarsson nafnbótina "Heiðurslesenda heimsins í hnotskurn". Brynjar hefur um þónokkuð skeið verið dyggur lesandi en núna, fer hann í heldri manna tölu.

Samkvæmt samtali "heiðurslesendanefndar" síðunnar við Brynjar fyrir skömmu, komst hún að því að þetta væri einn dyggasti stuðningsmaður "heimsins í hnotskurn". í umsögn nefndarinnar var að finna ýmsar athyglisverðar athugasemdir, meðal annars þessa, sem réði því að hann komst í heldri manna tölu; "Brynjar bíður við tölvuna nótt sem dag eftir nýjum fréttum úr heimi tæknitröllsins".



"þetta er einfaldlega sú besta síða sem ég hef rambað inn á, á öllu internetinu, og þá er mikið sagt" Sagði Brynjar í umfjöllun sinni um síðuna.

Sem heiðurslesandi þá fær Brynjar Arnarsson mynd af sér á síðuna, til hægri neðan við tenglana. Framvegis verður það svæði tileinkað Heiðurslesendum.

Þess má geta að Brynjar Arnarsson er einmitt bróðir Sigmars, höfundar síðunnar.


sunnudagur, september 19, 2004

Helgarstuð !

Mikið ósköp er þetta búin að vera góð helgi. Sitja heima, læra og horfa á fótbolta. Ég held að lífið gerist vart betra en það. Þegar "lærdómsandinn" er ekki alveg yfir mér þá færi ég mig bara yfir í sófann og fylgist með 25 mönnun hlaupa um grænan völl í hinum stóra heimi, með knött sér að leiðarljósi. Ef það er ekki afþreying kónga þá veit ég ekki hvað.

Nú er víst andinn kominn yfir mig og þá er best að setjast niður og kíkja í skruddurnar og sjá hvaða skemmtun þær hafa upp á að bjóða.


Hér sést andinn með mér yfir skólabókum alheimsins.

miðvikudagur, september 15, 2004

Læra, leika og lita...

Það er mjög erfitt að byrja aftur í menntaskóla, afhverju kláraði maður þetta ekki þegar maður gat, á skikkalegum tíma ?

Maður verður víst að sætta sig við sína eigin leti og láta sér þetta að kenningu verða, þó það virðist seint ætla að lærast.

Maður verður bara að gera gott úr því og læra eins og maður ætti lífið að leysa !

þriðjudagur, september 14, 2004

Fabian Fucking Barthez !

Eins og glöggir lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir, þá eyddi ég þónokkrum tíma í Parísarborg ástarinnar. Það var gaman.

Það var aðeins eitt sem skyggði á þessa frægðarför mína til Franslands, og það var sköllóttur fyrrverandi markvörður Manchester United, núverandi markvörðu Marseille og franska landsliðsins. Ég tók upp á því að fara að hugsa aðeins um franska landsliðið í knattspyrnu, sennilega vegna þess að ég var í Frakklandi og einnig vegna þess að ég sá fréttir í frönskum fjölmiðlum (sem að ég skildi að vísu mjög lítið í) um næsta leik liðsins við Færeyjar, en ég var þar einmitt áður en ég fór til Frakklands, en það er önnur saga. Nú þessi hugsun um þennan leikmann franska landsliðsins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, nema hvað að ég gat engan veginn munað hvað þessi félagi myndi heita. Þetta var dagur þrjú í Frakklandi. Næstu fjóra daga lifði ég í angist yfir því að vita ekki hver maðurinn var, ég lagðist meira að segja svo lágt að spyrju kærustuna mína, Evu Læk, hvort hún vissi hver maðurinn væri.

Jafnvel þegar ég var kominn heim til Íslands, þá virtist ekkert fara að gerast. Ég lagði af stað frá Reykjavík, hugsaði um hann ákaft, en ekkert gerðist. Ég var kominn á það stig að þora ekki að spyrja, því það vita allir hver þessi maður er og þú þarft ekki að spyrja næsta mann, þú átt bara að vita þetta ! Sem knattspyrnuáhugamaður þá eru þetta upplýsingar sem þú átt að vita. En ég gerði það samt ekki.

Þá gerðist það ! upp á miðri Öxnadalsheiði, fjarri öllum hugsunum um sköllóttan, fyrrverandi markmann Manchester United, núverandi markamann Marseille.

"FABIAN BARTHES !" öskraði ég upp. Eva, kærastan mín, sem sat við hliðinna á mér hrökk upp og horfði á mig. Ég hélt áfram að kalla, "auðvitað er það Fabian Barthez, Fabian fucking Barthez" Eva horfði á mig og sagði svo við mig, "hva, ertu bara að fatta þetta núna ?"


Það var mikill léttir að muna nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille. Jafnvel enn þann dag í dag þá segi ég stundum við mig í hljóði nafnið á þessum sköllótta, fyrrverandi markmanni Manchester United, núverandi markmann Marseille, glotti og hvísla "ég man hvað þú heitir, þú ert þessi sköllótti fyrrverandi markmaður Manchester United, núverandi markmaður Marseille, og ég veit hvað þú heitir"

Svona getur nú verið gaman í Frakklandi !

föstudagur, september 03, 2004

Er gaman ?

Jaeja, Er gaman ? Ja ! Audvitad. Nu er svoldid sidan ad eg hef faert inn faerlsu inn i dagbokina, en thad er buid ad vera svoldid mikid ad gera hja manni thessa dagana. Um sidustu helgi, tha var eg i Thorshofn i faereyjum og helt upp a afmaelid mitt thar thann 29 august. Thad var gaman.

Nuna er eg staddur i Paris Frakklandi og thad er lika gaman.

Thad er Gaman !!!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Réttar eða Rangar áherslur ?

Ég var á internetinu núna í morgun, og rambaði inn á útlenska síðu sem ég fann með hjálp google leitarvefsins. Á þessari síðu er kort af íslandi sem er svo sem ekkert frásögum færandi nema hvað, að Þetta kort af íslandi er svoltið skrýtið. Ef þið skoðið kortið nánar, þá sýnir það "helstu" staði landsins, ef frá er talið austurland, eða öllu heldur Norðausturland. Á norðausturhluta kortsins eru skráðir inn tveir staðir, tveir staðir af öllu norðausturlandi. Eins og glögglega má sjá hér þá eru þessir staðir ekki þessir "venjulegu" staðir sem þú setur á kort. En með fullri virðingi fyrir Njarðvík og Húsavík eystri, þá eru þetta ekki samt staðir sem þú setur inn á kort til þess að auðkenna norðausturhorn íslands.

Ætli landmælingar viti af þessu ?

Dæmi hver um sig.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Kex...

Hvað er kex ? hver er munur kexs og smákökurs ? Hvenær urðu menn kexruglaðir ? Er kex afleiðing alþjóðavæðingar heimsins ? Eru smákökurnar að víkja undan fjöldaframleiddu erlendu kexi ? Hvernig túlkar maður kex ?

...eða smákökur.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Ný og bætt heimasíða !

Nú í dag 19 ágúst 2004 hefur heimasíðan www.landmandinn.blogspot.com verið uppfærð sem um munar ! Nýr tengill hefur bæst í safni á þessar stórmagnaðri síðu og mun það vera hún Þórey Kristín Þórisdóttir, a.k.a. Þórey Eskfirðingur, a.k.a. bumbey, a.k.a. Superwoman. Þórey þekki ég frá mínum yngri árum í menntaskólanum á Egilsstöðum. Sú þekking var bara af hinu góða og gaman var að hitta hana aftur á internetinu.
Hlekkurinn á síðuna er http://bumbey.blogdrive.com/ Þessar rótæku breytingar á síðunni koma í kjölfar sigurs íslendinga á ítölum í vináttulandsleik í knattspyrnu miðvikudaginn 18 ágúst 2004. Vanaföstum fastagestum er beðið velvirðingar á þessu umbroti á síðunni og eru beðnir um að leita ekki á slóðir annara dagbókarsmiða á internetinu.



Þórey Kristín eskfirðingur á góðri stundu á internetinu.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

fögnum þynnkudeginum mikla !

Í dag 15 ágúst 2004 er alþjóðlegur þynnkudagur í alheiminum. Vil ég þá hvetja sem flesta að taka þátt og skemmta sér saman í þynnkunni í dag. Lengi lifi þynnkan !


Reyðfirðingurinn Baldur Smári Sæmundsson sagði við mig í samtali í dag að hann ætlaði að halda daginn hátíðlegan með miklu pompi og prakt. Eins og sést þá er Baldur einstaklega þunnur í dag.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Tilvistarkreppa...

Ég er farinn að hafa áhyggjur af Því að ég sé sá eini sem er að skoða þessa síðu, allavega þá hreyfist teljarinn minn voðalega lítið, það lítið að ég tek eftir því að ég er sá eini sem hreyfi við honum.

Þannig að, lesendur góðir, væruð þið til í að setja inn athugasemd með nafni og hvatningarorðum svo að ég fíleflist í skrifum mínum um ævintýri heimsins.

Einnig vil ég benda á myndina af mér þarna til hægri (þessi svarthvíta flotta), en hún er einmitt tengill inn á gestabókina mína. Ég á að vísu eftir að merkja hana betur, en þetta er skemmtilegt svona líka.

Og koma svo...

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Suma daga ætti að banna. Dagur 2

Nú er maður búinn á því. Enn og aftur eru 27 gráðu hiti, og það er, eins og áður segir, einfaldlega of heitt. Ég er kominn með puttana á síman og er við það að fara að hringja í Bjartmar og skamma hann !


Hér má sjá ástandið á almennum íslendingi um þrjú leytið í dag. Myndin er af Hallgrími Skúlasyni letingja frá Fellabæ.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Suma daga ætti að Banna !

Í dag 10 ágúst á því herrans ári 2004 er bara alltof heitt ! 27° á Celsíus er bara of mikið. Þannig að ég vil gjarnan koma þeim tilmælum til veðurstofu íslands að hætta að koma með svona rosalegar hitabylgjur, 20-24° á celsíus er fínt, látum þar staðar numið. Fyrir þá sem sætta sig ekki við þessi tilmæli, þá bendi ég þeim á að hypja sig bara burt til Spánar.

Ég er jafnvel farinn að halda að Bjartmar Guðlaugsson hafi verið að fara með fleypur þegar hann söng um engisprettufaraldurinn, það er bara ekkert of kalt !

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Er málið að fara að brjóta einhverja glugga ?

Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggakerfið í tölvunni minni. Ég glugga í gegnum síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann í gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna.

Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glugga opna í einu, þá kemur bara upp ólögleg aðgerð í gluggum...


Ég held ég sé orðinn gluggaður.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Stuð á Akureyri.

Núna um síðustu helgi (verslunarmannahelgi) þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af mér. Ástæðan var lítilvægleg en ég var víst að kveikja eld á stað þar sem ég mátti ekki gera það, nánar tiltekið á miðju Ráðhústorgi. Lögreglan kom að eldinum slökkti í honum með því að stappa ofan á honum og avítti mig síðan og sagði, orðrétt; "Reyndu svo að þroskast". Ég tel mig hafa verið mjög þroskaðan með því að halda kjafti og segja ekki neitt og bíða með að kveikja eldin aftur þangað til að löggan var farin. Í raun var þetta athæfi mitt ekki mér að kenna, heldur greyið stráknum sem gleymdi úlpunni sinni á ráðhústorginu.


Hér má sjá lögregluna á Akureyri taka á vandamálum nýliðinnar helgi á Ráðhústorgi hins himneska friðar.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Google er merkilegt fyrirbæri.

Það má með sanni segja að töfrar internetsins tengi saman ólíka menningarheima jarðarinna með aðgengi sínu að víðförlu upplýsinganeti sínu á þessum stafrænu dögum veraldinnar. Eftir að ég sló upp leitarorðinu "Sigmar" á Google leitarvélinni, þá komst ég í samband við nafna minn í Ghettóhverfum í henni stóru Ameríku. Þetta þykja miklar gleðifregnir, enda ekki mikið um góða "Sigmara" á hverju strái. Sigmar hinn Ameríski fagnaði mjög fregnum þess efnis að svo mjög gervilegur maður á Íslandi skyldi halda uppi heiðri "Sigmarsins" og hyggst kynna "Sigmarinn" þann íslenska í Ameríku. Þegar er búið að hafa samband við auglýsingastofu AT&T vegna verkefnissins.


Hér má sjá hinn Ameríska Sigmar (tv) í góðu yfirlæti með vini sínum Derick(th).

mánudagur, júlí 19, 2004

Bandý Brjálæði í Banastuði

Núna um síðust helgi var haldið íslandsmeistaramót í Bandý hér á Egilsstöðum um helgina og að sjálfsögðu tók ég þátt, enda frægur fyrir að vera Bandý Bandítí.  Að sjálfsögðu stóð ég undir nafni og sýndi andúð mína á "alltof góðu mönnunum" með því að tækla kolólega.  Ég biðst samt fyrirgefningar á þessu athæfi mínu, þótt það hafi verið alveg einstaklega fyndið.  Auðvitað gekk mínu liði umf Þristur, ekki sem skildi og við unnum ekki leik, en við vorum með, það er það sem skiptir máli.  Ég var í marki allan tíman, en skoraði eitt glæsilegt mark á móti "Utah" eða "fellbæingaliðunu" eins og þeir voru nú kallaðir. Þannig að ég fór sáttur heim, eftir frækilega framgöngu á íslandsmeistaramóti alheimsins.



Hér má sjá lið fellbæinga í miklum ham, en nokkrum andartökum síðar skoraði Sigmar Bóndi fallegasta mark mótsins.


fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mjólkurbú Flóamanna er ágætis Fyrirtæki.

Ég varð fyrir því óláni/láni fyrir skömmu að fá smá bónus með drykkjarjógúrtinu sem ég hafði með mér í nesti í vinnuna. Þetta var alveg fínasta jógúrt að öllu leyti nema einu. Þegar ég var að taka síðast gúlsopan, þá hallaði ég höfðinu vel aftur, alveg ólmur í hvern einn og einast dropa af jarðaberjajógúrtinu og fann hvernig þetta sæta bragð lék um bragðlaukana mína, þá fann ég fyrir einhverju skrýtnu upp í mér, það kom smá undrunarsvipur á mig, þar sem ég var búinn að borða allan þann harða mat sem ég hafði með mér. Eftir pælingar í drykklangastund, þá ákvað ég að kanna nánar hvað þetta eiginlega væri og seildist eftir þessu "skrýtna" í munninum á mér. Þegar ég var komin með "þetta" í hendurnar, þá sá ég að þetta var Bónus ! (enda var jógúrtin keypt í Bónus). Lítið plast brot úr samskonar dollu hafði læðst með í dolluna og upp í munninn minn. Ekki hlaut ég mikinn skaða af þessu stykki, en lét samt Mjólkurbúið vita af þessum aukahlut, og viti menn, haldiði ekki að Mjólkurbúið hafi verðlaunað mig með þessum skemmtilega fundi og splæst á mig heilli ostakörfu ! Ekki amalegt það.


Hér má sjá hina forlátu ostakörfu sem var í aðalvinning plastleiksins hjá Mjólkurbúi Flóamanna.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Mona Lisa er orðin Brjáluð !

Nokkuð undarlegar fréttir frá Lourve safninu í París bárust mér fyrir stuttu. Svo virðist sem að Mona Lisa væri orðin geggjuð á inniverunni á safninu. Jauqes Coastullé forvörður á safninu sagðist aldrei hafa séð svona lagað áður, einungis heyrt sögur af prakkarastrikum frá málverkum Súrrealismans á suðurdeild Lourve safnsins á fyrri hluta síðasta áratugars, enda var sú deild í ljósaperuskiptum þann tíma. Ekki er vitað hvers vegna Mona Lisa lætur svona núna, en helstu kenningar þess efnis hafa ekki verið kynntar fjölmiðlum ennþá.


Hér má Sjá Monu Lisu alveg snarklikkaða.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ha ? Hvað segirðu ? Geturðu talað hærra !

Í gær og í dag er ég heyrnalaus í vinstra eyra. Það er geðveikt cool, enda eru bara svalir menn sem heyra ekki nokkurn skapaðan hlut, sjáið bara t.d. Beethoven, hann var ofursvalur töffari á sínum tíma og það var gerð mynd um hann ! Ef það er ekki cool þá veit ég ekki hvað !

Ég talaði við læknir í hádeginu og hann gaf mér skýr og góð ráð. Ég á að sjá til með þetta fram yfir helgi og ef þetta heldur áfram, þá á ég að "heyra" aftur í honum... þar að segja ef vinstra eyrað verður í lagi.

Sendið mér svo sms, ég verð að fara venjast svoleiðis löguðu.

föstudagur, júlí 02, 2004

Stefán Gunnlaugsson frá Stóru Hvönn, Takk fyrir mig !

Ég, Sigmar Bóndi, vil þakka honum Stefáni kærlega fyrir mig. Stefán hefur í gegnum tíðina staðið sig mjög vel í framleiðslu sauðfjár í innsveitum Skagafjarðar. Til dæmis má nefna stórkostlega framleiðslu sem endaði sem hangiálegg í samlokunni sem ég smurði í nesti fyrir vinnuna í dag. Gefum Stefáni gott klapp.

Ærin Sibba með lambið sitt Surt. Surtur endaði nefninlega sem hangiálegg í samlokunni minni í dag.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Þetta er ömurlegt !

Afhverju þarf liðið sem maður er búinn halda með í gegnum allt Evrópumótið að tapa gegn ömurlegu liði !

Grikkland Sucks !

Grikkir spiluðu ömurlega leiðinlegan fótbolta allan leikinn og drulluðu boltanum inn á síðustu sekúndum í fyrri hálfleik framlengingar. Mikið rosalega getur maður orðið fúll út af svona.

Lífið er víst ekki sanngjarnt, en ég skal hefna mín fyrir hönd Tékka. Ég hef útbúið mynd sem mun flekka mannorð allra Grikkja í heiminum og ekkert mun stöðva mig ! Þar sem ég hef aðgang að heimum internetsins þá mun ég nýta krafta mína til að rægja Grikki. Þeim er nær að slá Tékka út úr Evrópukeppninni.


Hámenning á Austurlandi.

Bóndinn/Tröllið gerði sér glaðan dag í gær og fór á tónleika með stórhljómsveitinni Týr í gær og skemmti sér alveg konunglega. Það var ágætis mæting þrátt fyrir mjög slæma kynningu á tónleikunum (tók bara eftir einni auglýsingu á Egilsstöðum). Þetta eru alveg hreint magnaðir kappar og eru mjög kröftugir og flottir ! Ekki sakaði heldur að versla sér báða diskana með þeim og fá þá áritaða :-)



Magnað að fá svona menningu hingað austur !

miðvikudagur, júní 30, 2004

Er það málið að byrja að halda út dagbók á netinu aftur ? Það er að vísu búið að ansi langt stopp hjá mér, þrátt fyrir yfirlýsingar um að vera duglegri... En núna er maður kominn með ADSL heim í kjallarann, þannig að það ætti að verða smá breyting á því...

Sjáum til og bíðum spennt eftir niðurstöðunum

Der Bauer von Kunckelstiksterstraße 43

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Fyrir þá sem þora !!!

Ég er í svolittli klemmu núna... Svo virðist sem að ég nenni ekki að rita niður dagbókarfærslur, allavegan núna upp á síðkastið. En það stangast samt á við það sem ég er að gera núna. Þetta er stórfurðulegt mál.

Merkilegt nokk.

annars er komin ný frétt á thristur.net sem og ný könnun. Fólki er frjálst að vafra þangað inn, enda er enginn óvelkominn á net-slóðir Þristarmanna.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Létt og laggott

Eins og lesendir Heimsins í hnotskurns hafa eflaust tekið eftir þá hafa síðustu færslur í blogginu verið frekar stuttar. Það má rekja beint til niðurskurðar í heilbrigðisskerfinu, þar sem puttar tröllsins hafa ekki þá tryggingu lengur sem þeir höfðu.

En í ljósi þess að þessi niðurskurður á heilbrigðissviðinu mun ekki hafa bein áhrif á ritunarfærni og heilastarfsemi tröllsins, þá mun höfundur Heimsins í hnotskurns halda ótrauður áfram í skrifum sínum í nákominni framtíð.

Þess má nú þá geta að þessi dagbókarfærsla var, eins og Pétur Guðmundsson myndi segja, "Gjörsamlega" tilgangslaus, þar sem seinni dálkurinn stangast á við hinn, sem og að sá þriðji (þessi sem er verið að lesa núna) fer í að útskýra tilgangsleysi færslunar, sem gerir þetta að algjörum farsa með tilgangslausum upplýsingum.

Orð dagsins er "Öfugmæli". Ég mæli með því að fólk fletti því orði upp í orðabók og velti fyrir sér merkingu þess.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Góðan dag.

Nafnið Edda þýðir formóðir.

Takk fyrir.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Fyrir þá sem hugaðir eru...

Þorirðu ?

En hvað með þetta ?

Vonandi komust þið ósködduð úr þessum ævintýrum tveim.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Er internetið að koma til ???

Svo virðist sem að ég sé búinn að koma þessu títtnefnda interneti í skilning um það að íslenskir stafir virka alveg á internetinu. Eftir miklar rökræður við internetið, þá tókst mér að sýna fram á það að stafinrir Ð Þ Ó Á Í Ú Ý Æ Ö séu alveg jafngóðir og þeir útlensku stafir sem eru til boðstóla á internetinu.

Eftir langan og strangan pistil, sem var samin af Póstmeistara ríkissins, þá lét netið deigan síga, eftir að okkur tókst að sýna fram á það að Netið styður íslenskar síður að ýmsu tagi. Þar má helst nefna síður á borð við siggi.is og segull.is. Þessar tvær síður urðu þungamiðja í röksemdarfærslu Póstmeistara ríkissins, sem er einmitt Siggi, sem heldur út heimasíðunni siggi.is

Það er ekki frekari sögum að segja frá því nema hvað að ég hef unnið mikið frumkvöðlastarf í þágu íslenska almúgans sem stendur í ævarandi þakkarskuld við Tæknitröllið sjálft.

Þeim sem langar að sýna þakkir sínar í verki eru bent á kjörbókarreikning 267607 í landsbankanum á Akureyri.
Western windows - Er það málið ?

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Eg hata thessa helvitis blogg sidu !!! afhverju getur ekki internetid skilid islenska stafi ???

Eg verd ad raeda malin vid Gunnar Gunnarsson, jafnvel ad "download-a" honum a netid til ad komast ad rot vandans.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Kría...

� dag, sem og aðra daga, þá var ég búinn í vinnuni hjá Flugfélagi �slands kl 13:30. Það er svo sem ekkert frásögum færandi, nema það að þegar ég kem mér heim og er búinn að éta, þá virðist sem að það gjörsamlega slökkni á mér. Það felst í því að ég næ svo góðri slökun á þessum tveim tímum áður en ég mæti í vinnuna hjá Rúv að ég sofna alltaf á þessu tímabili.

Margir velta eflaust því fyrir sér afhverju ég vel þetta umfjöllunarefni í dagbókarfærslu dagsins. �stæðan er sú að mér þykir einstaklega erfitt að vakna á morgnana, eða bara að vakna yfir höfuð. Þannig að ég er bara að kveinka mér yfir því að sofna á þessu tiltekna tímabili á milli þess sem að ég mæti í vinnu... eftir að ég sofna á daginn þá er restin alveg ónýt !

Þannig að mín viskuorð til ykkar, lesendur góðir, eru að forðast það að leggja ykkur á daginn. Nýtið tíman að deginum til að gera eitthvað uppbyggilegt, en sofið á nóttunni !

Þessi tilgangslausa og langa dagbókarfærsla er í boði Sigga, sem sefur vært á nótinni og vinnur á daginn.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Gakk fram og et þitt ket !

Þorrablóts season 04 er n? yfirstandandi og margir hverjir blóta þorra með ýmsum hætti. Sjálfur blótaði ég þorra á þann hátt að heimsækja Seyðisfjörð heim, við mikinn fögnuð heimamanna. En þar sem ég státa ekki af sjálfrennireið sem er í ökuhæfu ástandi, þá þurfti ég að leigja eitt stykki frá Bílaleigu flugleiða Hertz. Mörgum þykir eflaust mikið um það og telja að illa sé farið með fé í svoleiðis leigu, en það er skemmst frá því að segja að ég nýt sérkjara í sambandi við leigur sem þessar, sem starfsmaður Flugfélags �slands. Nógg um það.

Nú af blótinu að segja þá gekk það prýðisvel. Skemmtiatriðin voru af bestu sort, sem og maturinn. Þar sem ýtt var undir áfengisdrykkju þá lét ég ekki mitt eftir liggja og kláraði pelann minn... og er að kljást við afleiðingarnar einmitt nú í augnablikinu. Stórfínt og skemmtilegt.

Drekk þínna mysu !

föstudagur, janúar 23, 2004

32-29

Kvöldið í kvöld byrjar ekki vel... Ísland tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, sem þýðir að Ungverjar eru komnir á svarta listann minn. Fyrirhugað stríð mun væntanlega hefjast snemma í vor og mun ég, ásamt bandamönnum mínum, stefna markvisst að því að sölsa undir okkur ungversku þjóðina og leysa upp handknattleikssambandið þar í landi.

Annars birtit ágætlega yfir hjá mér í kvöld. Eins og áður segir þá er Bóndadagur í dag og hefur Eva Beekman (Eva Lækur) sú mæta kona, ákveðið að elda handa mér kvöldmat. Á matseðlinum í kvöld er lagbaka (lagsagna) og hefur hún lagt hjarta sitt og sál í réttinn. Við gleðjumst ákaflega yfir því.

Látum svo hendur standa fram úr ermum !!!
Til hamingju !

Nú er dagur karlmanna genginn í garð, bóndadagurinn. Það er skemmst frá því að segja að mér hafi tekist vel til þegar ég lagði til fyrir ríkisstjórn Íslands að halda uppá dag karlkyns þegna þjóðarinnar. Að vísu var eitthvað þras um nafnið á deginum, en ég stóð fast á mínu og hélt nafngiftinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég kenndur við Bónda, og taldi þá það eiga vel við að nefna daginn eftir mér. En nóg um sögu Íslands.

Eins og nefnt var í síðustu færslu þá gengu uppfærslur á síðunni í garð og ákvað ég að koma tvíefldur til leiks, og geri það einmitt með þessari færslu ! Að vísu á eftir að leggja fyrir nefnd hvernig innihald síðunnar muni endurspegla breytingarnar en til að byrja með þá mun formið vera frekar staðla, þar að segja, fréttir af mér sjálfum. Þannig að aðdáðendur síðunnar ættu ekki að örvænta enn sem komið er. Nóg um það.

Til hamingju allir karlmenn þjóðarinnar, það er björt framtíð fyrir okkur alla !

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Ja hérna...

Detti nú allar dauðar lýs úr höfði mínu ! Mér til mikillar undrunar þá tók ég aftir (fyrir algjöra tilviljun) að uppfærslunar á síðunnu sem að ég og Gazzi höfðum brasað við einhverntíman fyrir áramót án þess að virka, höfðu litið dagsins ljós einhverntíman á síðastliðnum tveim mánuðum ! Að hugsa sér ? aldrei hefði ég vitað að hinir stafrænu andar internetsins hefðu lagt blessun sína yfir síðuna, sem ég hélt að yrði dauðadæmd !

Við þetta stórfenglega kraftaverk hef ég ákveðið að koma tvíefldur til leiks og byrja að skrá niður dagbókarfærslur inn á hugarheim tænitröllsins !

...lofi sé Bill Gates

sunnudagur, desember 14, 2003

Það er sorgardagur hjá Tæknitröllinu í dag... ég var að komst að því að linkurinn á landmandinn.blogspot.com hafði verið tekin af finnur.tk

Það er spurning hvort maður fari að gera eitthvað í því ?

sunnudagur, október 05, 2003

Þunnur !

Í dag er ég þunnur.

úff.

laugardagur, október 04, 2003

Andskotinn !

Liverpool tapaði á mótið Arsenal. Andskotinn !

Afhverju lætur maður þetta fara svona með sig ? ég er ónýtur maður núna og verð það sennilega næstu daga ? Er lífið virkilega fótbolti ?

Andskotinn !

fimmtudagur, október 02, 2003

Allir velkomnir...

Ég hef ekkert að segja en ég er tengdur og vildi bara heilsa upp á aðdáðendur mína sem bíða tímunum saman eftir að ný færsla komi inn, svo gjörið svo vel.

Annars er bara allt gott að frétta úr hinum harða stafræna heimi netsins, Gunnar er tengdur að vanda og ekkert óvænt ber úr garði í dag.

...í kaffi í tröðinni.
Æææjææ...

Guð minn góður ! Ég er með svo mikla strengi að ég er að deyja... Ég asnaðist á Bandýæfingu á Þriðjudaginn (nota bene, það er Fimmtudagur í dag) og ég er gjörsamlega að deyja. Þegar ég sest niður þá koma stunur úr mér eins og úr sextugum manni... Ekki gott. Þetta er svoldið skrýtið, því ég var fínn í gær, daginn eftir æfingarnar. Hér með sannast það að ég er virkilega "slow" persóna, átta mig einu sinni ekki á því að ég sé með strengi, fyrr en eftir tvo daga... Guð minn góður.

Já það er oft slegið á létta strengi... ha ha ha

miðvikudagur, október 01, 2003

Snillingur !

Ég er búinn að komast að því að ég sé snillingur ! Á mínar eigin spýtur hef ég leyst þann vanda sem hrjáði þessa stórfenglegu síðu að íslensku stafirnir voru eitthvað skrýtnir... það var að vísu ekki flókið en samt ! Þetta er bara byrjunin, seinna meir munu uppfærslur blasa við og síðan mun komast í flokk fottustu síðna í hinum stafræna heimi internetsins !

Salút !

(ég hef mikið dálæti af upphrópunarmerkjum þessa dagana :) ! )

laugardagur, september 27, 2003

Ó já...

Alltaf í stuði, þarf að vísu að reyna að laga stafina, svo virðist sem að íslensku stafirnir virka ekki, ég veit ekki afhverju en ég mun reyna að komast að rót vandans og laga það ! Annars er allt fínt að frétta... er að fara niðrá Djúpavog á Stefánskvöld að taka eitthvað upp þar fyrir Rúv, þannig að það lýtur út fyrir að ég fari ekki á ball í kvöld... ójæja, það verður bara að hafa það, en að vísu þá get ég horft á Charlton - Liverpool á morgun í fullkomnu ástandi og fylgst glögglega með framvindu mála þar.

Bið að heilsa í bili...

miðvikudagur, september 24, 2003

Úff...

Jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að endurnýja bloggið sitt... nú er maður kominn með nettengingu heim og svoleiðis. í þetta skiptið verður keyrt áfram á fullum hraða og ekkert gefið eftir ! Ég mun gera þessa bloggsíðu að þeirri vinsælustu á Íslandi, ef ekki heiminum ! og hana nú.

En þetta er bara byrjunin á nýju lífi, líf sem mun slá gjörsamlega í gegn, heimurinn mun nötra undan mínum hugsunum og að endanum verða á mínu valdi !

Nóg um það.

Mæli með nýja Iron Maiden disknum, The dance of death og nýju Chemical Brothers smáskífunni.

Sigmar Bóndi rís aftur !

fimmtudagur, júní 19, 2003

alltaf nóg...

Fór norður í dag, keyrði austur, var að vinna, tók pásu kl fimm og fór að vinna, eftir það fór ég að vinna og svo er ég að fara að spila æfingaleik á eftir.

Þetta er búinn að ver fínn dagur. Til að fá nánari útskýringar á þessu þá var ég að vinna hjá Flugfélagi íslands í morgun og í dag, en var sendur norður með flugi til þess að ná í bílaleigubíl. Því miður þurfti það að vera Suzuki Jimny en það var svo sem ekki það slæmt. Eftir það, um fimm leytið, Hætti ég að vinna hjá flugfélaginu og fór að vinna hjá Rúv, Og þegar ég var búinn þar þá fór ég að vinna aftur hjá Flugfélaginu. Þetta er nefninlega mjög skemmtilegt. En það er föstudagur á morgun, það verður góður dagur. Ekkert Flugfélagsbras, heldur bara Rúv vesen. Það gerist ekki betra en það. Og hana Nú !

...að gera svo sem.

þriðjudagur, júní 17, 2003

Hæ hó...

Gleðilegan 17 júni allir saman, á þessum degi fyrir 59 árum síðan öðluðumst við íslendingar sjálfstæði undan krepptri járnhönd Danaveldis... Fuck danaveldi ! Þessir baunar eiga allt illt skilið, þeir settu á okkur píningsdóminn og seldu okkur ónýtt mjöl, helvítis kvikindin. En nú í dag getur maður verið glaður, Við íslendingar höfum það gott, við höfum fleiri sólskinsstundir heldur en Mallorca, Notum netið meira en danir og erum bara mun tæknivæddari yfir höfuð en greyið baunarnir. Við eigum hrós skilið, við erum búin að gera það gott í gegnum þessi 59 ár án þessara dana og við eigum bara allt gott skilið fyrir það. Í dag er ég stoltur yfir því að vera íslendingur, enda vaknaði ég með þjóðsönginn okkar glymrandi í hausnum, það var bara einfalt tákn yfir það að ég ætti að vera stoltur í dag, stoltur og glaður yfir að fá að búa á þessu frábæra landi með okkar stórkostlega vatni, yndislega lofti, fallega kvenfólki og gómsæta lambakéti. Tár renna niður vanga minn þegar ég hugsa um alla þessa yndislegu hluti, hluti sem gera landið okkar að því sem það er ! ó guðs vor land, í land vor guðs... En að allt öðru. Ég er í vinnuni, þreyttur, af því að ég fór á ball og takið eftir einu, ég er EKKI þunnur! Ég endurtek, EKKI þunnur. Undur og stórmerki gerast enn í okkar góða landi. Yebbs, ég drakk ekki í gær og mér líður vel. Svo vel að ég er að fara bráðum í kökuhlaðborð á Hótel héraði. Í dag er ég glaður maður.

...og jibbí jei

mánudagur, júní 16, 2003

Byrjaður...

Æj æj, það hefur nú eitthvað hægst um þetta blogg mitt núna upp á síðkastið, þrátt fyrir stór orð í byrjun. En það þýðir víst ekkert að væla um það, heldur halda áfram ótrauður í gegnum þessa miklu erfiðleika sem eru að hrjá mig ! Annars er allt gott að frétta, maður er nýkominn frá útlöndum, nánar tiltekið Spáni, eða Costa Del Sol eða Torremolinos. Það var svo sem alveg ágætt, kom að vísu mjög slappur heim, ekki veit ég afhverju... Það var margt sniðugt brallað þarna úti enda ekkert annað gera og kom þar bjórinn oft við sögu, þannig að lirfin mín litla fékk helvíti slæma útreið... úff ! Ekki gott. En núna er maður byrjaður að vinna og allt er í gúddí (góðu) og önnur utanlandsferð er í sjónmáli, ferð til Danaveldis, nánar tiltekið til Hróarskeldu. Það er alltaf nóg að gera, fullt að gera og allt að gerast... eða eitthvað svoleiðis, held ég. Nóg um það allt saman og hitt líka, ég er farinn að vinna, Flugfélag íslands Rúles !

mæli með þessari síðu :)

...aftur.

þriðjudagur, júní 03, 2003

ýkt...

Bara ad láta vita ad thad er ýkt gaman í útlondum ! Costa Del Sol Fuckings Rúles !

...gaman.

miðvikudagur, maí 07, 2003

Út og...

Bíó bíó bíó... ég er að fara í bíó, vitið hvar ??? í spillingarbælinu sjálfu, Reykjavík. Jebbs, minns er að fara suður, einungis til þess að fara í bíó og rúnta svo heim aftur. Afhverju spyrja eflaust einhverjir og svarið er einfalt; Af því Bara ! mig langar í bíó og hef ekkert að gera á morgun hvort sem er. Einnig er hægt að kalla þessa för "njósn leiðangur" því ég ætla að kanna ástandið á Tunguvegi 18, kana hvernig leikmenn Þristarins eru að standa sig og athuga líka hvernig ásikomulagið sé á köppunum. Nóg um það, ég er að fara suður og það stoppar mig enginn !

...suður.

mánudagur, maí 05, 2003

Daginn í dag...

Góðan daginn, og lengi lifi Þristurinn ! Í dag er ég hress, enda er komin ný vika á stað. Lífið brosir við mér í dag sem alla daga, ég er laus við helvítis vanilunna og er búinn að byggja mér 18 holu golfvöll í sýndarveruleikanum heima í stofu. Ég er ferskur eftir mjööög afslappandi helgi, helgi sem var gjörsamlega tilgangslaus, nema fyrir utan að byggja 18 holu golfvöll í sýndarveruleikanum heima í stofu. Því miður get ég ekki sagt að ég sé endurnærður, því ég svaf lítið í nótt. Helvítis 18 holu golfvöllurinn sem varð til í sýndarveruleikanum heima í stofu tókst að snúa sólarhringnum nett við hjá mér, þannig að á daginn var ég svefnpurka en á kvöldin og á næturnar breyttist ég í voldugan 18 holu golfvallar greifa sem réð ríkjum í sýndarveruleikanum heima í stofu ! Veröldin var mín, ég var komin með stjórnina í þessum sýndarveruleika sem einungis birtist mér og mér einum heima í stofu, þar var ég einræðisherra í minni veröld og stjórnaði lífi vesælra golfara sem dirfðust að koma og spila á 18 holu golfvellinum mínum, ég var Guð í þeirra augum !

Sem sagt þá eyddi ég helginni í að spila tölvuleik sem kallast SimGolf. Þetta er svo sem ágætis leikur, nema hvað að maður á svoltið auðvelt með að festast í honum, en það sýnir bara hversu góður leikurinn er. Við þökkum SimGolf fyrir prýðishelgi og vonum að hróður leiksins haldi áfram að berst um heiminn.

...gerði drottinn guð.

föstudagur, maí 02, 2003

Ég er engin helvítis Vanilla !

Fyrir þá sem hafa tekið eftir þá hefur verið í þónokkurn tíma mynd af vanillu á bloggsíðunni minni síðustu daga með titlinum "ég er vanilla" Þetta var eitthvað persónuleikapróf sem ég tók á netinu sem úrskurðaði mig Vanillu. Mér hefur snúist hugur og lýst því yfir að ég sé enginn helvítis Vanilla. Þetta var heimskulegt próf og sennilegra ennþá heimskulegra af mér að setja niðurstöðunnar á netið, það var gert í einhverju hugsunarleysi, ég féll í einhverskonar ástand sem fékk mig til að finnast að þetta væri eitthvað flott. En það er það ekki, enda hefur þetta plagað mig lengi vel og tók ég því þá þessa afdrifaríku ákvörðun að reyna bjarga andliti með því að fjarlægja þennan sora sem var viðloðandi síðuna. Ég lofa lesendum að ég muni vera mun betur vakandi fyrir rugli sem þessu í framtíðinni og einungis láta út gæða efni, beint frá sjálfum mér. Takk fyrir

Vanilla Fucking Sucks !

mánudagur, apríl 28, 2003

Búinn að...

Góðan daginn gott fólk, Sigmar heiti ég Bóndi, Útvarps og Sjónvarpsstjarna. Ó já, nú er maður farinn að tröllríða alla helstu miðla landssins, bæði á Ríksútvarpina sem og á Stöð 2, það er alveg sama hvað það heitir, því ég er þar. Fyrir þá sem ekki vita (og eru þarafleiðandi ekki "in" í dag) þá var ég í þætti Jóni Ársæls, sjálfstætt fólk á sunnudaginn var (þátturinn verður ábyggilega endursýndur einhverntímann seinna, fyrir þá sem misstu af honum). Það getur varla talið frásögum færandi að maður sé nú í sjónvarpinu, ég meina... ég er með annan fótinn inní þessu öllu saman, en það getur verið gott að láta vita af því, fyrir þá sem eru að fylgjast með manni, þó sérstaklega aðdáðendahópnum mínum, sem ég veit fyrir víst að taka öllum slíkum skrifum fagnandi. Ég er hræddur um að ég verði að fara að neita Austur héraði um að koma fram á opinberum skemmtunum og uppákomun á þeirra vegum, ég meina ég get ekki farið núna að taka skref niðrávið, ég held það nú ekki. Ég er þónokkuð viss um að Akureyrarbær hafi samband á næstunni... eru ekki einhverjar uppákomur þar á bæ á næsta leyti ? það hlýtur nú bara að vera.

...slá í gegn !

sunnudagur, apríl 27, 2003

Vesen...

Svo virðist sem að önnur hver dagbókarfærsla sé skrifuð í þynnku, sem þýðir bara væntanlega að ég sé alltaf fullur. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað gott, en það hlýtur nú að vera afrek fyrir sig. Allavega þá er þetta ekki búinn að vera fínn þynnkudagur, það er búið að vera vesen. Ég þoli ekki vesen á þynnkudögum, þynnkuna skal halda heilaga, eins og stendur í bók Jakobs. Alltaf vesen og þetta var einu sinni ekkert spes fyllerí, að vísu var komið víða við en það er bara ekki nóg. Þannig að fylleríið endaði eins og venjulega, drakk mikið, varð fullur og fór heim. Ekkert spes, bara vesen daginn eftir. Takk fyrir mig og ég vona að ég verði ekki þunnur á morgun líka.

Þetta blogg var í boði Flugfélags Íslands.

...alltaf vesen.

laugardagur, apríl 26, 2003

Pítsu...

Úff... já úfff ! Strengir í bak og fyrir. Ég tók mig til og notaði föstudagskvöldið í knattleik, alveg í tvo og hálfan tíma, við erfiðan andstæðing. Þetta var hatrammleg barátta tveggja stórliða á austurlandi, Þristarins Fc og Hústjórnarskólans. Auðvitað var ekkert nema gæða knattspyrna spiluð og glæsitilþrif litu dagsins ljós í þessum "derby" leik á Hallormsstað. Úrslitin eru ekki alveg ljós en Þristurinn skoraði fleiri mörk en "úrslitamarkið" svokallaða var skorað af húsóstelpunum, sem voru í reynd strákar. En þetta var ágætis forsmekkur á því sem koma skal í sumar.

En nóg um það. Var að snæða pítsu með Dabba og Gazza niðrá flugvelli, áleggstegundirnar voru fjórar, skinka, pepperóní, djúpsteikt beikon og bananar. Semsagt dýrindispítsa á góðum degi, það gerst vart betra en það. Lífið er yndislegt !

...partý.

föstudagur, apríl 25, 2003

í dag er...

Þá er maður loksins búinn að ranka við sér. Ég hef verið í hálfgerðu dái síðustu tvo daga. Sumardagurinn fyrsti var þó með eindæmum ágætum enda var um góðan þynnkudag að ræða. En að vísu fór að halla undir fæti þegar þynnkan tók að hellast yfir mann. Svona um fjögurleytið, þegar ég var búinn að spila þrjá körfuboltaleiki fyrir framsóknarflokkinn, fór allt að fara út úr böndunum. Ég og Hafliði Bjarki keyptum hamborgarafjölskyldutilboð í söluskálanum og tókum þá afdrifaríku ákvörðun að éta tvo borgara á mann, plús franskar og láta okkur líða vel, þunnum og söddum. En auðvitað virkaði það ekki sem skyldi, heldur fór okkur að líða illa í magunum. Þannig að þessi slæma ákvörðun átti eftir að fylgja okkur allan daginn, því auðvitað var hamborgarinn að trufla okkur, eða allavega mig allan daginn. En helíum frá sjálfstæðisflokknum lífgaði ágætlega upp á daginn, sem og þrjár góðar ræmur og góður félagsskapur Inga Vals og Skúla Skatts.

..gott veður.
Gleðilegt...

Hvað er um að vera ? Það eru liðnir tveir dagar síðan síðast. Það hefur aldrei líðið svo langur tími á milli blogga. Eins og endranær hefur nóg verið um að vera, en nóg um það síðar.

...Sumar !

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Allt að...

Jæja nú er búinn á því. Ég er búinn að vera að síðan klukkan 07:00 í morgun og ég er orðinn pínu þreyttur. Það er ekki nóg með það heldur hef ég verið á tveim vígstöðum í dag. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá byrjaði ég í útvarpinu í morgun kl 07:30. Þar á eftir fór ég á flugvöllinn en hoppaði í matartímanum til að taka upp Auðlindina, fréttaþátt um sjávarútvegsmál. Þá eru bara komin tvö útköll á einum degi, það gera sex tíma. En það er ekki nóg, heldur var ég kallaður út í þriðja skiptið og látinn græja tólin fyrir viðtal við Steingrím J Sigfússon sem sat fyrir svörum hlustenda rásar 2. Þrjú útköll á einum degi, það eru bara níu tímar og svo bætast ofan á það ellefu tímar sem ég vann á flugvellinum. Það gera bara tuttugu tímar á einum sólarhring, það telst nú bara ágætisnýting, það held ég nú.

Ekki nóg um það að mikið var að gera í vinnuni í dag, heldur var Steingrímur J Sigfússon undir smásjánni hjá Jóni Ársæli, umsjónarmanns sjónvarpsþáttarins Sjálfstætt fólk. Þannig að ég var í myndvélinni þegar Steingrímur sjálfur sat undir svörum hjá hlustendum rásar tvö, ekki nóg með það heldur var ég sérstaklega beðinn um að koma inn í stúdíó og láta mynda mig ! Ætli Jón og tökumaðurinn hafi hlustað á Samfés þáttinn minn ?

...gerast.
Það er eitthvað að...

Klukkan er 07:30 og ég er kominn í vinnuna. Ég er bara einn, en mér var sagt að mæta klukkan 07:30. Bara til að hafa það á skrá þá nennti ég varla að mæta, en gerði það samt. Guð forði mér ef ég er að mæta hingað eldsnemma fyrir ekki neitt, guð forði öðrum mönnum.

...það er eitthvað að.

mánudagur, apríl 21, 2003

Það líður...

Nú eru bara páskarnir að verða búnir, ég get ekki sagt að það sé mikill söknuður í því. Gærdagurinn var til dæmis mjög slappur hjá mér. Ég var varla vakanaður þegar mér var farið að leiðast. Hvernig getur maður þolað svoleiðis daga. Til að sporna við þessum leiðindum þá gerði ég mér ferð niður á Seyðisfjörð og mældi mér mót við Stefán Óðalsbónda. Það var bara mjög fínt. En þegar ég kom aftur heim um kvöldið þá fór mér strax að leiðast aftur, varla kominn inn í hús þegar maður var farinn að dæsa. Ég gerði mér þó dagamun og eldaði mér dýrindis kvöldmat sem samamstóð af lambakótilettum og karftöflum með mexíkóosti. Svona getur maður verið grand á því. Það var þá ekkert annað að gera en að horfa á sjónvarpið, fyrst að allir tölvuleikirnir míni séu orðnir af gamlir fyrir tölvuna mína. Það lá við að maður táraðist yfir Titanic. Svona getur maður verið lítil sál.

En þar sem að ég sé á netinu í vinnuni þá ætla ég að láta þetta blogg vera í boði Flugfélags Íslands. Njóttu dagsins og taktu flugið. Flugfélag Íslands.

...og líður.

laugardagur, apríl 19, 2003

Enn...

Jæja, einn dagur í frí frá Blogginu, það þýðir víst ekkert annað. Það hefur margt á dagana drifið skal ég segja ykkur. Mér hefur tekist að verða fullur, eldað kjúkling, borðað pítsu, spilað fótbolta og farið í náttúruferð. Það er svei mér hvað er mikið um að vera hjá manni þessa dagana. En víkjum okkur að allt öðru. Ég vissi að að biðin myndi borga sig, enda er allt að gerst hjá mér núna. Fólk hefur bara komið og hrósað mér fyrir útvarpsþáttinn sem ég var með á dögunum. Ég er virkilega að spá í að stofna heimasíðu um þáttinn, svo að aðgengið fyrir aðdáðendahóp minn verði auðveldari.

Ætti maður að fara á fyllerí í kvöld ? ég nú einu sinni þunnur... Spái í því seinna, en allt þetta og meira til eftir mat hjá Erlendi Steinþórssyni og fjölskyldu.

...og aftur

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Skír...

Mikið eru páskarnir leiðinlegir. Þetta eru tilgangslausir frídagar, nema ef þú ert að fara að fermast, eða ert boðinn í einhverja fermingaveislu. Ég er löngu búinn að fermast og er ekki boðin í neina veislu, þannig að páskarnir eru gjörsamlega tilgangslausir fyrir mann eins og mig. Páskar sucks ! Burtséð frá því að frelsari vor reis upp frá dauðum og allt svoleiðis. Hann gleymdi bara að gera eitthvað partý úr þessu öllu saman, gera páskana skemmtilega. Páskaeggið eitt og sér dekkar það ekki. Nóg um það, mér leiðist og það er ekkert við því að gera, allir eru farnir heim eða eru að gera eitthvað annað en að stytta mér stundir. Mikið getur heimurinn verið grimmir.

...dagur

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Ég er sár...

Ég bara skil þetta ekki, það er enginn búinn að hafa samband við mig, enginn fyrirspurn um eiginhandaráritun né að vera með uppistand á uppákomu sem Austur Hérað heldur. Kannski að Seyðisfjarðakaupstaður hafi áhuga ?

...og felli tár
Útvarp samfés...

Ég held nú bara að ég sé orðinn frægur. Leið mín upp að stjörnuhimninum er greið, fræga og fína fólkið bíður mín, meira að segja með ákafa. Ég er bara kominn á sama plan og Óli Palli, allir vita hver ég er osfv. Að vísu er aðal aðdáðendahópurinn allur á félagsmiðstöðva aldri, en það er nú samt eitthvað. Svona er að vera kominn með ítök í fjölmiðlaheiminn, áður en maður veit af þá er maður farinn að árita boli í kleinunni og koma fram á almennum uppákomun sem Austur Hérað stendur fyrir. Þetta er ekki auðvelt líf en maður þraukar í gegnum það, fyrst að maður sé orðinn fyrirmynd í samfélaginu. Þannig að gefnu tilefni þá vil ég benda fólki á að senda tölvupóst á landmandinn@hotmail.com ef það vill fá eiginhandaráritun. Eftir að formleg beiðni berst þá skal ég sjá til hvað ég get gert. Auðvitað reyni ég að halda sambandi við alla mína aðdáðendur, þó það sé erfitt. Bið að heilsa og munið Ekki reykja, því það er ógeðslegt !

...á Rás 2

þriðjudagur, apríl 15, 2003

mjúkur...

Var enda við að raka mig og mér líður frábærlega. Ég setti upp bindið í tilefni dagsins og er að plana að fara í myndatöku fyrir vegabéfið mitt, enda er sól úti. Morgunbænirnar bíða mín kl 16:30 og ég er til ! Munið útvarp samfés í kvöld kl 20:00 - Sigmar bóndi verður með stórgóðan þátt.

...sem barnsrass
Endurnærður...

Mikið lifandi getur maður orðiði þreyttur eftir helgarnar, ég var alveg búinn á því í gær mánudag 14 apríl 2003. Svona er það þegar maður þarf á fyllerí og vinna um helgar, þetta er náttúrulega ekki hvítum manni bjóðandi. En í gær eyddi ég deginum líka í að vinna, laufskáli kl 09:30, auðlind kl 12:00-13:00 og svo flugfélagið frá 13:15 - 15:15. Ekki nóg með það heldur þurfti ég að klára að gera eitt stykki samfés þátt, og ég gerði það. Mikið lifandi varð ég feginn Þegar það var búið. Þannig að ég hvet alla landsmenn til að hlusta á Sigmar Bónda í útvarp samfés í kvöld kl 20:00. Bið að heilsa í bili og partý.

Hvað á maður eiginlega að gera um páskana ?

...og hrærður

sunnudagur, apríl 13, 2003

Búinn...

Nú er dagur að kveldi kominn og vinnan búin. Mikið lifandi er ég feginn, þetta er að vísu ekki búinn að vera erfiður dagur, en langur og strangur var hann. Eftir rúma fjögura tím svefn var haldið í vinnu, við mikinn fögnuð. Ég hefði frekar kosið að flatmaga heima í sófanum og vorkenna sjálfum mér. En þar sem Bóndinn er mikill dugnaðarforkur, var drifið sig upp um ellefuleytið og haldið í Faxatröð 10b og nælt sér í far með Garðari Val og skundað niðrá flugvöll.

Gærdagurinn var samt magnaður, enda var um kumpánakvöld að ræða, helgistund nokkura góðra félaga. Það var eldaður "gourmet" matur og "gourmet" vín drukkið, það má nú ekki minna vera fyrir svona prinsa hóp. Eftir strembna máltið og stífa drykkju var haldið niðrá Orm og slett úr klaufunum. Margur góður maðurinn var á staðnum, sennilega vegna þess að það hefur frést út að kumpánahópurinn knái hafi ætlað að leggja leið sína þangað... það er að minnsta kosti mín kenning. Nóg um og meira á morgunn, ég er farinn heim í þynnku !

...í dag

laugardagur, apríl 12, 2003

kumpána kvöld...

í dag eða í kvöld er kumpánakvöld. Í tilefni þess ætla ég að vera mjög sniðugur og setja inn brandara sem ég heyrði í gær. Það var hann Stefán Óðalsbóndi sem var svo góður að kæta mig með honum, þannig að ég ætla að kæta alþjóð og tileinka Stefáni heiðurinn.

Einu sini var maður sem gekk inn í gæludýrabúð.
Félaginn gekk upp að afgreiðsluborðinu og sagði "heyrðu... ég ætla að fá eitt klósett hjá þér".
Þá sagði afgreiðslumaðurinn "því miður þá seljum við bara klær í stykkjatali"
"Nú" sagði maðurinn "en hvernig klær eigið þið þá ?"
Þá sagði afgreiðslumaðurinn "hérna... við eigum bara klær af salerni..."

Takk fyrir það og vonandi er brandarinn nógu vel uppsettur, þannig að sem flestir geti notið hans. Ostaveisla Dauðans !

í kvöld...

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Ich habe keina zeit...

Ég verð bara að blogga, það er svo langt síðan að ég gerði það. Var að vinna, er búinn, hef varla tíma til að blogga, geri það samt, fór á framboðsfund, Gunnar er að Downloada og ég var með leikna auglýsingu í svæðisútvarpinu í gær. Þannig að það er greinilegt að ég hef nóg fyrir stafni. Ég lofa að gera betur næst

...afsakið hvernig ég læt.

(rímar)

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Þriðjudags fjör...

Vaknaði í "morgunn" alveg endurnærður eftir helgina. Var hálfslappur ennþá á mánudeginum eftir erfiða törn síðustu þrjá daga (fim. fös. lau.). Þannig að mér leið eins og ég gæti tekist á við vandamál heimsins án nokkurra vandræða. En síðan þegar líður á daginn þá verð ég bara þreyttur og nenni ekki svona veseni eins og að takast á við heiminn. Það er bara best að bíða fram á kvöld og fara svo í handbolta. Það er bara vonandi að enginn skjóti í augað á mér aftur.

...er kosta kjör

mánudagur, apríl 07, 2003

Núna ertu hjá mér...

Ég var að hlusta á lagið "Draumur um Nínu" og fann, eftir því hve lagið stigmagnaðist, hversu mikið einmannaleikinn hrundi svoleiðis yfir mig, ég var bókstaflega kominn með tárin í augun. Þetta er magnað lag. Annars líður mér ágætlega, átti fína helgi (dálítið slappur eftir hana að vísu), var að klára Þykkmjólk með karamellubragði (sem bragðaðist mjög vel) og er að klippa saman Samfés þátt, sem að þessu sinni verður sendur út frá Hornafirði. Annars er lítið að frétta, helgin var tíðindamikil og skemmtileg en það er svo sem ekki frásögum færandi. kannski seinna

...Nína

laugardagur, apríl 05, 2003

Laugardagur...

Ég er ógeðslega þunnur og á eftir að fara á fyllerí í kvöld. Andskotinn.
best að fara að vinna.

Ætti maður að halda áfram í Mission ?

föstudagur, apríl 04, 2003

Mission Failed...

Það er merkilegt hvað maður verður þreyttur þegar maður fer seint að sofa... Minns fór á Orminn í gær, fékk mér bjór, hitti fólk og fór seint að sofa. Annað var það ekki, en þó var þetta fínt. Að vísu sé ég drullu mikið eftir því að hafað farið á Orminn, þreytan er þónokkur núna og mín bíður langur dagur. Það er spurning hvort maður skralli í kvöld ?
Eitt er þó víst að vinnuafköst eiga eftir að minnka töluvert, þarsem að ég fann geislaplötu með laginu Nínu á. Ég efa ekki að lagið eigi eftir að hljóma vel og lengi í kollinum mínum fram eftir degi, ef ekki viku.
Takk fyrir það.

Retry mission
Abort mission
Resume mission

Það er spurningin.

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Loksins kominn með heimild....

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, alveg fullt. Ég fór í bankann og borgaði nokkra reikninga, meðal annars símreikning upp á heilar 4410 íslenskar krónur, það er meira það sem maður blaðrar. En það var ekki það eina sem ég gerði í bankanaum í dag, ég sótti nefninlega um Visa kort, svarta kortið svokallaða. Það er ekki nóg með það að ég sótti um kort, heldur setti ég feita heimild á kortið. Ætli 300.000 sé nóg ? Ég held að manni veiti ekki af, fyrst maður fer í tvær reisur í sumar. Það gekk glaður maður út úr bankanum í dag. Sú gleði hélst ekki lengi. Því miður þurfti ég að fara í heimsókn til samsærissamtakana í dag og láta bora í eina tönn. Það kostaði drjúgan skildinginn. Þannig að leiður maður, sem var glaður fyrr um daginn, gekk út úr samsærissamtökunum í dag.

það er spurnig hvort maður komist í gegnum málmleitarhliðin núna ?

Ég´ra fara til tannlæknis...

Það er mikil tilhlökkun í mér í dag því ég fæ að hitta uppáhalds félagann minn, Tannlæknin. Það er sama hversu oft maður hefur farið til hans, þá er alltaf jafn leiðinlegt að koma aftur, þó sérstaklega þegar hann glottir og segir að það sé skemmd. Stundum held ég að tannsi sé bara að plata, því þegar hann sér eitthvað athugavert við kjaftinn á mér, þá fer hann að tala á dulmáli. Hver kannast ekki við þegar tannlæknirinn setur upp "svipinn" og þylur upp "já... það er karíus í ceres baktus fremri og bíddu við... mér sýnist að það sé clorus tveir í maxus fremri" Hvað þýðir þetta allt saman ? maður kannast við karíus og baktus frá því þegar maður var lítill, en það er óþarfi að nudda þessu framan í mann þegar maður er orðinn eldri. Ég held að Þetta sé allt saman eitt stórt samsæri. Það voru í raun taannlæknar sem settu upp leikritið Karíus og Baktus því fólk var farið að gruna eitthvað, farið að greina þessi tvö orð frá öðrum og farið að hafa efasemdir um merkingu þess. Þessvegna setti Tannlæknafélag Íslands upp leikritið til að villa um fyrir okkur, blása ryki í augu almúgans.

Svo endilega munið að nota tannþráð.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja, tæknin er eitthvað að stríða okkur...

Það lítur út sem að ég sé að klúðra þessu. Ég var kominn með sex í röð en þá..... Þurfti "tæknin" að fara að hafa einhverja skoðun á þessu öllu saman. Ég veit ekki hvað kom fyrir en ég var búinn (í gær 1 apríl 2003) að skrifa mikinn og fallegan texta (sem sést einmitt hér fyrir framan) sem virtist ekki koma sér til skila... í gær. En ég skrifaði hann í gær. Það þýðir víst lítið að sakast við því núna, heldur gráta Björn bónda og safna liði.... Ég vill einmitt gráta hann Bjössa, því ég er svo tilfinningalega opinskár. Jæja, nú er ég farinn að bulla. Annars lítið að frétta, er að fara í myndatöku í kvöld og svo bandý DAUÐANS. Var í handbolta í gær, náði 100% skotnýtingu, þrjú skot og þrjú mörk. Var fínn í vörninni (að mínu mati), varði nokkur skot, meðal annars með andlitinu, það var ekki gott, bara frekar vont.

Gamalt og gott rules !

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Ég bara skil ekki...

Ég var búinn að setja inn fullt af texta en ekkert gerðist. þó sé ég hann í "post-inu"

ég bara skil ekki...
Jæja, þá er það víst kvöldið áður....

Æj, það er svo langt síðan að ég var á Akureyri að ég er búinn að gleyma flest öllu eða finnst ekkert gaman að skrifa um það núna. En svona var það nokkurnveginn í hnotskurn. Kom á laugardaginn 29 marz, með flugi (ég ferðast ekki í rútu eða bíl eins og sótsvartur almúginn). Lenti í Reykjavík og var búinn að mæla mér mót við félaga minn, hann Brynjar Einarsson. Því miður fyrir hann (og mig líka) þá komst ég með næstu vél norður, þannig að ég hafði 10 mín. spjall við félagann. Það var svoltið skítt, þar sem hann var búinn að fá frí úr vinnuni. Um 15:45 lenti vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Þar beið móðir mín eftir mér. Svo fór ég í skylduheimsóknir hér og þar um bæinn og beið í rauninni eftir kvöldinu (enda var aðalástæðan að fara að skralla). Dagurinn leið og kvöldið kom. Át dýrindis mat sem mamma eldaði, það var kanadískt svínaket, mjög góð máltíð sem var skoluð niður með Cato Negro rauðvíni, kannski fullmiklu, þar sem ég kláraði flöskuna. Auðvitað reyndi ég að fara á söngkeppnina sjálfa en komst ekki inn sökum miðaleysis. Í raun skipti það engu máli, því ég nældi mér í drykkjufélaga fyrir utan, þá Andra Rey (son Haralds Bjarnasonar, ritstjóra Auðlindarinnar, fréttaþátt um sjávarútvegsmál) og Emil. Þar var drukkið og mikið gaman og enduðum við í Partý hjá Kenny, einhver félagi frá Bandaríkjunum sem er hér á Íslandi að spila íshokkí. Þar var ágætis teiti, ágætis félagar sem voru samakomnir þar. Eftir Teitið var haldið niðrí Bæ. Nota bene: á þessum tímapunkti var ég orðinn þá þegar nokkuð ölvaður. En skiptir ekki máli, í bæinn fór ég og hélt áfram drykkjuni í góðra vina hópi. Pöbbaröltið stóð langt fram á nótt og hitti maður margan góðan manninn. Eins og áður segir þá var ástandið orðið frekar slæmt og fór versnandi, þannig að smáatriði detta út. En þannig var þetta í hnotskurn, fór í bæinn á pöbbarölt og skemmti mér konunglega. Eyddi 770 í leigubíl heim og sé alls ekki eftir því, ein besta fjárfesting sem ég hef gert á ævinni, ég var ekki að nenna að labba 3,1 km heim. Daginn eftir var ég þunnur, eins og vera ber.

Takk fyrir það og þetta er nr. sjö í röð !

mánudagur, mars 31, 2003

Góð þynnka er gulli betri

Guð hvað maður verður ferskur ef maður upplifir góðan þynnkudag. Dagurinn í gær byrjaði nú ekki vel, vaknaði með hausverk dauðans og það eina sem ég gat gert var að fara inn á klósett að æla. Eftir að hafað tæmt magann, eða gert hann klárann fyrir frekari neyslu seinna um daginn eins og ég vill frekar kalla þessa athöfn, þá var farið og spjallað við mömmu, sem hló nú bara að mér. Þá lagði ég mig aftur, en kom fílefldur til baka og tilbúinn í Feita neyslu. Þannig að ég og mamma fórum og fengum okkur skíthoppara á Crown Chicken eða "Crown City" eins og staðurinn hefur verið kallaður áður. Eftir matinn var farið á þynnkurúnt og ís snæddur á meðan. Ástandið var gott sem fullkomið. En góðir hlutir taka víst líka enda, enda þurfti ég að komast heim til Egilsstaða. Það kom í hlut Þorsteins Helga Ásbjörnssonar að ferja mig aftur tilbaka í austurlandið. Það var góður rúnturm, enda vorum við líka báðir tveir í svipuðu ástandi, þ.e. þunnir (þótt ég hafi verið í ívið verrra ástandi). Eftir þennan góða rúnt var komið að eyða kvöldinu í þynnku, þannig að mynd varð fyrir valinu enda hvað annað er betra til þess fallið ??? þynnka á myndar er eins og pízza án pepperónís. Það vildi einnig svo heppilega til að Ríkharður Hjartar Magnússon var líka í slæmu ástandi (þunnur) og var meira en til í þynnkumynd. Mér leið vel þetta kvöld og dag, enda var ég í góðum félagsskap góðra manna. Þannig var þynnkan hjá mér í hnotskurn. Fregnir af kvöldinu sjálfu koma seinna, mér fannst að þynnkan ætti góða umfjöllun skilið, enda var hún góð og flakkaði landshluta á milli.

p.s.

Sex í röð...

sunnudagur, mars 30, 2003

Sá fimmti...

Þynnka dauðans !

Fór út á djammið í gær á Akureyri og er að upplifa eftirköstin eftir gærnóttina. Ég skildi ekkert í því afhverju ég væri svona þunnur en komst svo að því seinna að ég stútaði heilli rauðvínsflösku (cato negro) áður en ég fór í bjórinn, þar liggur ábyggilega hundurinn grafinn. Þannig að maður bíður bara eftir matarlystinni og skreppur niðrí bæ í eitthvað feitmeti, svona rétt til að rétta sig af. Ég held að ég bíði með að skrifa eitthvað meira (þarf að hlaða batteríin). Þannig að við bíðum betri heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar áður en haldið verður áfram með skriftir.

Bið að heilsa.